Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 50

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Side 50
48 rangt sagt, því að jeg vil fremur vita rjett en hyggja rangt. Það má líta á textarannsóknir nýja testamentisins frá s ö g u 1 e g u sjónarmiði og spyrja með forn- fræðingum: Hvað er frumlegast? — Það má líta á þær frá „praktisku" sjónarmiði, þar sem hjer er um bók að ræða, sem hefir meiri áhrif á hugsunarhátt almennings en nokk- ur önnur, og spyrja: „Hvað er rjett- ast?“ — Og það má líta á þær frá trúarlegu sjónarmiði og spyrja: „Hvað skrifuðu höfundarnir að tilhlutun Guðs?“ — En alt ber að sama brunni: Sannvísindalegar textarannsóknir eru mikilsverðar, og sjáifsögð skyida atlra lærðra biblíuþýðenda að hagnýta sjer þær með sjalfstæðari dómgreind, en láta hvorki sjertrúarkreddur sínar eða lotningu fyrir einstökum fræði- mönnum ráða öllum úrslitum. íslensku þýðendurnir munu víðast hvar hafa alveg beygt sig fyrir dómi Westcott’s og Horts í þeim efnum, en þoir höfðu að engu textann, sem almennastur hefir verið í kristninni undanfarnar 15 aldir, og ýmist er nefndur „textus receptus" (viðurkendi textinn) eða sýrlenski textinn. Er uú altítt, að stórir og smáir textafræð- ingar feti í fótspor þeirra að þessu leyti, og telji elstu grísku handritin sem til eru frá 4. og 5. öld miklu ábyggilegri, þegar verið er að skera

x

Nýtt og gamalt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.