Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 20

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 20
18 W. og H. þessum sömu orðum (á mig) úr orðum Jesú hjá Jóh. 6. 47. — Jesús er þar nú látinn segja: „Sá, sem trúir, hefur eilíft líf“. Úrfellingu þessa styðja 2 elstu handritin grísku, sem fyr eru nefnd, og 2 önnur, annað frá 5. og hitt frá 8. öld, en öli önnur eldri og yngri handrit, elstu þýðingar og margir kirkjufeður styðja hitt, að Kristur hafi þá sem oft endranær, sagt: „Sá, sem trúir á mig, hefur eilíft líf“ (Sbr. Godet: Jóh. Evangelíum II. b. 420, bls. Kbh). Mjer datt fyrst í hug, þegar jeg sá þessa úrfellingu, sem raunar er líka í þýðingunni frá 1908: Nú tek- ur einhver þessa setningu út úr öllu sambandi og „sannar" með henni að setningin fræga: „Hver verður sæll við sína trú“, sje byggð á þesp- urn orðum, og sje þannig komin frá Jesú sjálfum. — Ef svo væri, þá þyrfti engan að furða, þótt prófessor Jón Helgason skrifl í Kristnisögu sinni (33. bls.): „Nýtt trúarfjelag hefur Jesús ekki haft í hyggju að stofna, heldur hefur hann viljað koma á fót nýjum sáttmála millum Guðs ogmanna". — Og litlu síðar: „Yfirhöfuð að tala hefur hann engar ráðstafanir gert að því er snertir framtíð lærisveina sinna á jörðunni". Þeir hafa þó ekki slept Matt. 28.

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.