Vera - 01.06.1985, Qupperneq 11
Kvennamenningarbisness?
ráðgjöf kvenna o.fl. — allt rekið
af konum. í einu horni gímalds-
ins höfðu háskólakonur lítinn
reit fyrir kynningu á kvenna-
rannsóknum — jafnframt því
sem fyrirlestrar og seminör
voru alla 4 dagana. Allt —
nema afdrep háskólakvenn-
anna — var mjög í anda hins
frjálsa einstaklingsframtaks.
Glæsilegar velklæddar konur
skunduðu sjálfsöruggar um
svæöið: þær voru að kynna
fyrirtæki sín og framleiðslu. Og
sýningin fékk stórt rými í fjöl-
miðlum, meira en kvenna-
hreyfingin og - baráttan höfðu
fengið í einn og hálfan áratug
sögðu sumir. . . Ekki að undra
að ,,gamla“ kvennahreyfingin
hafi orðið sár (þ.e. sú sem enn
heldur til i kvennahúsinu).
Þeim var ekki boðið að vera
með — og hvergi gætti áhrifa
hinnar „eiginlegu" kvenna-
hreyfingar að þeirra mati. Eftir
á spurðu þær svolítið gramar
hvort kapítalismi með kvenleg-
um formerkjum væri eitthvað
mýkri eða betri en sá karllegi,
hvaða konur gætu svosem
hvað og á forsendum
hverra?. . . .
Að stjórna fyrirtæki
með kvennamenningu
Núna er liðið ár. Flestum ber
saman að þessi kaupstefna
kvenna eða vörusýning hafi
verið mjög vel lukkuö. Konur
fengu fyrirtæki sín og fram-
leiðslu auglýsta, konur kynnt-
ust, eignuðust jákvæðar fyrir-
myndir og sambönd, og eflaust
hafa margar „stofnað eigið“
síðan í fyrra. Núna er líka sú
hugmyndafræði einkafram-
taks sem sýningin byggði á far-
in að bera ávöxt, frjóguð af
hugmynd sem ísl. konur
þekkja vel til — nefnilega
kvennamenningu. (Sennilega
ekki tilviljun að Eva þessi
Sternberg var ein af upphafs-
konum sýningarinnar): „Kyn-
slóð eftir kynslóð hafa konur
haft ábyrgð á heimilishaldi"
heldur hún áfram, „það eru
konur sem hafa haldið saman
ættum, ræktað fjölskyldu- og
vinatengsl. Konur eru heiðar-
legar, þær svindla ekki á fólki.
Þessvegna eru konur betur
fallnar en karlar til að stofna og
stjórnafyrirtækjum". Meiraen
helmingur þeirra sem „stofna
eigið“ í Svíþjóð í dag eru kon-
ur, segir hún og það eru ekki
konur sem fara á hausinn með
fyrirtæki sín. Hún harmar að
sér hafi enn ekki tekist að fá
viðkomandi yfirvöld til að kyn-
greina stjórnendur/eigendur
gjaldþrotsfyrirtækja. En hún er
viss í sinni sök. Útskýringarinn-
ar er að leita í „heimilishalds-
kenningu" frú Sternberg:
„Konur hafa reynslu af sam-
vinnu, þær eru sparsamar,
þær kunna að skipuleggja og
þær eiga auðvelt með tjá-
skipti. . . Þaðerbaragoðsögn
að reynslu af heimilishaldi sé
ekki hægt að virkja úti á vinnu-
markaðinum". Hún lýkur máli
sínu á að hvetja alla yfir fertugt
til að „stofna eigið“ og eftirláta
hinum yngri launavinnuna:
„Að vinna hjá öðrum er aðeins
þroskatími" segir hún að lok-
um.
