Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Qupperneq 253
Ritdómur
251
Friðrik grein fyrir þeim flettíorðum í orðabók Bjöms sem finnast ekki í ritmálsskránni.
Þar er um að ræða orð úr fomu máli sem eðlilegt er að vantí f ritmálsskrá OH, svo
sem Brand-krossóttr, en líka orð sem er að finna í öðmm orðabókum, td. orðabók
Guðmundar Andréssonar. Nokkuð möig orð fundust í sérsöfhum OH, Ld. komin úr
orðabókarhandrití þess stórmerka ffæðimanns Jóns Ólafssonar úr Grunnavík; má þar
nefna orð eins og Horklessa. En þrátt fyrir leit fundust ekki 1.235 flettíorð úr orðabók
Bjöms í þessum heimildum. Mörg þeirra em margsamsett, svo sem Sætabrauds-hátid
og Lángömmu-módur-bródir.en önnurhefjast á forskeytinu 6-, svo sem Óþybbinn,
og enn önnur em til sem samstofna orð í öðmm orðflokki, svo sem Blýsmidr, sbr.
blýsmiðja. Eðlilegt er að mörg orð af þessu tagi vanti í ritmálsskrána. Eftír stendur
samt að nokkuð mörg flettíorð hjá Bimi er ekki að finna í ritmálsskránni eða sérsöfhum
OH en ættu þá samkvæmt þessu að fara í seðlasafh OH.
Friðrik fjallar þessu næst um hugsanlegar fyrirmyndir Bjöms, t.d. orðabók Jóns
Ámasonar Nucleus latinitatis frá 1738 en Friðrik telur ýmislegt benda sterklega til
áhrifa þaðan á Bjöm (bls. xlii). Friðrik rekur einnig hvemig áhugi Bjöms á jarðrækt og
búsýslu almennt kemur ffam í orðabók hans, en möig flettiorðanna em af þeim sviðum,
svo sem Negul-tré (bls. xlii-xliv). Að lokum rekur Friðrik áhrif orðabókar Bjöms á
seinni tíma orðabækur, td. orðabók Gunnlaugs Oddssonar (1819), og hve mikil not
Sigfús Blöndal (íslensk-dönsk oröabók 1920-1924) og Ásgeir Blöndal Magnússon
(íslensk orösifjabók 1989) hafa haft af henni (bls. xliv-xlv).
í heildina séð er greinaigerð Friðriks stutt og laggóð en fyrst og ffemst ffóðleg en
hún er þó eingöngu um hina formlegu hlið orðaforðans. Hér að ffaman vom rakin
nokkur atriði varðandi orðaforðann sem gott hefði verið að fá að vita en þar sem
Friðrik gerir einungis vélrænan samanburð þá flokkast það varla undir hans verkahring
að svara öllum spumingunum sem var vaipað ffam. Þó saknar lesandi þess að hann
skuli ekki vinsa úr og gera grein fyrir viðbótum Rasmusar Rasks og félaga, sem minnst
hefur verið á og em merktar sérstaklega, en þær gætu hugsanlega skýrt þann hluta
orðaforðans sem fannst ekki í ritmálsskránni vegna þess að sumar em úr fommáli og
aðrar em erlend orð sem ekki er vfst að hafi verið notuð mikið í málinu. Tekið skal
ffam að þetta er einungis tilgáta, en greinaigerð um þessar viðbætur hefði verið vel
þegin.
8. Lokaorð
Hér að ffaman hefur verið fjallað um útgáfú OH á Orðabók Bjöms Halldórssonar
og fundið að ýmsu, sérstaklega léttvægri umfjöllun um handrit, en það breytir því ekki
að Lexicon Islandico - Latino - Danicum Biörnonis Haldorsonii ffá 1814 er s tórmerk
heimild um orðaforða og daglegt mál 18. aldar. Þess vegna er það gott ffamtak hjá
Orðabók Háskólans að gefa hana út að nýju. Bókin á skilið að fá umhyggjusamlega
endurútgáfu sem hefur tekistbærilega þrátt fyrir aðfinnslumarhérað ffaman. Minningu
prófastsins í Sauðlauksdal, Bjöms Halldórssonar, er haldið vel á loftí með þessari útgáfu
eins og hann á fyllilega skilið. En ffóðleiksfús lesandi hafði búist við mun ýtarlegri
inngangi og þess vegna var hér drepið á ýmis atriði sem heföu getað gert þessa útgáfu
enn betri.