Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 31

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 31
29 vissu þessara orða. Um þau tala t. d. Hegesippus (um 180 e. Kr.) Ireneus, Órigenes (182—254) Ambró- síus (340—397) 11 sinnum, Híeró- nýmus (345—420) 12 sinnum, Agúst- ínus (354—430) 60 sinnum, o. s. frv. „Það er nærri ótrúlegt" segir dr. Scrivener, er hann hefur gert grein fyrir ritvissu þessara orða, „að lærðir menn skuli geta gengið fram hjá öðrum eins vitnafjölda". — (með því að vefengja ritvissu þeirra samt) — „Sú stefna, sem hefur aðrar eins afleiðingar, dæmir sjálfa sig"1). Enn minni ástæða er til að setja þessar neðanmáls vefengingar um komu Pjeturs að gröf Krists í Lúkas 24. 12. Öll elstu og merkustu grísk handrit nýjatestamentisins hafa það vers nema eitt, „Codex Bezae“, sem annars er hvorki elst nje merkast eins og áður er sagt, allar fornar þýðingar hafa það nema einar 5 latneskar, og enginn kirkjufeðianna vefengir það, en margir minnast á það, sem áreiðanlegt. Hjer um bil það sama má segja um 40. versið: „Og er hann hafði þetta mælt sýndi hann þeim hendur sínar og fætur“, í samakapitula. Allar bestu og elstu heimildir hafa það nema „Codex Bezae“ og þessar sömu 5 lat- nesku þýðingar — og ein sýrlensk 1) Sbr. Facklan 38. bls. 1911.

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.