Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 16

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 16
14 mikil áhrif í endurskoðunarnefQdinni miklu, sem starfaði 14 eða 15 ár að endurskoðun ensku biblíunnar (1870 —1884). En sínum augum lítur hver á silfrið. Líklega hefur aldrei verið eins miklum kröftum varið til neinn- ar biblíuþýðingar og þessar ensku þýðingar, sem var fullprentuð 1885, en þó mætti hún mikilli mótspyrnu, og er ekki viðurkend eða löggilt enn þá með Bretum, og verður það ef tii vill aldrei, einmitt af því að biblíu- vinum þótti sem endurskoðendur hefðu verið of breytingagjarnir í nýja- testamentis þýðingunni, slept ýmsu og vefengt ritvissu margra greina með athugasemdum að þarflitlu, alt af því að þeir hefðu fulltreyst texta- ransóknum þeirra W. og H. um skör íram. Urðu um það miklar ritdeilur, og rjeðist þá einkum dr. J. W. Burgon (t 1888), nafnkunnur enskur guðfræðingur, gegn endurskoðuninni og textaransóknaraðferð þeirra W. og H. (sbr. The Revision revised 1883, og fleiri bækur eftir dr Burgon). Hann fullyrti að vanalegi gríski textinn af nýjatestamentinu (textus receptus) væri miklu áreiðanlegri eða frumlegri en texta-kritikin Ijeti al- ment í veðri vaka; hafði hann áður varið 8 árum til að bera „textus receptus" saman við 5 elstu hand- ritin af nýjatestamentinu.

x

Nýtt og gamalt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.