Vera - 01.06.1985, Side 16

Vera - 01.06.1985, Side 16
ad eyda fóstri... aö tala um fjölgun fóstureyöinga með til- komu laganna frá 1975, allur samanburö- ur er ómarktækur. 2) Sú staöreynd, aö áður en núverandi lög um fóstureyðingar gengu í gildi, fóru konur utan í þeim erindagjöröum aö losna víö burö sinn, þ.e. þær sem höföu efni á því. Þær fátækari höföu engan valkost. (Vert er aö vekja athygli á orðalagi Guöjóns, aö eyða eöa losna við ,,burð.“) Guöjón var orölangur um gildi kynlífs- og kynferöisfræöslu, sem hann taldi gjör- samlega ófullnægjandi hérlendis. Vissu- lega, sagöi Guöjón, getum viö veriö sam- mála um — að fóstureyðing sé neyðarúrræði — aö þær séu of margar — aö fræðslan sé of lítil — og aö rétta þurfi mæörum hjálparhönd, en aö ætla sér að breyta lögunum frá því sem nú er, er „óraunhæf óskhyggja," nær væri aö fara almennilega eftir þeim. Næst talaöi Kristín Kvaran, fóstra og þingmaöur Bandalags Jafnaðarmanna. Kristín kvaðst hafa fariö aö hugsa um þessi mál, þegar hún varö sjálf ófrísk 38 ára gömul og algengasta spurningin var, ætlarðu aö eignast þaö? Eða, ætlaröu að eyöa því? Henni féllu ekki þessi viðhorf og taldi að endurskoöa þyrfti reglugerð lag- anna, sem e.t.v. heföu verið of frjálslega túlkuð. Katrín Fjeldsted, læknir og borgarfulltrúi Sjálfstæöisflokksins talaöi næst. Hún geröi fjölskylduna að umræöuefni, sagöi frá félagslegu öryggi stórfjölskyldna fyrri alda sem hún taldi hafa verið verulegt og sagði fámenna kjarnafjölskylduna varla þess umkomna að taka á sig ábyrgðina, sem því fylgir aö rækta hag barnanna. Katrín átaldi fjölskyldustefnu — eða fjöl- skyldustefnuleysi, sem kæmi þjóðfélaginu í koll, minnti á aö 70% kvenna vinna utan heimilis og aö enginn fulloröinn væri heima við til að sinna þörfum barnanna. Katrín fjallaöi einnig almennt um fóstur- eyöingar og benti á að svo lengi sem kon- ur veröa ófrískar gegn vilja sínum, væri þörf á löglegum fóstureyöingum. Hún mælti fyrir breyttri fjölskyldupólitík, fræöslu, bættum aðgang að getnaöar- vörnum og aðstoð viö barnshafandi konur og kvaöst vona aö Lífsvon setti sér slík mál fyrir markmið en settist ekki í dómarsæti. Síöasti ræöumaöurinn, sem viö Veru- konur heyrðum til, var sr. Sólveig Lára. Hún sagöist viss um aö þaö væri a.m.k. eitt sem allir fundargestir ættu sameigin- legt: ,,öllum þykir okkur vænt um börn“. Hún ræddi um ábyrgö þess aö takast á viö það sem lífið ber í skauti sínu og um þaö hvernig ábyrgöin heföi farið halloka fyrir „sigurgöngu frelsisins.“ Aö lokum las sr. Sólveig Lára Ijóö um ,,mig“, sem er ekki stærri en fingur og enginn sér nema Guö sem þekkir ,,mig“. Það er margt sem veldur því aö erfitt er aö segja frá þessum fundi. Málflutningur sumra var of tilfinningalegur og að því aö virtist óneitanlega of vanhugsaður til þess aö hægt væri aö taka á honum af málefna- legri rökvísi. Auövitað þykirokkur vænt um börn, auövitaö eru fóstureyðingar neyöar- úrræöi, auövitaö þarf aö bæta aöstööu foreldra og barna, auövitaö, auövitaö. En hvað er maður aö