Vera - 01.06.1985, Side 33
LEIKLIST
Nemendaleikhúsið
Fugl sem flaug á snúru
Höfundur: Nína Björk Árnadóttir
Leikarar:
Alda Arnardóttir
Barði Guðmundsson
Einar Jón Briem
Jakob Þór Einarsson
Kolbrún Erna Pétursdóttir
Rósa Guðný Þórsdóttir
Þröstur Leó Gunnarsson
Þór Tuliníus
Lýsing: Grétar Reynisson og
Ólafur Örn Thoroddsen
Leikmynd og búningar:
Grétar Revnisson
Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson
Smíði og tæknivinna:
Ólafur Örn Thoroddsen
Saumar: Anna Jóna Jónsdóttir
Ljósastjórn á sýningum:
Skúli Rúnar Hilmarsson
Ljósmyndun: Friðrik Friðriksson
Þaö mun nú vera orðin hefð fyrir því að
nemendur á síðasta ári í Leiklistarskóla ís-
lands frumsýni nýtt íslenskt leikverk á síö-
asta námsári sínu. Að þessu sinni skrifaði
Nína Björk Árnadóttir leikrit sérstaklega
handa þeim hópi sem nú kveöur skólann.
„Fugl sem flaug á snúru“ heitir það og
fjallar um ,,fólk sem finnur ástina, sem það
er hrætt við að mega ekki rækta," eins og
segir í handriti leikritsins sem gefiö hefur
verið út í litlum bæklingi og hægt er að
kaupa um leið og maður kaupir miðana.
Það er ágætur siður.
Þetta leikrit er langt frá því aö vera hefð-
bundið að gerð, það skiptist í stórum drátt-
um einungis í tvo þætti: fyrir hlé og eftir
hlé, en innan þeirra eru svo í rauninni fjöl-
margir þættir því allar persónurnar eru inni
á sviðinu allan tímann og sjónarhorn skipt-
ist á milli þeirra og athyglin beinist að þeim
til skiptis allan tímann. Auk þess sem hver
leikari fer með hlutverk fleiri en einnar
persónu. NemaÞór — hannerungurmað-
ur með rós allan tímann.
Og það er ungi maðurinn með rósina
sem tengir alla hina, því eins og segir
einnig í upphafi handritsins finnur fólkið
ástina ,,í ungum manni með rós“, sem
hefur kastað nafni sínu og fortíð og neitar
að þrífast við þær aðstæður sem eru.
Hann hefur sem sagt sagt sig úr lögum við
samfélagið, á sinn friðsamlega hátt og
ógnar því kannski bara með því að ,,taka“
eina rós á dag og þurfa ekki á neinu öðru
að halda.
Og ungi maðurinn með rósina er
hamingjusamur, virðist manni í fyrstu,
eina persóna verksins sem er hamingju-
söm. En síðar kemur í Ijós að hann er ekki
sorglaus fremur en hinar: foreldrar hans
dóu af of stórum heróínskammti í kjallara-
Ljósmynd: Friðrik Friðriksson
tröppum í einhverri stórborginni og þar
fannst hann, auminginn litli. Og ,,þeir“
drápu ömmurnar hans báöar sem höföu
sagt honum frá uppruna hans.
Annar maður og öllu órómantískari í
háttum, sá með möppurnar, bindur per-
sónur þó kannski enn fastari böndum því
hann er sásem hlustar. ,,Ég reyni að skilja
og ég skrái niður það sem mér er sagt.“
Sem sagt sálfræöingur og fór út í námið af
fræðilegum áhuga. Situr svo uppi varnar-
laus gagnvart vandamálum sjálfs sín og
annarra og á enga lausn.
Fólkið í þessu leikriti á viö vandamál að
stríða. Það er tilfinningalega kramið. Af
drykkjuskap foreldra, ómanneskjulegum
kröfum foreldra og jafnvel heróínneyslu
foreldra og fannst mér þá frekar stefna í
einhverjar hæðir ofar trúverðugleikanum.
Og karlmennirnir eiga sérstaklega í
vandræðum með tilfinningar sínar en flytja
þau vandræði yfir á herðar konunum.
Nema ,,sá vísi“. Hann ,,ræktar ástina á
þann einfalda hátt, sem virkar broslega",
— enn er vitnað í handrit — en hann er
nokkuð óskemmdur enda átti hann góða
móður sem ræktaði hann vel þótt faðirinn
væri drykkjusjúklingur og sjálf gæfist hún
upp gagnvart lífinu og listinni þegar
drykkjumaðurinn hennar dó.
Konurnar í þessu verki eru allar listakon-
ur nema stúlkan í skápnum en hún er svo
ung ennþá, stundar ástarsorgina sína og á
eftiraðmarkasérleið. Hinareru listmálari,
rithöfundur (,,hún heitir Virginía Woolfe. . .
líka Doris Lessing og Sigríður Undset og
Karen Blixen. . .“!) og leikkona. Og virð-
ast ætla að komast í gegnum lífið án þess
að hjartað kremjist — kannski vegna ástar
á starfi sínu. Nema listmálarinn sem safn-
aði vængjum dauðra fugla, fuglinn í list
hennar missti flugið, vængbrotnaði og dó
eins og fyrr segir. Og sú sem ætlaði að
verða píanóleikari, sundurtættur eigin-
maður hennar, sá sem ætlaði að styðja
hana á listabrautinni, sá fyrir því og henni
þótti svo vænt um hann.
Þetta leikrit Nínu Bjarkar er um margt
gott og fallegt og sýningin sem slík vel-
heppnuð. Skiptingar á milli fjölmargra
persóna eru hnökralausar og hefur höf-
undurinn mjög gott vald á því formi sem
hún hefur valið þessu verki. En persónu-
lega finnst mér drykkjuskapnum gert full
hátt undir höfði — kannski er maður bara
orðinn svona þreyttur á áfengisvanda-
málaumræðunni siðan allir fóru að fara á
Voginn og jafnvel búinn að missa trúna á
þennan vanda! Og endirinn of háleitur —
eins og enga lausn sé að finna, nema á
himnum.
Ég ætla ekki að fara að tíunda frammi-
stöðu einstakra leikara, heildin er góð.
Sömu sögu er aö segja um lýsingu og
hljóð og einnig leikmynd sem var mjög
skemmtileg aö mínu viti. Sérstaklega nýja
málverkið!
Eitt fór dálítið í taugarnar á mér í þessari
sýningu. Það var þegar einn leikarinn fór
eitthvað að kássast upp á áhorfendur —
daga þá inn í sýninguna. Slíkar uppákom-
ur þóttu voða sniðugar meðal leikhúss-
fólks fyrir nokkrum árum en ég hélt þær
væru alveg komnar úr tísku og dottnar
uppfyrir.
Loks má ég til með að geta þess að mér
finnst alveg ferlega sniðugt að láta persón-
urnar heita nöfnum leikaranna sem verkið
er skrifað fyrir — það skapar líka einhverja
,,extra“ nálægð.
Sonja B. Jónsdóttir.
33