Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 10

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 10
8 viðast hvar nú en var í þýðingu nýja testamentisins 1906. Það þótti raunar sumum mönnum goðgá þá, að nokkur skyldi flnna að þeirri þýðingu, en n ú munu þýð- endurnir sjálfir manna fúsastir til að kannast við, hvað sú þýðing hafi verið ófullkomin að ýmsu leyti. Það má sannarlega segja margt gott um alúð og kostgæfni þýðend- anna við þetta vandaverk, — því að sjálfstæð biblíuþýðing úr frummálinu er miklu meira vandaverk en flestir, sem ekkert hafa við það fengist, geta gert sjer í hugarlund. En þrátt fyrir það, blandast mjer ekki hugur um, að skiftar skoðanir hljóti að verða um ýmislegt í þessari nýjustu þýðingu nýja testamentisins, og biskup vor ætti að virða presta- stjett landsins svo mikils, að hann gæfl henni kost á að ræða um þýð- inguna á prestafundum, áöur en vasa- útgáfan er prentuð, því að vitanlega verður það hún, sem nær mestri út- breiðslu og helst verður lesin. Jeg skal svo minnast hjer á nokk- ur atriði, sem jeg býst við að eink- um hljóti að valda ágreiningi. II. Eitt af því, sem hver aðgætinn lesari mun fyrst furða sig á, er hann les nýja testamentið í þessari siðustu

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.