Vera - 01.04.1986, Qupperneq 6
KVENNAMENNTUN
Fjórir ættliðir í kvenlegg
ist almennt og aö sjálfsögöu er bráðnauðsynlegt að halda sér við
og tileinka sér nýja, faglega þekkingu. Það á við um öll störf. Það
sem stingur í augu er að „strákamenntunin", iðn- og tækni-
menntun svo og menntun sjómanna og vélstjóra, hefur hvorki
lengst né þyngst neitt svipað þvíog ,,stelpunámið“ hefurgert. Að
minnsta kosti er ekki krafist 2—4 ára undirbúningsnáms í fram-
haldsskóla til að komast í ,,strákanámið“. Þar dugar enn grunn-
skólapróf. Sennilega höfum við konur rasað um ráð fram og gert
stúlkunum of erfitt fyrir að afla sér starfsmenntunar. Karlarnir
hafa farið sér hægar í þeim efnum. Þeir virðast síður gera óhófleg-
ar og stundum óþarfar námskröfur til strákanna nema þá að
öruggt sé að það færi þeim eitthvað í aðra hönd.
Núna er það lýðum Ijóst að við konur höfum ekki haft erindi sem
erfiði. Vegur kvennastarfanna hefur ekki aukist og launin ekki
hækkað þrátt fyrir alla þessa menntun sem konurnar eru búnar
að verða sér úti um. Því virðist meira að segja öfugt farið. Því meiri
sem menntun kvenna er og munurinn á menntun þeirra og karl-
anna minnkar þeim mun meiri verður launamunur kynjanna. Við
skulum þess vegna horfast í augu við þá staðreynd að vegur
starfa fer eftir því hvort kynið stundar þau og nánast engu
öðru. Öll störf sem konur stunda að meirihluta eru lítils metin og
lágt launuð. Væru konur t.d. verkfræðingar og læknar en ekki
karlar, þá væri hvort tveggja láglaunastörf. Karlarnir yrðu ekkert
í vandræðum með að svindla og hafa rangt við og þykjast svo al-
saklausir.
Ég tel engan vafa leika á að launalækkunarstefnan nú sé beint
andsvarvið útivinnu kvennaog kvennabaráttu undanfarinnaára.
Hið óopinbera bræðralag hefur sennilega ákveðið á sjálfan
kvennafrídaginn 1975 að grípa til sinna ráða. Svo þykist enginn
skilja neitt í því hvers vegna allt í einu er komið tvöfalt launakerfi
í landinu þar sem konur fá greitt samkvæmt sílækkandi opinber-
um töxtum en karlar (flestir) eftir einhverju duldu kerfi sem enginn
þykist bera ábyrgð á.
Karlþekking í háskólunum
Það tókst að leika á okkur allar. Hana ömmu mína sem hélt að
leiðin til kvenfrelsis lægi gegnum pólitíkina. Hana mömmu sem
taldi menntun farsælustu leiðina að sama marki. Og mig, sem
trúði að besta ráðið væri að efla veg ,,kvennastarfanna“ með
nógu erfiöu og löngu námi.
Það þýðir samt ekki að „gráta Björn bónda“ og enn síður gagn-
ar að ásaka hver aðra, hvorki þær sem enn eru lífs né hinar sem
liðnar eru. Við skulum doka við og ráða ráðum okkar. Nú vitum
við að mótspilarinn mun hafa rangt við hvenær sem hann þarf
á því að halda og þess vegna skulum við ekki lengur leggja öll
okkar spil á borðið. Körlunum kemur ekki við allt sem okkur fer
á milli.
Við skulum byrja á því að endurskoða menntunina sjálfa. Þá
þekkingu sem karlaveldið hefur ákveðið að sé „rétt" og hin eina
nauðsynlega. Við skulum huga að annarri þekkingu sem þetta
sama veldi hefur fyrir löngu dæmt ómerkilegt og einskis virði og
því enga ástæðu til að miðla henni til næstu kynslóðar.
