Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 251
Ritdómur
249
/ í handritinu sem Bjöm fór eftir. Ef Bimi sjálfum hefði veriö bent á að þetta væri
misskilningur, en Jón Ólafsson úr Svefheyjum sá ástæðu til að spyijast nánar fyrir
um orðið, heföi hann ömgglega leiðrétt þetta og þess vegna orkar það tvímælis hjá
útgefanda að láta það ógert Leiðrétting hefði að sjálfsögðu kostað athugasemd en það
hefði varla komið að sök. Hér má benda á að útgefandi leiðréttir Gémsi f Gémsni
og Ennis-korkr í Ennisköckr eftir leiðréttingum Rasmusar Rasks í eintaki hans af
orðabókinni (Rask 9-10); reyndar hefur útgefandi í báðum tilvikum haft hliðsjón af
öðmm gömlum orðabókum og seðlasafni OH (bls. xviii). Þótt eflaust sé það rétt hjá
útgefanda að einhver draugorð megi rekja til orðabókar Bjöms Halldórssonar (bls.
xviii) eins og keisa og enniskorkur, þá á ég bágt með að trúa því að gemsi sé eitt þeirra,
en auðvitað getur það verið raunin.
Annað atriði sem orkar tvímælis er sú ákvörðum að sleppa oiðinu dof sem er í M1
og skýrt nánar í viðbótum Bjöms, en það hefúr verið strikað yfir orðið í M2 og þess
vegna er það ekki í ffumútgáfunni (bls. xvii). Það er greinilegt að Bjöm hefur viljað að
orðið væri með í bókinni svo að það hefði með réttu átt að bæta því við f annarri útgáfú
nema því aðeins að orðabókarmenn geti sýnt frarn á að oiðið eigi alls ekki heima í
bókinni en það er ekki gert í innganginum.
Fyrir utan ábendingar Jóns Helgasonarhefur útgefandi leiðrétt allar auðsæjarprent-
villur og misskilning í útgáfunni ffá 1814 og er ekki nema gott eitt um það að segja en
hann tekur þó ekkert dæmi til að sýna hvers konar villur er um að ræða (bls. xvii).
Eins og áður segir em maigar athugasemdir og leiðréttingar eftir Rasmus Rask í
eintaki hans. Útgefandi segist hafa borið þær saman við útgáfúna og lagfært sem talið
var skipta máli, en tekur ekki dæmi; hann segist líka hafa sleppt möigum skýringum
Rasmusar Rasks og lagfæringum í dönsku þýðingunni (bls. xviii). Hann segir að
RasmusRaskleiðréttiyiiíso. leita, enþaðstendurLeyta íútgáfunnioggefurí skyn
að það sé óþarfi að fara eftir þessu þar sem við Leyta sé vísað til Leita sem sé á sfnum
stað. Þegar flett er upp á þessum sagnorðum kemur í ljós að við Leita er engin skýring,
aðeins vísað til Leyta. So. Leyta er skýrð (í merkingunni ‘leita’) og einnig í nokkmm
orðasamböndum, t.d. Leyta vinfengis, en engin tilvísun er þar sjáanleg til Leita. Hins
vegar er skiljanleg sú ákvörðun útgefanda að láta ógert að leiðréttayíií leyta vegna
þess að þá hefði hann orðið að leiðrétta allar „ufsilon-villur" bókarinnar og við það
hefði orðaröð víða breyst og þá hefði verið stutt í þá ákvörðun að prenta bókina með
núgildandi stafsetningu.
Útgefandi segir að hann hafi brey tt ýmsu ffá útgáfunni eftir samanburð við handritin,
sérstaklega Ml, enda sé þá oftast um prentvillur eða misskilning fyrri útgefenda að
ræða og rekur nokkur dæmi (bls. xx-xxi); sumar af villunum em reyndar í M2 svo að
ekki er alltaf við Rasmus Rask og félaga að sakast. Dæmi um leiðréttingar af þessu
tagi em Slægia (Ml) fyrir Slægi (M2 og útgáfan) og virðast þær allar vera sjálfsagðar.
Hins vegar er ekki alltaf ljóst hvort villumar er einungis að finna í útgáfúnni eða bæði
í henni og M2. Útgefandi nefnir einnig að víða sé misræmi í kyngreiningu nafnoiða í
útgáfúnni en samanburður við handrit sýni að oftast er um prentvillu að ræða sem hann
leiðréttir hiklaust (bls. xxi); hann tekur þó ffam að engu sé breytt þótt gmnsamlegt
teljist nema samanbuiður staðfesti.