Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 45

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 45
43 að grísku-kunnátta ungu prestanna er á förum, og að búast má við, að þær skoðanir haldi áfrain, að ryðja sjer til rúms, „að Jesús hafi ekki verið „guðs sonur" í annari merk- ingu en aðrir góðir menn“.---------- I bibliuþýðingu verður maður að ætlast til, að farið sje eins nákvæm- lega eftir frumtextanum og málið frekast leyflr, en því meira sem jeg les af brjefunum i þessari síðustu þýðingu, því viðar rek jeg mig á, að svo er e k k i gjört. Skýringar- og viðbótarorð eru þar hópum saman, og margt af því er engan veginn vel valið. Hefl jeg áður minst á það nokkuð (bls. 21—23), en get bætt þessu við: í Rómv. 15. 19. og Gal. 1. 7. er í frummálinu toevangelion tou Iíristou (fagnaðarerindi Krists), sem skilja má bæði um „fagnaðarerindið, sem Kristur flutti" og „fagnaðarerindið um Krist", en þýðendurnir hafa tekið síðari merkinguna eina og segja: fagnaðarerindið um hinn Smurða. — Smáræði er það þó hjá hinu, hvað þeim hættir til, að draga úr orðum Páls, þegar hann táknar lifssamfje- lagið milli Krists og trúaðra manna með því að segja, að þeir sjeu „í Kristi" (en Kristó). Þessi orð (en Kristó) þýða þeir t. d.: „tilheyrandi Kristi" (Gal. 2. 4), „fyrir samfjelagið við Krist" (Gal.

x

Nýtt og gamalt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.