hugsa, sem heldur því fram að það eigi að koma í veg fyrir fóstur- eyöingar vegna þess aö ,,það sem þessi þjóö þarfnast mest eru fleiri vinnandi hendurtil aöhaldasjálfstæöi sínu"? Ef viö tökum undir þaö aö vissulega þurfi margir að leggja hönd á plóginn á íslandi, erum viö þar meö fallnar með honum í þá gryfju að konur skuli framleiöa vinnuafl hvort sem þeim líkar betureða verr af því aö þaö er samfélaginu í hag? Hversu margt má rökstyðja meö því aö þaö sé samfélaginu í hag. Hvar er mörkin? Og hvaö nákvæm- lega á konan viö þegar hún segir að viö þurfum á fötluðum börnum aö halda til aö læra að elska og aö án þeirra séum viö fá- tækari? Rökstuöningur af þessu tagi er eins og snara og endanlega, þegar viö erum komnar í snöruna, geta þau haldið í spottann og sagt: sko, þær vilja láta eyða fóstrum, þær hata börn, þær eru of eigin- gjarnar til aö ala af sér aöra einstaklinga. Það þarf vart aö taka þaö fram aö orðið kvenfrelsi heyröist aldrei á fundinum. Ekki einu sinni þær konur, sem ekki vildu lýsa yfir stuöningi viö þaö markmið Lífsvonar aö afnumin verði lög um fóstureyðingar af félagslegum ástæöum, þoröu aö nota sitt frelsi sem rökstuðning. Sú hugmynd heföi endafallið eins og sprengja á fundinn, svo andstæöur var hann hugmyndum um rétt og frelsi kvenna. Út frá því er beinlínis gengið með stofnun Lífsvonar aö ég og þú séum þess ekki umkomnar aö ákvaröa á ábyrgan hátt — öðru vísi var ekki hægt aö skilja talsmenn samtakanna. Til þess þarf aðra sem vita betur. Út frá því var einnig gengiö aö barnshafandi konur eöa mæður þurfi AÐSTOÐ, ölmusu. Um þann sjálf- sagöa RÉTT okkar til að fæöa börn og ala var ekki minnst. Nei, þaö talaði enginn um kvenfrelsi, frelsi okkar til að ábyrgjast eigin geröir, til að ráöstafa líkama okkar og til- veru, til aö stjórna lífi okkar. En hlýtur þaö ekki aö vera kjarni málsins? Ms í umræðum um fóstureyðingar vill oft gleymast hvernig ástandið var hér á landi fyrir 1975 þegar núgildandi lög um kynfræðslu, fóstureyðingar og ófrjósemis- aðgerðir tóku gildi. Þá drottnuðu sérfræðingarnir yfir lífum kvenna og aðeins hluti þeirra sem óskuðu fóstureyðingar komust í gegnum nálarauga þeirra. Hinar urðu að láta framkvæma þær ólöglega eða leita til annarra landa þar sem löggjöfin var rýmri. Af þessum sökum veit enginn hversu margar fóstureyðingar voru framkvæmdar hér á landi fyrir 1975. Engin skýrsla og eng- ar tölur eru til yfir ólöglegar fóst- ureyðingar. Það er því með ólíkindum að fréttastofa útvarps skuli bera það á borð fyrir hlustendur að fóstureyðingum hafi fjölgað úr 150 fyrir gildistöku laganna og í um 750 árið 1984. Þetta gerði fréttastofan engu að síður í tvígang í kvöldfréttum þann 19. maí s.l. og bar þannig saman heimildir sem eru með öllu ósambærilegar. Þetta er vill- andi fréttaflutningur og vatn á myllu þeirra sem vilja takmarka rétt kvenna til fóstureyðinga. Lesendum til upprifjunar og fróðleiks á ástandinu fyrir 1975 birtir VERA hér þrjár frásagnir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.