Reykvíkingur - 26.07.1928, Side 16

Reykvíkingur - 26.07.1928, Side 16
336 BEYKVIKINGUR Þióðsöngur. \>Ó. guð vors lands“ er af ílest- um talinn þjóðsöngur íslendinga, því segja má að „Eldgamla Isa- fold“ sé nú lögð á hilluna. ~ Pað varð annars á einkenni- legan hátt, að „lofsöngur" séra Matthíasar varð að þjóðsöng. Mörgum þótti óviðkunnanlegt að við Islendingar hefðum útlent lag fyrir þjóðsöng, en svo er ,um lagið við „Eldgamla“. En það var ekki úr mörgu að velja í þá daga, ef lagið að vera íslenzkt; það var sem sé ekki nema eitt eiinasta lag, sem um gat verið að rseða, og þann- ig varð lofsöngurinn að þjóðsöng. Pjóðsöngur þarf að vóra þann- ig að hver maður, sem ekki ,er laglaus, geti sungið hann. En þeg- ar á að fara að syngja „ó, guð vors Iands“, þá eTU svo að segja allir laglausir! Þegar útlendingar á milliferðaskípum biðja Islend- inga, sem eru að syngja, að þeir syngi þjóðsöng sinn, þá er alt eíns oft að þeir treysta sér ^kki til þess. En reyni þeir það, $á springa þeir vanalega einu sinni óða tvisvar, áður en mátulega hátt er byrjað! ÞjóðsöngsJag má helzt hvoriki ganga mjög hátt né mjög lágt, til þess að sem flestir eigi hægt um að syngja1 það. Og helzt á það að vera iag sem þægilegt er að ganga eftir. Og kvæðið sem er þjóðsöngur, þarf að einhverju leyti að koma þjóðinni við, sérstaklega. Lofsöng- urinn er fallegur sálmur, en þeg' ar séra Matthías orti hann, datt honum sízt í hug neitt í þjóð- söngs-áttina. Matthías hefur ort minst tíu kvæði, sem hvert um sig gæti verið þjóösöngur, og væri betur ti,l þesp fallið en Iof' sönguriinin. Og svo eru öll hin skáldin, svo það er svo sem iúr nógu að velja. Ó. F. Paris. Pað er alment álitið að Pa,r‘s sé fegursta borg heimsins, og ma það vel vera. Hún hefir að minsta kosti lengi verið Iofuð og prísuð og valin hin fegurstu heiti eins og „ljóssins borg“, „höfuð' borg listanna", „móðir tizkunnar o. s. 'frv., og það eflaust með réttu. Þangað flykkjast árið um kriug hundruð þúsunda af fólh1 úr öllum/ áttum í þeim tilgang' að eyða peningum og skemta sér, þvi hvergi gefst betra tæki' færi til þess heldur en í Pans, sjálfri borg gleðinnar. En mönnum hættir við að

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.