Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 252
250
Ritdómur
Á bls. xxi-xxiii telur útgefandi upp nokkur atriði sem honum finnst ástæða til að gera
athugasemdir við.Erþarumaðræða sitthvað sem orkar tvímælis í frumútgáfunni; sem
dæmi má nefha að vísað er til orðsins vangr við Vengi en svo vantar vangr í bókina.
Það er hins vegar að finna í M1 og hefiir eflaust dottið út óvart í M2 (eða við prentun) og
bætir útgefandi því við. Hins vegar orkar tvímælis hjá útgefanda að láta orðið hrökkáll
standa á tveimur stöðum óbreytt, þ.e. Hrockáll og Hröck-áll (það er vísað til þess
fyrra við það síðara), en í M1 er það á það tveimur stöðum en í bæði skiptin skrifað
með ö. Þama hefði komið til álita að fella út Hrockáll en láta skýringu þess fylgja
Hröck-áll.
Útgefandi segist ekki hafa hróflað við staffófsröðinni þótt hún sé ekki alltaf fylli-
lega rétt, enda muni oftast litlu og orðin finnist ábyggilega fljótt; dæmi um þetta er
Hrokaskapr sem er haft á undan Hrokafullr, en þau em svo bæði á undan so. Hroka.
Ósamræmi er þó í þessu vegna þess að útgefandi sér ástæðu til að flytja til tvö orð,
enda séu þau vandfundin vegna þess að þau em víðs fjarri réttum stað í ffumútgáfúnni
(bls. xxiii).
Útgefandi nefnir einnig að Rasmus Rask og félagar hafi stundum breytt stafsemingu
Bjöms til hins verra, t.d. sett y f stað i í Vestfyrdir, en Bjöm stafsetur þetta orð með
i bæði í M1 og M2 (bls. xxiv). Þetta lætur útgefandi kyirt liggja, en það er vissulega
álitamál.
Hér hefúr verið fjallað um lagfæringar, leiðréttingar og athugasemdir útgefanda við
frumútgáfúna vegna endurútgáfúnnar. Það er ætíð álitamál hvað á að ganga langt í
leiðréttingum, sérstaklega þegar ætlast er til að notandi fái þá tilfinningu að hann sé
með upphaflegt veric höfundar í höndunum eða því sem næst, og verður sennilega seint
hægt að gera öllum til hæfis í þeim efhurn. Miðað við stærð bókarinnar er um fá atriði
að ræða og engin alvarleg en samt sem áður er visst ósamræmi í leiðréttingunum.
7. Samanburður við ritmálsskrá OH
Friðrik Magnússon ritar hluta af innganginum að orðabók Bjöms Halldórssonar
(bls. xxxi-xlvi) og gerir þar grein fyrir athugunum sem hann hefúr gert á orðaforða
bókarinnar. Friðrik gerir fyrst grein fyrir þeim lagfæringum sem hann varð að gera á
oiðabókinni til þess að geta látið tölvu bera hana saman við ritmálsskrá OH, td. varð
hann að færa stafsetningu flettiorðanna til nútíðarhorfs og bæta inn upplýsingum um
orðflokk o.fl. (bls. xxxi-xxxiv). Ekki verðurannað séð en skynsamlegasé að öllu staðið.
Samanburðurinn var einungis formlegs eðlis en 87% af flettiorðum í orðabók Bjöms
fúndust í ritmálsskránni (bls. xxxiv) sem bendir fastlega til að orðafoiði bókarinnar sé
fyrst og fiemst mál 18. aldar manna eins og áður hefur verið getið, en vegna OH hafa
einungis verið orðtekin rit firá 1540 og síðar.
Friðrik gerir síðan grein fyrir þeim 13% sem eftir em (bls. xxxvi-xli) og skiptir þeim
í þijá flokka. f fyrsta lagi orð sem ætla má að séu í ritmálsskránni þótt tölvan hafi ekki
fundið þau, en algengt er að lýsingarhættir séu sérstök flettiorð hjá Bimi, t.d. Vöknadr,
en í ritmálsskránni er þá oftast að finna undir viðkomandi sögn. í öðm lagi em nokkur
orð af eðlilegum ástæðum ekki í ritmálsskránni, t.d. Ofaná og Tveggiahestavagn,
vegna þess að þau em stafsett sem tvö eða fleiri orð nú til dags. í þriðja lagi gerir