Vera - 01.06.1985, Page 23

Vera - 01.06.1985, Page 23
hafa flutt menningararfinn milli kyn- slóða. Konur „kunna margt". ,,Þær fara ofan í jörðina með alla þá auðlegð munnmæla og sögusagna, er þær höfðu að erfðum tekið og síðan aukið og ávaxtað af eigin elju, eftirtekt og námfýsi“. Þær eru ,,stálminnugar“, ,,margkunnandi“, svona dæmi utan enda. Og kannski maður taki enn eitt dæmi. Hjálmur Pétursson, bóndi í Norðurtúni skrifar Jóni Sigurðssyni 12. nóv. 1870: „Barna- og bændaskóla vantar. Uppfræðingarleysi hinnar upp- vaxandi kynslóðar á almennum málum er voðalegt, og á þetta ekki sízt rót í þvi, hvað vaninn hefur fyrirmunað öllu kvenfólki alla upplýsingu í almenn- um málum og borgaralegri stöðu, en flestir íslendingar njóta engrar upp- lýsingar frá öðrum en mæðrum sín- um allt upp að fullorðins aldri.“ (Und- irstr. NÓ). Örsjaldan að minnst er á karla af sams konar tilefnum. Annars finnst mér að þessi fyrirlitn- ing á konum sé tiltölulega nýtt fyrir- bæri. Þessi fyrirlitning! Ég man eftir bréfi frá Eiríki Magnússyni í Cambridge, þar sem hann er að kvarta undan slíku. Þá er hann að segja frá því, þegar hann var í Lærða skólanum og svaf á svefn- lofti með öðrum skólapiltum, þ.á.m. Stefánungum eins og hann kallar þá Stephensens ættmenn. Segir að þeir hafi ekki fyrr verið búnir að koma sér fyrir undir nóttina en þeir hafi byrjað að hnjóða í kvenfólkið, hvað þaö væri ómerkilegt og létu svona dæluna ganga kvöld eftir kvöld — og aðrir and- mæltu. Þangaðtil eitt kvöldið, þásagð- ist Eirikur hafa bent á, að menn dæmdu víst konur eftir mæðrum sín- um. Við það hættu Stefánungar þessu tali „en síðan hef ég alla tið átt þessa menn fyrir óvini“ sagði Eiríkur. — Þú ert nösk á kvennasöguna í handritunum sem þú vinnur vid? Maður er náttúrlega orðinn næmur fyrir þessu! — Þú heföir e.t.v. skrifað lokaritgerð um annað en Baldvin Einarsson, ef þú værir í sögu núna? Ég hef nú alltaf álitið það mikið lán að kynnast Baldvini Einarssyni, hann var líklega merkastur þessara manna, sem hófu sjálfstæðisbaráttuna og mikið til gengið fram hjá honum við söguskrifin. En jú, það getur svo sem vel verið að ég hefði leitað eitthvað annað. . . — Hvernig byrjuðu afskipti þín afpóli- tík? Ég varð snemma afar pólitísk. Þetta var óvenjulega pólitiskur bekkur sem ég var í í MR, já ég varð snemma rót- tæk. Ég man að þegar ég var 18 ára þá sagði við mig maður sem þá var kom- inn yfir fertugt að hann hefði nú líka ver- ið svona róttækur á sínum yngri árum, en að þetta eltist af manni. Mér þótti hann með verstu íhaldsblesum og ég man að ég hugsaði til þess með hálf- gerðum óhug ef ég ætti eftir að verða eins og hann! Ég gekk í Sósíalistaflokk- inn á sínum tíma og er enn skráð í Alþýðubandalagið þótt mér finnist ekki mikið til þess koma. Ég er ákveðnari sósíalisti en nokkru sinni vegna minnar lífsreynslu. — Og kvennapólitíkin? Þegar ég ætlaði í 6. bekk Mennta- skólans bauðst mér vinna í Landsbank- anum (eins og ég hef einhvers staðar sagt frá). Þá tók maður vinnu ef hún bauðst og þess vegna tók ég síðasta bekkinn utanskóla, varð stúdent 1934 og vann áfram í bankanum. Þá gerðist það að ég skrifaði grein í Bankablaðið 1944 um laun og kjör kvenna þar. !§ Þannig byrjaði ballið. Vilhjálmur Þór ■q var einn af þrem bankastjórum. Hann |- sagði að ég „bæri út“ bankann með ;8 þessu skrifi og var reiður því hann vildi 'ö’ sóma bankans í öllu. Áður höfðu konur fengið að vita að laun þeirra væru lægri vegna þess m.a. að þær færu mánað- arlega „á túr“. Það virtist í þann tíð vera eitt af því tortryggilega í fari kvenna og var ekki bara bankamál. En frádráttarbært í launum. Stöku karlar fóru á vikulegan ,,túr“ en það var ekki frádráttarbært. Þessi mismunun í launum var ger- samlega óþolandi óvirðing og þegar sumar samstarfskonurnar (allar voru þær úrvals starfsmenn) voru þeirri mínútu fegnastar þegar þær sluþpu út úr bankanum á kvöldin vegna reiði og óánægju þá leist mér ekki á blikuna að lenda í því sama, þar sem ég var þegar orðin fjúkandi reið. Ég fór að bæta á mig velborgaðri aukavinnu á kvöldin vegna þess að ég og yngsti bróðir minn styrktum tvo bræður okkar til náms í Svíaríki. Nokkr- um árum seinna styrktu þeir okkur til háskólanáms hér. Þá eins og nú voru 23

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.