Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 35

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 35
33 Annars koma sjer mjög illa hjá öllum, sein þurfa eða óska að læra einhverjar setningar úr bibliunni, hvað orðabreytingarnar eru margar fram og aftur og aftur og fram i hverri nýrri útgáfu nýja testamentisins að undanförnu. Það er t. d. enginn smáræðis orðamunur á n. testam. frá 1906, sem farið er að fá töluverða útbreiðslu, og i n. testam. frá 1912. Svo verða líklega nokkrar nýjar breyt- ingar enn í nýja testamentinu frá 1914 (vasaútgáfunni). Og hver veit hvað stutt sú þýðing kann að full- nægja „kröfum tímans" ? 2) (bís. 26). Ef nokkur skyldi ef- ast um, að þet.ta sje rjettmæt að- finning hjá mjer, þarf hann jafnvel ekki annað en iíta á efnisyfirlitið í einhverri, segjum þýskri, textafræði v „die Handschriften" (handritin grísku) eru þar jafnan alveg greind frá „die tíbersetzungen" (þýðingunum). Forn- ar heimiidir eru rjettu orðin um hvorartveggju. 3) (bls. 26). Það ætii að vera sæmilega augljóst, hvað varasamt er að treysta vitnisburði Codex D (Cam- bridge-handritinu) gegn frumleik þess- ara og annaraorða í Lúkasar-guðspjalli, þegar þess er gætt, að í þremur síðustu kapítulum Lúkasar-guðspjalls sleppir þetta handrit (samanborið við almenna textann) 354 orðum og af þeim eru 260 orð sem h v e r g i

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.