Vera - 01.06.1985, Page 13
Astrid Lindgren veröur ekki sett á bás og jafnvel það aö hún
sé barnabókahöfundur er dálítið í lausu lofti, þaö vitum viö
sem höldum áfram að lesa bækur hennar löngu eftir aö börnin
okkar eru sofnuð. Fyrir hverja skrifar hún?
,,Ég skrifa fyrir sjálfa mig. Þegar ég skrifa hugsa ég aldrei
um lesendurna. Ég hef þörf fyrir að skrifa, og það eina sem ég
hef þáíhöfðinuerhún litla Astrid í mérsjálfri. Ég reyniaðskrifa
sögur sem henni mundi líka að lesa. Að öðru leyti reyni ég
ekki að gera neinum til hæfis."
Aö skrifa fyrir sjálfa sig, þýðir þó ekki að henni sé sama um
álit lesenda sinna, þvert á móti. Hún segir með gleöi frá öllum
þeim bréfum sem hún fær frá fjölda landa. Jafn ánægð er húm
þó ekki með álit gagnrýnenda og bókmenntafræðinga.
Hún hniklar brýrnar þegar hún talar um þá, því margt af því
sem þeir hafa sagt er henni framandi, t.d. að í bókum hennar
sé að finna ofurmennadýrkun, siðleysi og foreldrahatur.
„Víst er hægt að túlka bækur, en það er hættulegt að oftúlka
þær. Oft hefur mérveriðsagt hvað bækur mínar þýðaog hvað
þær túlka. Það getur gert mig vitlausa. Börn verða að fá tæki-
færi til að upplifa við lestur eins og hinir fullorðnu.“
En verða ekki börn fyrir áhrifum af því sem þau lesa?
„Jú það verða þau svo sannarlega, eða eins og Graham
Greene orðaði það einu sinni — það sem maður les sem barn
hefur meiri áhrif á mann en allt félagslegt og trúarlegt uppeldi
sem maður verður fyrir síðar. En það er hægt að skrifa á
marga vegu. Það er t.d. talað um að gera börn félagslega
meðvituð. Það þýðir að strax í vöggu er byrjað að mata barnið
á því hvað heimurinn sé slæmur. Á þessa aðferð trúi ég alls
ekki. Að fá að vita allt um það slæma án þess að geta gert neitt
í málinu er hræðilegt. Börn hafaekki þroskatil að ráða viðþað.
Nei börn þarfnast undirstöðuöryggis til þess að lifa eðlilegu
lífi, og þau verða að geta trúað því að veröldin sé dásamleg og
á köflum afar dásamleg. Það má ekki vera hlutverk rithöfunda
aö hræða börn.“
Það er oft dásamlegt að lifa í bókum þínum, en þar er líka
að finna það vonda, dauöann og hræðslu?
„Dauðinn er staðreynd, einnig í huga barnsins. Ég hef skrif-
að margar bækur og þær eru ólíkar, en í „Bróðir minn Ljóns-
hjarta" hafa margir fengiö stuöning og huggun, einmitt vegna
þess að þar er fjallað um dauðann. Börn hugsa oft um dauð-
ann og mörg eru hrædd við hann. Foreldrar bregðast oft með
því að tala ekki tæpitungulaust, með því t.d. að segja við deyj-
andi barn sitt: Þú verður bráðum frískur. Þörfin fyrir að fá að
lesa um dauðann er líka til staðar hjá börnum, en það sem
maður verður aö muna er aö börn og fullorðnir lesa og skilja
bækur á mismunandi hátt. Sem dæmi um þetta þá bauð hópur
sálfræðinga mér til viðræðna vegna þess að þeir ætluðu að
nota „Bróðir minn Ljónshjarta" í starfi. Einn þeirra var þó
algerlega andvígur þv( vegna þess eins og hann orðaði það —
hún endar svo illa. Um kvöldið sama dag hringir svo litil stúlka
til mín og þakkar mér fyrir bókina og segir: — Þakka þér sér-
staklega góða Astrid aö þú lést hana enda svona vel. Þetta er
bara eitt af mörgum dæmum um það hversu ólíkt börn og full-
orðnir upplifa mínar bækur."
