Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 261
s
Frá Islenska málfræðifélaginu
Skýrsla um starfsemi Islenska málfrceðifélagsins
starfsárið 1991-1992
Á aðalfundi íslenska málfræðifélagsins 28. nóvember 1991 var kosin ný stjóm
félagsins. Eftirtalin hlutu kosningu: Maigrét Jónsdóttir formaður, Magnús Snædal rit-
ari, Gunnlaugur Ingólfsson gjaldkeri og Guðvarður Már Gunnlaugsson meðstjómandi.
Halldór Ármann Sigurðsson var endurkosinn ritstjóri tímarits félagsins, íslenskt mál
og almenn málfrœði, og átti hann jafnframt sæti í stjóm félagsins. Varamenn f stjóm
vom kosnir Aðalsteinn Eyþórsson og Friðrik Magnússon og endurskoðendur Kristín
Bjamadóttir og Þómnn Blöndal. Sú breyting varð á frá fyrri stjóm að Friðrik Magnús-
son, sem áður átti sæti í aðalstjóm, varð nú varamaður og tók þar sæti Bjöms Þórs
Svavarssonar. Haldnir vom sex stjómarfundir á árinu.
Þrír opinberir fyrirlestrar vom haldnir á vegum félagsins á starfsárinu. 28. aprfl
talaði Veturiiði Óskarsson og nefndist fyrirlesmrinn íðorð og aðferðir í tökuorðarann-
sóknum. 8. október talaði Rune Palm, rúnafræðingur frá Svíþjóð, um rúnir og nefndist
fyrirlesturinn Ek veit einn at aldri deyr. Þess skal getið að þessi fyrirlestur var hald-
inn í samvinnu heimspekideildar Háskóla íslands og félagsins. 26. nóvember talaði
Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki, og nefndist fyrirlestur hans Nýmœlafrœði.
Allir fyrirlestramir vom vel sóttir og umræður líflegar. Félagið efndi einnig til fimm
kvöldfunda í Skólabæ. 13. febrúar ræddi Baldur Sigurðsson um „sögulega rökvísi í
íslenskri stafsetningu og kennslu hennari*. 27. febrúar var haldinn fundur í samvinnu
við Orðmennt, félags um orðabókaigerð. Þar kynntu starfsmenn Orðabókar Háskóla
íslands nýútkomnar bækur stofnunarinnar. Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Ulfarsdóttir
sögðu frá bók Gunnlaugs Oddssonar, Orðabók sem inniheldur flest fágœt, framandi og
vandskilin orð er verðafyrir í dönskum bókum (í ritröðinni Orðfræðirit fyrri alda), og
Jöigen Pind og Stefán Briem kynntu íslenska orðtíðnibók. 13. mars talaði Guðvarður
Már Gunnlaugsson um málffæði og handritafræði og tengsl þeirra. 15. október ræddu
Sigurður Jónsson og Veturliði Óskarsson um störf sín sem málfarsráðgjafar við fjöl-
miðla. 12. nóvembertalaði Eiríkur Rögnvaldssonum „orðaröð í sagnliðnum í íslensku
máli að fomu“. Fundimir vom fjölmennir og þóttu takast vel í hvívetna.
í samvinnu íslenska málfræðifélagsins, Orðmenntar, félags um orðabókaigeið, og
Samtaka móðurmálskennara var efnt til ráðstefnu um Orðabœkur og máluppeldi og
var hún haldin 4. apríl. Fyrirlesarar vom Guðrún Ingólfsdóttir, Jón Skaptason, Jöigen
Pind, Magnús Snædal, Mörður Ámason, Sigurður Konráðsson, Svavar Sigmundsson
og Véný Lúðvíksdóttir. Ráðstefnan var vel sótt og þótti takast hið besta.