Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 7

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 7
6 menn hefðu tíma og tækifæri til að fara nákvæmlega í öll þau atriði, sem þar geta komið til umræðu. En nokkur atriði má þó benda á í blaða- greinum, og væti vonandi að þeir, sem unna biblíunni, Ijetu ekki slík tækifæri ónotuð, bæði til þess að hvetja fólk til þess að kynna sjer biblíuna og tii þess að láta í ijósi þakklæti sitt fyrir það, sem vel er gert, og óánægju sína yflr hinu, sem áfátt kann að vera. Islendingar get.a ekki búist við að fá oft nýja biblíuþýðingu á 4 ára fresti (eins og 1908 og 1912). Vjer verðum sjálfsagt alllangan tíma að búa að þessari síðustu biblíuþýðingu og þeirri vasaútgáfu biblíunnar, senr nú er verið að prenta. En það ber vel að vanda, sem lengi á að standa, og því var sann- arlega ástæða til að ræða þessa síð- ustu þýðingu bæði í blöðunum og á prestafundum áður en farið var að prenta vasaútgáfuna. Enda hefði sjálf- sagt verið gefið tóm til þess, ef þýð- endunum hefði ekki verið fullkunnugt um tómlæti presta og safnaða í þess- um efnum, og hefur þeim því ekki þótt ástæða til að vera að bíða eftir þeim fáu, sem láta sér biblíuþýðing- ar nokkru skifta, heldur létu sér vel líka, að byrjað væri á prentun vasa- útgáfunnar jafnskjótt og hin væri fullprentuð, og það áður en þorri

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.