En hið vonda, kúgunin og annað í þeim dúr. . .?
„Það vonda er líka staðreynd sem fylgir lífinu, en börn líkja
sér alltaf viðþaðgóða.sem berst gegn hinu illa. Þanndagsem
þau hætta því, já þá fyrst verður þaö alvarlega óhugnanlegt."
Sumar af sögupersónum þínum eru þjakaðar af óttanum,
hræðslunni og t.d. fer Ronja á allra hættulegustu staðina til
þess að æfa sig í að vera ekki hrædd?
„Börn hugsa svo rökrétt. Hvar annars staðar getur maður
æft sig i að detta ekki í hættulega fljótið en einmitt á hálum
steinum þess?“
Getur maður æft sig í að vera ekki hræddur, með því að
lesa?
„Já. Börn sækja hjálp og fyrirmyndir í bókmenntirnar, og ég
hef einmitt fengið bréf um þetta. Japönsk stúlka skrifaöi mér
og sagði að hún hefði losnað við hræðsluna með því að kynn-
ast Línu.“
Lína, já, hún er ekki nein venjuleg stelpa og ekki heldur
Ronja. Þeir hlutir sem stelpur gera vanalega ekki gera þær,
hafa endaskipti á öllum hlutum og taka sjálfstæðar ákvarðan-
ir. Afhverju eru þær stelpur en ekki strákar?
„Lína, nafn hennar varð til á þeirri stundu sem dóttir mín
bað mig um að segja sér frá henni. En aö hún og aðrar sögu-
persónur mínar eru eins og þær eru stafar einfaldlega af því
hvernig ég sjálf er og hugsa. Fyrsta kvenréttindakonan sagði
Siri Derkert um Línu (Astrid segirfrá þeim atburði, sem áðurer
greint hér frá án þess að sýna vanþóknun á þeirri túlkun), aðrir
hafa sagt að hún sé engin bók heldur uppfinning, eins og stál-
maðurinn og stálstrákurinn, það er nú dálítið ýkt. Augljóst er
þó að stelpur þarfnast fleiri tækifæra og fyrirmynda en þær
hafa. Ég elska bæði stráka og karla, en karlremban er fyrir
hendi og karlasamfélagið reynir stöðugt að kúga konur og
halda þeim niðri og það hefur skapað hefð sem einstaklingar
eru ekki ábyrgir fyrir. Hlutur kvenna er verri og minni, þess
vegna gleður það mig að vita að stelpur hafa fengið stuðning
við lestur bóka minna."
„Stelpur þarfnast
fleiri tækifæra
og fyrirmynda“
Myndin af eldri konum í bókum þinum er líka jákvæð. Kon-
urnar eru skilningsbetri, eru á móti ofbeldi, finna ráð og stjórna
miklu án ofstopa.
„Já, þannig er það. Ég hef hugsað dálítið um þetta og víst
er mamma Emils, Lovisa og Malin í Saltkrákunni fulltrúar hins
jákvæða á meðan Matthias, Melker og pabbi Emils eru dálítið
ruglaðir, öskra. Líkast til eru það móðureiginleikarnir sem
valda þessu, og þetta eru að vísu gömul sannindi um konur og
karla. Hlutverk konunnar hefur verið að varðveita líf á meðan
karlarnir hafa verið í stríði eins lengi og veröldin hefur staðið.
Ég trúi því að þetta hafi lagast ögn síðan Lína kom út. Það er
meira af meðvituðum körlum i dag og móðureiginleikarnir
hafa flutst dálítið yfir á þá og föðurtilfinningin yfir á konur. Ég
vona stundum að Línu sé ekki þörf lengur, en. . .“
Vinnur þú meðvitað að því að draga upp svona mynd af kon-
um?
„Ég hef ekki sest niður og ákveðið að breyta einu eða neinu