Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Síða 238
236
Ritdómar
umritun á borð við (það) að komafram eða (það) að X tók til máls. Eins og gefur að
skilja nýtast þessar upplýsingar fyrst og fremst rússneskumælandi notendum.
3. íslensk jafnheiti, þýðingar, umritanir o.þ.h.
Almennt er óhætt að segja að þýðingar í RÍO séu vandaðar og ljóst að HH hefur lagt
mikla vinnu í þann verkþátt. í mörgum tilvikum er vitaskuld ógemingur að þýða beint
svo viðunandi sé, en þar kemur að góðum notum sá fjöldi notkunardæma sem RÍO
gefur. Þetta á ekki síst við um smáorð og agnir á borð við Begb, sem HH þýðir meðal
annars sem ‘sko’, ‘reyndar’, ‘jú’, ‘örugglega’, ‘enda' og ‘nefnilega, sjáðu til’. Þótt
slíkar þýðingar gefi notanda lauslega hugmynd um hlutverk agnarinnar Begb, þá er
mun meira gagn að þeim notkunardæmum þar sem orðið kemur fyrir í eðlilegu sam-
hengi. Þar er „merkingu“ Begb oft komið til skila með öðrum eða óbeinum hætti —
s.s. í ‘já en ég er ekkert að bera á móti því’ (Begb h He cnópio), þar sem ekki aðeins
já en... heldur einnig notkun ekkert (í stað ekki) kemur þeim blæbrigðum til skila sem
Begb gefur rússnesku setningunni.
Það er í þýðingu notkunardæma og fastra orðasambanda sem HH fer helst á kost-
um í RÍO. Þau eru yfirleitt þýdd á afar lipran og eðlilegan hátt og þannig að stflblær
fær að halda sér. Nefna má örfá dæmi um þetta. Lýsingarorðið MnpoBÓú er m.a. þýtt
sem ‘óborganlegur’ og ‘(alveg) miljón’ (hið síðara í notkunardæmi þar sem rætt er um
kvikmynd). Undir npo3«6áTb ‘lifa innantómu lífi, tóra, skrimta’ er dæmið npo3H6áxfa
3a rpaHHpeú þýtt sem ‘hírast í útlöndum’. Sambandið c MjiagéHnecKHX jieT er þýtt
sem ‘frá blautu bamsbeini’ (undir MJiafléHHecKHÍí ‘(ung)bama//, (smá)bams//’). í
flettigreininni við nopór ‘þröskuldur’ er sambandið 3HMá Ha nopóre þýtt ‘vetur(inn)
er að ganga í garð’ (bókstaflega „veturinn er á þröskuldinum").
f mörgum tilvikum svarar merking og/eða notkun íslenska orðsins eða orðasam-
bandsins ekki fullkomlega til þess rússneska. í þeim tilvikum notar HH ‘«’ á undan
íslensku þýðingunni til að sýna að hún sé á einn eða annan hátt ónákvæm, þ.e. teljist
ekki vera fullgilt jafnheiti. Þannig er t.d. pacnýrapa þýtt sem ‘= ófærð’ og sú merk-
ing síðan útskýrð nánar með „vegna bleytu, einkum vor og haust“ innan sviga (enda
á íslenska orðið ófœrð yfirleitt við snjóþyngsli). í þýðingum máltækja o.þ.h. reynir
HH oftast að finna íslenskt orðtak sem svarar því sem næst til hins rússneska. Undir
jieTá þýðir hann t.d. CKÓJibKO jieT, CKÓJibKO 3hm! (bókstaflega „hve mörg ár, hve
margir vetur!“) með ‘= það er stund síðan við höfum sést! ’ og ‘= það eru sjaldséðir
hvítir hrafiiar! ’ — eflaust hefði líka mátt láta ‘langt síðan síðast’ fljóta með í þessu til-
viki. Málsháttinn Ha MHpý h CMepra KpacHá (sem útleggst „í félagsskap er jafnvel
dauðinn fagur“ eða því sem næst) þýðir HH með ‘= sætt er sameiginlegt skipbrot’.
f mörgum tilvikum gerir HH reyndar hvort tveggja, gefur lauslega þýðingu eða
umritun og finnur auk þess íslenskt máltæki með svipað inntak. Þannig er málshætt-
inum 3a gByMH 3áúpaMH norÓHHmbcn, hh ogHoró He noiÍMáeiub (undir 3ánu ‘héri’)
fyrst snarað með ‘«sá sem eltir tvo héra missir báða»’ en síðan er gefið upp ‘= betri
er einn fugl í hendi en tveir í skógi’. f sömu flettigrein er einnig að finna orðtakið
oflHHM BbícTpejioM flByx 3áúucB yðÚTb (bókstaflega „drepa tvo héra með einu skoti“),