Vera - 01.06.1985, Síða 2

Vera - 01.06.1985, Síða 2
MALGAGN K VENFRELSISBA RÁTTU Nýlega voru stofnuð í Reykjavík samtökin ,,Lífsvon“. í máli forvígismanna þessara samtaka hefur komið skýrt fram að það er m.a. markmið þeirra að berjast fyrir breytingum á nú- gildandi fóstureyðingalöggjöf. Breytingum sem afnemi rétt kvenna til fóstureyðinga af félagslegum ástæðum. Nú er liðinn tæpur kvennaáratugur frá því löggjöfin um fóstureyðingar tók gildi. Var hún sett að lokinni ítarlegri um- ræðu og fjögurra ára umfjöllun ýmissa sérfræðinefnda. Mark- aði hún tvímælalaust spor í þá átt að auka rétt og frelsi kvenna yfir eigin lífi. Áður en nýja löggjöfin tók gildi voru kon- ur ofurseldar nefnd nokkurra einstaklinga í þessum málum. Hafði nefndin í raun og veru líf og örlög fjölda kvenna í hönd- um sínum. Aðeins hluti þeirra sem óskuðu fóstureyðingar hlutu náð fyrir hennar augum. Hinar urðu að láta framkvæma ólöglega fóstureyðingu eða leita til annarra landa. Hvort tveggja kostaði offjár og ólögleg aðgerð ómældar þjáningar að auki. Þeir sem nú berjast gegn fóstureyðingum af félagslegum ástæðum segjast flestir gera það af siðferðilegum ástæðum — mannlegt líf sé heilagt. Verður ekki annað skilið en að þeir vilji hverfa aftur til þess ástands sem var fyrir meira en 10 ár- um. Þá ríkti hins vegar siðferðileg léttúð því annað getur það varla kallast að dæma konur til að ganga með og ala barn þegar þær hafa hvorki vilja né aðstæður til þess. Þessi léttúð skín út úr þeim synjunum sem konur fengu við beiðnum sín- um um fóstureyðingu og sem sagt er frá annars staðar hér í blaðinu. Það á ekki að vera réttur örfárra sérfræðinga að ákvarða konum líf og örlög. Sá réttur er best kominn hjá konum sjálf- um sem verða annað hvort að bera burðinn og ala önn fyrir honum eða ganga í gegnum það hugarstríð sem því fylgir að láta eyða honum. Þeim einum er treystandi til að fara með þennan rétt af alvöru og þekkingu á aðstæðum. Vilji menn hins vegar fækka fóstureyðingum af félagsleg- um ástæðum er nærtækast að bæta lífskjör kvenna og barna. Við verðum fyrst og fremst að berjast fyrir rétti þeirra til betra lífs. Betra líf og barnbetra samfélag er lífsvon okkar allra. — isg. 4/1985 — 4. árg. Útgefendur: Kvennaframboöiö í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Simar22188, 21500, 13725 í VERU núna: 3 Þær föngulegu kveða sér hljóðs 4—6 Konur eru kjölfestan. . . Viötal viö Grænlenskar konur 7 Skrafskjóðan Sonja B. Jónsdóttir skrafar 8—9 Um vorið. . . . . . og safnhauga 10—11 Konur og ,,bisness“ 12—14 Astrid Lindgren Viðtal 15—19 Lífsvon Um fóstureyðingar 20—21 Ljóð 22—24 Samtaliö endalausa Nanna Ólafsdóttir segir frá 25—28 Þingmál 29—32 Borgarmál 33 Leiklist 34 Myndlist 35—36 Um bækur Mynd á forsíðu: Ásdís Sigurþórsdóttir Ásdís stundaöi nám við Myndlista- og handíöaskóla islands veturna 1974—1976 og 1978—1980, brautskráð- ist úr grafikdeild skólans. Hefur unnið viö sáldþrykk á eigin verkstæði síðan vorið 1981. Hélt fyrstu einkasýningu I Gallerí Langbrók, Reykjavik 1982 og Galleri Borg 1985. Ritnefnd: Gyða Gunnarsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Helga Thorberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Guðrún Kristmundsdóttir Maqdalena Schram Útlit: Gyöa, Stína, Helga, Kicki Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar Auglysingar og dreifing: Hólmfríður Árnadóttir Ábyrgð: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Sólnaþrent ATH. Greinar I VERU eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endi- lega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.