Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 44

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Síða 44
42 bls. 265. Allir telja þeir hann hiklaust rangan. Synir og börn. Eins og allir munu kannast við, sem lesið hafa nýja testamentið á írummálinu, er orðið sonur (viog) stundum notað einkum í fleirtölu, til að tákna þá (menn og konur) sem sjeu andlega skyld einhverju tilgreindu, og hefir það þá verið þýtt á vora tungu með orðinu börn („börn heimsins", „börn ljóssins", „börn Guðs“). En í síðustu biblíuþýðingunni er það ýmist þýtt börn („börn heimsins", „börn ijóss- ins“ Lúk. 16. 8.) eða s y n i r („synir Guðs“ t. d. Matt. 5. 9. Rómv. 8. 14., og víðar), þar sem þó er bersýnilegt, að jafnt er átt við konur og karla. En jafnframt, þessu sýnir þýðingin ekki á ýmsum mikilvægum stöðum í n. testam., að ákveðni greinirinn er með orðinu „sonur“ í frummálinu þar sem það er haft um Jesúm. — Jóhannes skírari heyrir Guð segja við skírn Jesú: „Þessi er sonur* i n n elskulegi" o. s. frv., en í þýð- ingunni stendur: s o n u r (Matt. 3. 17., Mark. 1. 11., Lúk. 3, 22.), svipað er og í frásögunni um ummyndina (Matt. 17. 5. Mark. 9. 7. Lúk. 9. 35) og í svari Pjeturs (Matt. 16. 16. ogvíðar), en aftur halda þýðendurnir greininum sumstaðar t. d. Matt. 11. 27. og 26. 63. Þetta virðist mjer harla aðgæslu- vert atriði; meðal annars vegna þess,

x

Nýtt og gamalt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.