Vera - 01.06.1985, Qupperneq 35

Vera - 01.06.1985, Qupperneq 35
SJÓSÓKN SUNNLENSKRA KVENNA FRÁ VERSTÖÐVUM í ÁRNESSÝSLU 1697—1980 Þórunn Magnúsdóttir Prentsmiöjan Eyrún h.f., Vestmannaeyjum 1984 128 síður. Það er sannatiega ángæjulegt, að hvert ritið á faétur öðru um sögu islenskra kvenna skuli komá ut um þessar muhdir. Eitt þeirra er bók Þórunnar Magnúsdóttur, sem er prófritgerð hennar til cand. mag. prófs í sagnfræði við Háskóla íslands. Þór- unn stendur sjálf að útgáfunni með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Vonandi verðurframhald á útgáfu þeirra rannsókna á sögu íslenskra kvenna, sem stundaðar eru við Háskólann svo að við fáum meira að vita um líf og kjör, störf og baráttu for- mæðra okkar í þessu landi. Sá skilningur á sjálfum okkur og þvf samfélagi sem við búum í, sem slík þekking veitir, hlýtur aö vera sá grundvöllur, sem raunhæf kvennabarátta sækir styrk og hugmyndir til. Það hefur líka veriö yfirlýst markmið þeirra kvenna, sem lagt hafa stund á kvennarannsóknir, hvort heldur er í sagn- fræði, bókmenntum eða öðrum greinum, að rannsóknarniðurstöðurnar gagnist í kvennabaráttunni. Það er einnig markmið Þórunnar. í inngangi gerir hún nokkra grein fyrir kvennasögu og helstu viðfangs- efnum hennar. Hún segir m.a. að kvenna- saga fáist við að útmála eymd og áþján kvenna, vinnuþrælkun, frelsisskerðingu og vændi og ,,þau ókjör sem konur hafa búið við. . .“ (bls. 14) og einnig við rann- sóknir sem varpa Ijósi á ,,hvað konur hafa verið, getað og gert á ýmsum tímum.“ ,,Þennan bjartsýna flokk vil ég gjarnan fylla og grafa úr gleymsku heimildir um vinnuframlag íslenskra kvenna og bók- festa upplýsingar um störf kvenna í at- vinnugreinum, sem að jafnaði eru taldar verksvið karla." í samræmi við það ræðst Þórunn í að grafast fyrir um það, hvern þátt íslenskar konur hafi átt í sjósókn og fiskveiðum og af því að Ijóst er aö rannsóknarsviðið er um- fangsmikiö takmarkar hún það við Suður- land, nánar tiltekið Árnessýslu, vegna þess að þaðan réri sú sjókona, sem kunn- ust er meðal íslenskra kvenna, Þuríður for- maður. í tíma bindur hún rannsókn sína við það ár sem hún finnur fyrstu nafngetnu sjókonuna í vottfestu skjali þ.e. Guðlaugu Þorvaldsdóttur í þingbókÁrnessýslu 1697 og fram til 1980. Hvað innihald og vinnuaðferöir varðar má skipta bókinni í tvo hluta. í fyrri hluta er fjallað um konur sem stunduðu sjóinn á opnum árabátum fram á 19. öld en í síðari hluta um konur, sem hafa ráðið sig í skips- rúm á undanförnum áratugum. Eins og títt er um þá sem fást við kvennarannsóknir á Þórunn í nokkrum erfiðleikum með að finna heimildir í fyrri hlutanum. Þaö hefur löngum þótt ástæðu- laust að færa störf kvenna og alþýðunnar yfirleitt til bókar. Það er afraksturinn af erf- iöi þeirra sem meira hefur verið um spurt. En hún hefur leitað víða fanga og tekist að grafa upp nöfn á 30 konum sem sannan- lega hafa stundað sjóinn frá verstöövum í Árnessýslu fram á 19. öld. Þórunn færir rök að því að hér sé aðeins um toppinn.á borgárísjakanum að raeða, að'koour Mjfl stundað sjó, almehnt og regfulega á með- an að róið var á opnum bátum frá suður- ströndinnl. Hún héfur tvénht til marks um það; annars vegar eru fleiri en eintiéimild frá síðari hluta 19. aldar þar sem minnst er á að „áður fyrr“ hafi konur róið með körl- um á vertíð, hins vegar ber hún saman fjölda karla og kvenna á vinnufærum aldri og fjölda báta og mannaflaþörfina á ýms- um tímum. Sá samanburður sýnir, að ann- að hvort hefur þurft að koma til allmikill fjöldi vermanna úr öðrum héruðum eða að konurnar hafi þurft að hlaupa í skarðið. Heimildir um verferðir eru stopular og til- viljanakenndar, en þó bendir margt til þess að utanhéraðsmenn hafi ekki sótt mikið til útróðrarstaðanna í Árnessýslu. Það er því mjög sennilegt að konurnar hafi þurft að koma til svo að hægt væri að halda bátunum úti. Hitt er annað mál, hversu langan sjómannsferil konurnar hafa átt. Um það er jafnvel enn erfiðara að afla heimilda nema hvað varðar Þuríði for- mann, sem átti sér langan