Nokkuö sannfærandi, eða
hvað finnst ykkur? Það eru
bara ekki allar konur sem hafa
aðstöðu til að „stofna eigið“
þótt þær hafi reynslu heillar
ævi af heimilisstörfum, því
hefði frú Sternberg kannski
mátt bæta við. Sumar skortir
sjálfstraust, aðrar þor, vilja eða
áhuga, og flestar skortir hrein-
lega bara fjármagn! (Það nefn-
ir Sternberg reyndar lauslega
en alls ekki sem óyfirstígan-
lega hindrun. Þess má líka
geta að „stofna eigið“ hug-
myndin gengur Ijósum logum í
umræðunni um atvinnuleysi
unglinga I Svíþjóð)
Það er Ijóst aö þessi nýja
bylgja hugmynda mun fá byr
undir báða vængi (það er
blómatími hjá sænskum fyrir-
tækjum sem um þessar mund-
ir græða á tá og fingri undir
verndarvæng kratanna). Og
að sjálfsögðu verður þessi
„nýja kvennahreyfing" karl-
veldinu þægilegri viðureignar
en brjálaðar, vinstrisinnaðar
rauðsokkur sem öllu vilja um-
bylta. En hvernig bregðumst
við konur við þessari öldu?
Eigum við að afgreiða þetta
umsvifalaust sem hreina og
klára „hægrisveiflu"? Hefur
„stofna eigið" hreyfingin,
þetta frjálsa einkaframtak
kvenna einhverja jákvæða
vaxtarbrodda og þá hverja?
(Ég hef t.d. heyrt hugtakið
„efnahagslegt sjálfstæði
kvenna" notað um þessi
auknu viðskiptaumsvif
kvennal!) Konur „kunna og
geta“ að sjálfsögðu ýmislegt
og miklu meira en það sem er
sýnilegt hverju sinni i samfé-
laginu. En þýðir það að við
styðjum — í nafni kvenna-
menningar — alla viðleitni
kvenna til að stofna eigin fyrir-
tæki? Á þessu sannast enn
einu sinni hversu hugmyndin
um kvennamenningu er ákaf-
lega vandmeöfarin (synd að
hugtakið hafi verið skopstælt
og bannfært svo fljótt í (sl.
kvenfrelsisumræðu). Hugtakið
kvennamenning var á sínum
tíma frelsun margra kvenna frá
spennitreyju hins sósíalíska
réttrúnaðar sem þá einkenndi
vinstrivænginn. Og kvenna-
menningarhugmyndin færði
umræðunni vissulega nýja
vídd, margar konur vilja meina
að hún hafi falið í sér mikið
uppgjör, byltingu sem leitt hafi
af sér alveg nýja baráttu. Því
meiri ástæða er til — að mínu
mati — að gefa því gaum hvert
þessar hugmyndir geta þróast,
hvort sem við köllum þær
kvennamenningu eða eitthvað
annað. Spurningin er með öðr-
um orðum hvort sú hreyfing
einkaframtaks kvenna, sem frú
Sternberg er talsmaður fyrir, sé
Hvert
er
eiginlega
markmið
baráttunnar?
vafasöm notkun á góðum hug-
myndum, eða merki þess að
kvennamenningarhugmyndin
sé vafasöm/slæm? (Hún nefnir
ekki hugtakið kvennamenn-
ing, það er mín túlkun á henni).
Mér finnst þetta mjög mikil-
vægt umræðuefni fyrir
kvennahreyfingu. Það getur
verið skolli erfitt að halda átt-
um í dag, þegar „hægri" og
„vinstri" eru hugtök í upplausn
(?), „kvennamenning" er
bannorö, samtímis því sem
barátta kvenna byggir aö
mörgu leyti á hugmyndum um
einhverskonar sameiginlega
kvennamenningu, o.s.frv. Það
væri gaman ef einhver hefði
eitthvað til þessara mála að
leggja. Hvernig heyjum við
kvennabaráttu í dag í þágu
hins stóra meirihluta kvenna
sem aldrei getur (eða vill)
„stofnað eigið" — en þó í Ijósi
þeirrar sanngjörnu réttlætis-
kröfu að þær konur sem það
vilja, eigi að gefast þess kostur
ekki síður en körlum?
Gautaborg, 9. maí ’85
Þorgerður Einarsdóttir
11