Vera - 01.04.1986, Síða 4
Helga Sigurjónsdóttir
MENNTUN
Fjórir ættliðir í kvenlegg
Hún amma mín var kvenréttindakona og femínisti. Hún var 31
árs um aldamótin, nýgift, tveggja barna móðir og hana dreymdi
um kosningarétt handa konum. Menntunardraumurinn var held-
ur ekki langt undan. Nokkrum árum áður var hún hlutakona á
Eyrarbakka og eignaðist þá dálitla aura. Þá baö hún sóknarprest-
inn í sveitinni aðkaupafyrir sig litla bók sem þá hafði nýlegaverið
þýdd á íslensku. Þetta var bók eftir breska heimspekinginn
Herbert Spencer og hét Um uppeldi barna og unglinga. Þá bók
las hún amma mín mikið og vitnaði oft í hana síðar á ævinni. Já,
hana ömmu mína dreymdi um svo margt. Gott heimilislíf og um-
hyggjusaman eiginmann, góð húsakynni, hreinlæti og hollan mat
og nokkur auraráð. Það var erfitt að vera svona fátæk, enn erfið-
ara þó að þurfa að biðja eiginmanninn um hvern eyri þá sjaldan
einhverjir peningar voru til. Þá hefði hún líka getað gengið í kven-
félagið. Það kostaði krónu og það fannst eiginmanninum of mik-
ið. Hann var líka á móti svona kellingafélagsskap. „Þetta breytist
þegar konurnar fá kosningarétt“, var viðkvæðið hjá henni ömmu
minni og mikið varð hún glöð árið 1915 þegar hún fékk að kjósa
í fyrsta sinn. Þá var hún 46 ára.
Hún mamma mín var miðaldra um miðja öldina. Þær eru jafn-
gamlar hún mamma og öldin. Mamma er líka kvenréttindakona
4
og femínisti. Hún er lengi búin að notfæra sér kosningaréttinn
sem hún amma mín færði henni og hún þurfti ekki að biðja eigin-
mann sinn um hvern eyri en hanaskorti menntun. ,,Þaðer mennt-
unin sem dugar,“ sagði hún við mig. ,,Þú skalt læra, mennta þig
sem mest. Þáfæröugóöavinnuoggott kaup. Samakaupog karl-
amir. Þaö er óþolandi þetta kvenmannskaup. Þú átt að verða
sjálfstæð."
Ég fór að ráðum móður minnar og lærði heilmikið og var ung
komin í allgóða vinnu og hafði heldur gott kaup og sama kaup og
karlarnir við hlið mér. Það var fyrir 30 árum. Ég var barnakennari
en þá var það karlastétt að mestum hluta og launin svo góð að
nægði vel til að framfleyta heilli fjölskyldu. Eiginkonur karlkennar-
anna unnu yfirleitt ekki utan heimilis. Já, hún mamma mín hafði
rétt fyrir sér. Menntunin var leiðin til kvenfrelsis, hélt ég þá.
Nú er hún dóttir mín rúmlega tvítug og að velta fyrir sér framtíð-
arstarfi. Ég sjálf er miðaldra, búin að auka menntun mína mikið,
orðin menntaskólakennari en hef sennilega ívið lægri laun en ég
hafði í barnakennslunni fyrir 30 árum. (Ég finn þetta með saman-
burði á kaupmætti og hvað kostar að framfleyta fjölskyldu á ein-
um launum. Ég gerði það þáog geri það líka nú). Ég hef ætíð hvatt
dóttur mína til að mennta sig og geri það enn. Kostirnir eru ótví-