Reykvíkingur - 26.07.1928, Blaðsíða 6

Reykvíkingur - 26.07.1928, Blaðsíða 6
326 REYKVIKINGUR Hún vill íslending! Ensku blöðin liafa töluvert rætt upp á síðkastið mri ungfrú Gladys Yule, 24 ára gauila dótt- ur sir David Yule, fárríks kaup- rnanns, sem nýlega cr látinn. Hún er erfingi að einhverju hinu rnesta auðsafni í heimi, en hvorki hún né rnóðir hennar hefir nokkru sinni gefið sig að heldra fólki í Englandi. l’ær mæðgur liafa fariö hvað eftir annað í veiði- ferðir norður i óbygðir Kanada og Alaska, og haft aðeins fáa fylgdarmenn með sér. Rær eiga lieiina í höllinni Iiam- stead House, nálægt St. Albans i Ilertfordshire á Englandi og lialda jrar mikið stóð hesta af arabisku kyni. Líka hafa pær |iar dýragarð með dýrum, er pær hafa haft heiiu með sér úr ferðalögum sínum víðsvegar að af hnettinum. IJað er sagt að ungfrú Yule, sem er mjög fríð sýnum, hafi einu sinni sagt við vinkonu sína, að cf hún nokkru sinni giftist, pá yrði það líkleg- ast maður frá Alaska eða ís- landi. ----—— — Hafrannsóknastöð á að setja upp í Lysikil í Svípjóð. Frá Tíbet. Tíbet er norðan við Indlarid óg er Himalajafjallgarðurinn þar á inilli. Landið var áður einn hluti af Kínaveldi, eða kínverskt skattland undir stjórn æðsta prestsins, páfans þar í landi, sem nefndur er Dalai Lama. En eftir að keisarastjórnin í Kína leið undir lok, hefur landið ver- ið í raun og veru sjálfstætt. Árið 1924 lagði rússneskur prófessor, Rúrik (eða Roericb) að nafni, í leiðangur til Tíbet; hafði liann til þess amerískt fé. Um miðjan mánuðinn sein leið kom Rúrik aftur til Indlands frá Tibet, og hafa ýmsar fréttir verið birtar eftir honum í ensk' um blöðum. Er það sem hér fer á eftir útdráttur úr því. Fátækt er afar mikil í Tíbet; svo mikil að margir verða fegn- ir að leggja hræ sér til munns ef þeir eiga kost á því. Um trúarbrögð Tibetsmanna segir Rúrik að þeir séu ekki neina að nafninu til Búddatrúar, í raun og veru séu þeir heið- ingjar, enda flestir prestarnir al- gerlega fáfróðir, einnig um tru- arbrögðin. Vald Dalai Lama sé mikiö að réna, og landstjórarnir í hinum ýmsu landshlutum að verða sjálf-

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.