Vera - 01.06.1985, Qupperneq 10

Vera - 01.06.1985, Qupperneq 10
Ljósmynd: M. Andersson ,,Konur eru betur fallnar en karlar til að stofna eigið fyrirtæki, konum er framtaks- semi og hagsýni í blóð borin". Svo mælir sænsk kona, Eva nokkur Sternberg. Hún ferð- ast um Svíþjóð og heldur fyr- irlestra til að kenna konum að „stofna eigið. . .“ Kvennahreyfing morgun- dagsins, spurði ég sjálfa mig er ég las viðtal við hana í blaðinu í dag? Eða kannski bara sú fyrsta til að klæða í orð mark- mið hreyfingar sem þegar er orðin til, farin að starfa leynt og Ijóst — með góðum meðbyr — hvort sem okkur líkar betur eða verr? Hún varð mér ærið um- hugsunarefni. Hvert er eigin- lega markmið baráttunnar? Þetta finnst mér holl spurning fyrir kvenfrelsiskonur að velta fyrir sér. Ekki bara af því að nýja kvennahreyfingin s.k. er nú orðin að u.þ.b. 15 ára óstýri- látum táningi með innri orku sem erfitt er að halda í skefjum, hefta og kúga (sbr. öll birting- arform kvennabaráttunnar). Heldur líka af því að nútíma- samfélag er það flókið, marg- slungið og ,,opið“ að oft er erfitt að meta hér og nú þau fyrirbæri sem þjóta framhjá okkur í samfélagi sem undir- orpið er lögmáli hraðans. Ein- mitt þess vegna er mikilvægt að staldra við — hlutir þurfa ekki endilega að hafa fengið á sig sögulega fjarlægð til að skoðast í samhengi. Konur geta — konur kunna Kannski er þaö tímanna tákn að sænskar konur héldu vöru- og hugmyndasýningu í Gauta- borg í fyrravor. „Kvinnor kan“ var yfirskriftin á þessari heljar- innar uppákomu sem stóð í 4 daga í byrjun maí. Og það er sannarlega mikið sem sænsk- ar konur kunna og geta, um það efast enginn. Þarna gat að líta bása með allt frá handverki kvenna, keramík, vefnaði, prjóna- og saumaskap, alls slags listiðn og list, til smárra og stórra framleiðslufyrir- tækja, miðstöð fyrir viðskipta-

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.