og farsælan feril. Frá henni er sagt í frásögn fræði- mannsins Brynjólfs Jónssonar frá Minna- Núpi: Sagan af Þuríði formanni og Kamb- ránsmönnum. Þar kemur í Ijós að Þuríður gerði sér far um aö manna báta sina með konum og segir nokkuð frá konum sem réru með henni. Auk þeirra hefur Þórunni tekist að grafa upp persónulegar upplýs- ingar um fleiri konur og birtir á bls. 57 for- vitnilega töflu, sem sýnir barnafjölda og hjúskaparstétt 15 sjókvenna. Sex þeirra voru ógiftar alla ævi, ein bjó barnlaus í óvígðri sambúð, fimm voru ekkjur eða höfðu skilið við menn sína og áttu 1—3 börn, þrjár voru giftar og áttu 8—11 börn og höfðu hætt sjóferðum vegna giftingar. Þó að Þórunn segi ekki svo, þá er það freistandi að álykta að á árabátaöld hafi ungar konur og þær sem ógiftar voru eða einstæðingar verið varavinnuafl, sem gripið var til þegar á þurfti að halda. í síðari hlutanum þar sem fjallað er um sjókonur á 20. öldinni styðst Þórunn fyrst og fremst við lögskráningarskýrslur skips- hafna og við viðtöl við nokkrar kvennanna sem hlut eiga að máli. Lögskráning skips- hafna var lögleidd 1890, en af því að hún var bundin við skip 12 rúmlestir og meira og af því að skip í Árnessýslu voru yfirleitt undir þeirri stærð lengi vel, hófst hún ekki fyrr en miklu síðar þar og reyndar hafa ekki fundist eldri skýrslur en frá 1946. Fyrstu 20 árin er aðeins eina konu að finna í þessum skrám en frá 1966 til 1969 eru þær þrjár, á árunum 1972—73 sex, en 92 konur hafa verið skráðar í lengri eða skemmri tíma frá 1974—80, flestar, eða26, árið 1976. Þetta eru alls 102 konur á 22 árum. Yfirgnæf- andi meirihluti þeirra hefur verið skráður sem matsveinar, aðeins 26 hafa verið skráðar sem hásetar og engar sem vél- stjórar, stýrimenn eða skipsstjórar. Þó að mér þyki formáli Þórunnar, þar sem hún gerir grein fyrir fræöilegum grundvelli kvennasögu, sem hún skil- greinir sem....rannsóknarsvið, þarsem störf og staða kvenna eru athuguð," (bls. 9), heldur yfirboröslegur og óm'árkvfes þá' er enginn vafi á því hvað hún ællar með ranrisókn sinni" Spurningarnar eru Ijóðáf frá upphafi. Hún vili fá að vita, hvenær get- ið er um konur sem stunduðu sjósókn og hverjar þær voru, hvernig kjör þeirra voru miðað við karla, hvort samfélagið var hald- ið fordómum gegn sjósókn kvenna á 18. og 19 öld, hver þróunin hefur orðið í sjó- sókn kvenna á 20. öld, hver kjör þeirra og staða er um borð í skipunum og að lokum hvort fiskveiðar og siglingar bjóði konum atvinnumöguleika sem máli skipta (bls. 15). Það má segja að henni hafi orðið allvel ágengt að fá svör viö spurningum sínum. Þó þykir mér hún nokkuð djörf í niðurstöð- um sínum. Mér þykir t.a.m. þurfa að renna traustari stoðum undir þá staðhæfingu að „þaö er hefð og lenska hér á landi, að við sjóverk hafi konur og karlar sömu kjör og sömu skilyrði til starfa á skipunum." Hér þurfa að koma til fleiri dæmi en Þórunn til- færir og rannsóknir frá fleiri stöðum. Sú staðhæfing að vaxandi fjöldi kvenna sæki í sjómannastétt virðist standast í Ijósi skráninganna eftir 1970, hins vegar er heldur snemmt að lýsa því yfir að hluti þeirra hafi ílengst í starfinu á grundvelli þess efnis sem hér liggur fyrir. Sú sem lengst hafði verið í starfi hafði verið til sjós í 483 daga samtals á fjögurra ára tímabili og sú sem kom á eftir henni hafði verið á sjó í 250 daga á sama árinu. Aðrar höföu verið mun skemur og aðeins 14 konur af 102 höfðu fleiri en 100 lögskráningardaga. Þar við bætist aö allar konurnar nema tvær voru mjög ungar, eða á aldrinum 17—24ára. Hvaðþáfullyrðingusnertir, að skipstjórnarmenn og skipsfélagar hafi ekki látið í Ijós fordóma, eða andúð á hlut- deild kvenna í sjósókn og fiskveiðum og aö konur telji starfið áhugavert, þá hefur hún varla nokkurt gildi nema fyrir þann hóp sem hér um ræðir, sem með hegðun sinni og starfsvali sýnir fordómaleysi og áhuga. Ef komast á að því hvort sjómenn almennt séu fordómalausir gagnvart konu í sjó- mennsku eða að konur almennt hafi

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.