Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 62

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 62
60 i VI. Trúað gæti jeg því, að einhverjir lesendur mínir hugsi, að sumt af þeim upplýsingum, sem hjer eru skráðar að framan, verði fremur til að veikja en styrkja traust manna á orðum biblíunnar. Og má vera að það verði svo hjá þeim, ef nokkrir eru, sem halda, að í s 1 e n s k a r biblíur hafi verið eða sjeu jafn áreið- anlegar i smáu og stóru, sem eigin- handarrit höfunda bibliunnar. Jeg býst naumast við slíkri skoðun, en sje hún tii, þá er hún röng, er nokkurskonar hjátrú, bygð á fáfræði, og mjer virðist heppilegra, að rjettar upplýsingar um þau efni komi frá mönnum eldri stefnunnar, heldur en frá nýguðfræðingum, sem kunnir eru að mikilli tortrygni gagnvart biblíunni. Trúin getur verið innileg og bless- unarrík þótt almenn þekking bæði í biblíufræðum og öðrum fræðum sje af skornum skamti; það er gömul og ný reynsla meðal allra kristinna þjóða, sem enginn lærdómshroki skyldi gleyma. — En hitt er jafn- satt fyrir þvi, að á fróðleiksþyrstum tímum á barnalega trúin færri varnir gegn árásum og röngum upplýsing- um efasemdamanna og trúleysingja en hin, sem aldrei hikar við að horf- ast í augu við staðreyndir, og aflar sjer sem bestrar þekkingar á mál- efnum þeim, sem hjartað ann.

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.