Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 24

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 24
22 Þýðingin frá 1906 eða 1908 er þar nákvæm eftir grískunni, svo að hver lesandi getur sjálfur fundið muninn með því að bera saman þetta brjef í n. testam. frá 1906 og í þessari siðustu þýðingu. Rúmsins vegna er ómögulegt að fara verulega út í þann samanburð hjer. Aðeins má geta þess, að í 9. og 10. versi I. kapítula er 10 orðum fleira í þýðingunni frá 1912 en frá 1906, — í 2. kap. 13. v. er 9 orðum fleira'), — i 4. kap. 7. v. er 6 orðum fleira o. s. frv. Byrjunin á 2. kapítula: „En :svo jeg snúi mjer aftur að yður“, er al- veg frumsamin hjá þýðendunum, og á líklega að vera til viðhafnar, líkt og þegar ræðumenn bæta inn í: „Háttvirtu tilheyrendur!" Sumir hugsa sjálfsagt onn 1 dag, að þess háttar geri lítið til, eiijs og skrifararnir forðum daga, sem voru „að laga“ textann hingað og þangað *) í n. testam. 1906 stendur orðrjett þýtt: „En nú, í Kristi Jesú eruð þjer, seni áður voruð í fjarlægð, nálægir orðnir í blóði Krists". En ( þessari þýðingu: „Nú þar á móti, síðan er þjer bunduð banda- lag við Krist Jesúm, nú eruð þjer, sem einu sinni voruð fjarlægir, nálægir orðnir fyrir blóð hins Smurða". — Þessi skýring, því að bein þýðing er það ekki, er ekkert fyrirtak. Á hinn bóginn hefði ekki veitt af að útskýra hvað þeir eigi við með heimsvættunum, sem þeir tala pm í Gal. 4. 3. og Kól. 2. 8. 20.

x

Nýtt og gamalt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.