Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 17

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 17
15 W. og H. fóru aðallega eftir 2 elstu grísku handritum af nýjatestamentinu, sem kunn eru, bæði frá 4. öld; og köliuð eru „Códex Vaticanus" og „Sinaitícus", einkum eftir því fyr- nefnda, en þar eru fjöldamargar úr- fellingar og breytingar frá gríska textanum aigenga. Ýmsir visinda- menn1) og þá dr. Burgon fremstur í flokki fuilyrtu að aldur þessara hand- rita væri engin sönnun fyrir frumleik þeirra, hitt væri alveg eins líklegt að þau hefðu geymst öðrum hand- riturn betur af því að þau hefðu þótt öðrum lakari. og þvi verið not- uð miklu minna og þá alt af verið að lagfæra þau. — Sínaí-handritið var t. d. lagfært 10 sinnum fyrir byrjun 13. aldar. — Sömuleiðis væru til miklu eldri textaheimildir en þessi hp.ndrit, þar sem væru ýmsar þýðing- ar, tilvitnanir hjá kirkjufeðrum og pistlar og guðspjöli kirknanna, og þær heimildir styddu margoft algenga testann gegn þessum handritum. Dr. Burgon þótti vitanlega alt of íhaldssamur hjá breytingagjörnum fræðimönnum, en óvíst er enn um málalokin. G. Salmon (ý 1904), guðfræðisprófessor og háskólarektor i) t. d. F. L. Godet (•[• igoo), prófessor ( Neuchatel í Sviss, og Scrivener (•[• 1891) frægur textaransóknari ensluir, sat í end- urskoðunarnefndinni, en var í niinni hluta þar.

x

Nýtt og gamalt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.