Vera - 01.06.1985, Síða 34
Ef þú hefur stundað
sýningarstaðina í bænum
að undanförnu þá veistu
jafnvel og ég að þar hafa
verið fjölmargar góðar
sýningar á myndverkum
kvenna. Ef þú hins vegar
hefur látið undir höfuð
leggjast að skoða sýn-
ingar fyrri hluta ársins þá
fer hér á eftir upptalning
á hverju þú hefur misst
af.
Bestu sýningarnar voru í
Norræna húsinu, á verkum
Jóhönnu Bogadóttur og
Bjargar Þorsteinsdóttur. Mjög
ólíkar sýningar en þó frábær-
ar, hvor á sinn hátt. Jóhanna
var meö olíumálverk í fremri
salnum og teikningar og
litógrafíur í innri salnum.
Þessi verk eru expressionisk
og kjarni flestra myndanna er
eins konar bygging og tíöum
er í tengslum við hana kraft-
mikil dýr eins og hestar, naut
eöa jafnvel Ijóörænir svanir.
Sýning Bjargar byggðist á
grunnforminu flugdreki. Hún
notaöi ýmsar tegundir
pappírs sem hún málaöi og
límdi saman. Sumar mynd-
anna voru litlar og einfaldar í
byggingu en aörar mjög stór-
ar og flóknari. Björg hefur
mjög sérkennilegan og
athyglisveröan litasans og
fór á kostum í lit á sýning-
unni. Oft er látið aö því liggja
aö kvennapólitískar myndir
þurfi að vera fígúratívar, meö
aggressívu innihaldi. Mér
finnst þessi sýning Bjargar af-
sanna þaö. Þessi sýning
fjallaði um frelsið í víöustu
merkingu og var mjög at-
hyglisverð innihaldslega.
Ása Ólafsdóttir sýndi fyrir
nokkru myndvefnaö og
collage-myndir í Gallerí Borg.
Ása vefur fígúratívar myndir
og virðist þó nokkuð upptekin
af áferö núna. Ein myndanna
hreif mig sérlega, mynd af
bláum fugli. Minnti mig á
fuglsmyndina eftir Ásgerði
Búadóttur sem er til í eftir-
prentun út um allt. Mér
fannst ég sjá tengsl á milli
Ásu og hefðarinnar hér
heima í þessari mynd.
Sigrún Guðjónsdóttir alias
Rúna var meö sýningu á
teikningum í Gallerí Lang-
brók. Flest þau verka Rúnu
sem ég hef séð áöur hafa
verið frekar lltil. Á sýningunni
voru nokkrar stórar teikning-
ar, mjög skemmtilegar.
Gaman aö sjá hve gott vald
hún hefur á því að vinna á
stærri fleti. Ein myndanna hét
,,Freistingin“ og mynduðu
nokkrar slöngur hár konu.
Myndin var teiknuö á
japanskan pappír meö þráö-
um í sem minntu á litlar
slöngur og undirstrikaði
pappírinn myndefniö. Góö
mynd!
Sigrún Eldjárn var með
sína fyrstu einkasýningu í
Listmunahúsinu á teikningum
og grafík. Og það eru þó
nokkrar konur sem haldið
hafa sínar fyrstu einkasýning-
ar að undanförnu. Þóra
Sigurðardóttir sýndi til dæmis
í Nýlistasafninu. Mér virtist
tema sýningarinnar vera
leyndardómur Snæfellsjökuls,
þ.e. hvernig haf og himinn
geta stundum runnið saman í
eitt og skiliö jökulinn eftir
ójarðbundinn. Þetta efni var
unnið í ætingar, teikningar og
málverk. Hrifnust var ég af
ætingunum. Hún sýndi
nokkur stig hverrar myndar
og málaði í þær með vatns-
litum. í Gallerí Borg voru tvær
debutsýningar kvenna, þeirra
Ásdísar Sigurþórsdóttur og
Valgerðar Hauksdóttur. Sýn-
ingu Valgerðar sá ég ekki
nógu vel til að úttala mig um
hana, en sýningu Ásdísar
grandskoðaði ég. Hún var að-
allega með silkiþrykk þar sem
eins konar trúöur fór meö aö-
alhlutverkið, dansaöi til
dæmis á línu eöa meö
íslenska fánan. Þetta voru
kventrúöar og myndirnar hétu
t.d. „Fjallkona'1, „Kona meö
steinhjarta" og „Nætur-
dans“. Þá voru tvær sýhingar
ungra kvenna í Nýló, þeirra
Röngu St. Ingadóttur og
Bjargar Örvar, en af þeim
sýningum missti ég sökum
slens, slóöarháttar og stress.
Eöa þannig.
Konur hafa líka verið með
góö verk á nýlegum samsýn-
ingum. Er skemmst að
minnast verka tveggja
kvenna sem voru í kjarna á
Fím-sýningunni, þeirra
Valgeröar Bergsdóttur og
Ragnheiðar Jónsdóttur.
Valgeröur var meö sérkenni-
legar teikningar sem flestar
voru eins konar portret.
Ragnheiður var með nýjar
ætingar, margar sérlega
sjarmerandi. Textílfélagið var
meö afmælissýningu á Kjar-
valsstöðum. Góð sýning. í bili
er uppi á Kjarvalsstöðum sýn-
ing á verkum listamanna sem
vinna í gler og eru konur í
algerum meirihluta. Þetta er
nýstárleg sýning hér heima
og gott til þess að vita að það
séu konur sem plægi akurinn
fyrir glergróöur.
Svala Sigurleifsdóttir.
34