Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 58

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 58
56 deilt hvort „hlutlausi textinn", sem W. og H. þóttust aðallega finna í Yatíkanska-handritinu, sje annab en Alexandríu texti frá 2. eða 3. öld.-- Tvær fornar heimildir að guð- spjöllunum hafa fundist síðan W. og H. luku sínum rannsóknum. Annað er sýrlensk þýðing af n. t., kend við finnandann, frú Lewis. Fann hún hana í klaustri á Sinaí, og flutti hana til Cambridge 1893. Handritið er talið frá 5. öld, en textinn kann að vera miklu eldri, en mjög ber þar á breytingum Gnóstíka og eru þar meiri úrfellingar en í nokkurri annari þýðingu eða handriti nýja testam. Hitt er grískt handrit af öllum guð- spjöllunum, skrifað á „pergament" frá 4. eða 5. öld, sumir halda jafn- vel að það sé eldra en elstu handrit áður kunn. Það fanst árið 1906 í Akhmin (Panopolis) á Egyptalandi ásamt með fornum handritum af Mósebókum, Jósúabók, Davíðssálmum og Pálsbrófum. Ríkur Ameríkumað- ur, Freer að nafni, var staddur á Egyptalandi og keypti handritið, er það siðan nefnt „Codex Freer", og er nú í þjóðbókasafninu í Washinyton. Árið sem leið var það myndprentað og hefir þegar vakið afarmikia eftirtekt. í heimsbiaðinu „Times“ er svo sagt 13. maí f. á.: Codéx Freer styður ekki eindi egið neinn sérstakan textaflokk, og er að

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.