Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 42

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 42
40 í dag hefi jeg getið þig“. Já, „aðrir leshættir" eru svo margir, að þeir kæmust. ekki neðanmáls, þótt aðal- textinn væri ekki nema á hálfri blað- siðu, en annað mál er, hvort skyn- samlegt væri að prenta þá atla í alþýðu útgálu ritningarinnar, og jafn- fráleitt virðist mjer, að benda sjer- staklega á þá leshætti, sem valdið geta frábrigðilegum skoðunum og trúmáladeitum, n e m a þeir hafi við nokkurn veginn jafngóð eða betri rök að styðjast og aimennir leshættir, en því fer fjarri að svo sje um þenna leshátt. Codex D er e i n a gríska handritið, sem hefir hann og í forn- um þýðingum er hann, hvergi nema í nokkrum latneskum (merktar a, b, c, ff1,1 og í textafi æði), nokkrir kirkju- feður á 2. og 3. öld kannast og við hann, og meðal þeirra er Alexandríu- Klemens, sem virðist hafa hann frá guðspjalli Ebjónita, gyðinglegra villu- trúarmanna, er höfnuðu guðdómi Krists og eru venjulega taldir með Gnóstíkum. — En þeir eru meðal annars þektir að því, að falsa orð ritningarinnar til stuðnings kreddum sínum; og þær færu að verða dálítið einkennilegar neðanmálsgreinar biblí- unnar, ef þar væru taldir allir þ e i rr a „leshættir“. Öll merk og ómerk grísk handrit guðspjallanna (nema D) eru gagnstæð þessum leshætti, sömuleiðis þýðingar

x

Nýtt og gamalt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.