Háskólarnir eru efstir á blaði. Þar er þekkingin ákvörðuð og
þaðan er henni stjórnað. Saga nútímaháskóla er ekki löng, að-
eins um 300 ára en ekki að sama skapi falleg. Blóði drifin á stund-
um. Nútímavísindi voru að mótast meðan enn var verið að brenna
konur í Evrópu og Bandaríkjunum. Konur sem virðast hafa verið
vaxandi „visindum" óþægur Ijár í þúfu. Það var að verða til ný
stétt ungra karlmanna sem höfnuðu reynslu og þekkingu fyrri
kynslóða. Ekkert skyldi teljast satt og rétt nema það yrði sannað
vísindalega. Þeir sjálfir ákváðu hvað taldist vísindalegt. Hin
„hreinu" vísindi tóku sæti guðs, um þau þurfti ekki að efast. Þau
voru óskeikul. Engar tilfinningar, engar skoðanir, engin viðhorf.
Allt hlutlægt og hlutlaust, óháð öllu í veru mannsins. „Mælið allt
sem mælanlegt erog geriðþað mælanlegt sem er þaðekki (nú)“,
sagði Galileó Galilei. Sporgöngumenn hans hafa hlýtt orðum
hans dyggilega m.a. annarra sálfræðingar. Stærstu guðirnir þar
eru Freud, Piaget og Kohlberg sem allir hafa mælt og vegið
mannlega eiginleika. Þar hafa konur fengið slæma útreið, en hér
er ekki rúm til að rekja það frekar.
Það er langt síðan kvenfrelsiskonur komu auga á sambandið
milli kvennakúgunar og mennta- og vísindastefnu háskólanna.
Virginía Woolf skrifar um það þegar árið 1938 í bókinni Three
Guineas og Adrienne Rich fjallar um sama efni í bókinni Toward
a Woman-centered University (1973). Þær benda báðar á að há-
skólarnir séu klúbbar fyrir karlar þar sem vísindi þeirra og fræði
séu kennd. Konur megi koma þar inn fyrir dyr og sitja við fætur
meistaranna og nema af þeim fræðin. Þær eigi þangað hins veg-
ar ekkert erindi með sín eigin fræði, visku sína, reynslu og líf.
Reyni þær það er eins víst að illa fari. Þeim verður vísað á dyr,
þær frystar úti, taldar óvísindalegar, fá ekki rannsóknarstyrki
o.s.frv. Þessi er líka reynsla margra háskólakvenna. Adrienne
Rich segir ennfremur að sú þekking sem konur þurfi á að halda
sé ekki framleidd í háskólunum og eigi ekki upp á pallborðið þar.
Háskólaþekkingin er fyrir þá sem fara með völdin og meðan svo
er eiga konur þangað lítið erindi, segir hún. Hún telur heldur ekki
líklegt, að háskólarnir séu ginnkeyptir fyrir því að rannsaka eigin
sögu eða kvennasögu og heldur ekki sögu þeirra minnimáttar
yfirleitt. „Konur vilja rannsóknir fyrir fólk, ekki rannsóknir á fólki“,
segir hún. Og jafnrétti til náms er ekki bara rétturtil að tileinkasér
karlafræðin.
Kvennanám, kvennaskóli, kvennaháskóli
Hvað eiga konur að gera? Og hvað eiga íslenskar konur að
gera í menntunarmálum sínum? Ég hef ekki svör á reiðum hönd-
um við þessum spurningum en langar samt að reifa lítillega þrjú
atriði.
1. Ég tel að við konur eigum að endurskoða „kvennanámið"
og ráða því sjálfar. Það hefur ekki einasta lengst og þyngst
heldur hefur eitthvað af því færst úr höndum kvenna og til
karla. Ég á aðallega við hjúkrunarnámið sem nú er komið á
háskólastig við hliðina á læknisfræöinni sem er afar lituð af
menningarheimi og hugsunarhætti karla. Ég held að hjúkr-
unarmenntunin hafi áður verið fremur mótuð af kvenna-
reynslu og viðhorfum kvenna. Ljósmæðraskólinn er víst far-
inn sömu leið. Kannski fer eins fyrir Fósturskólanum. (Ég get
varla tekið mér í munn þetta orðskrípi. Hvers vegna mega
karlar ekki vera fóstrur alveg eins og konur eru kennarar? Ég
vona að nafni skólans verði breytt aftur hið fyrsta). Ég er viss
um að margt í þeim fræðum sem konur eru nú að tileinka sér
í þessu kvennanámi er hreint bull en kennt sem vísindi t.d.
ýmsar sálfræði- og þroskakenningar sem einmitt nú sæta
mikilli gagnrýni. Slík fræði geta hæglega orðið til tjóns.
2. Við skulum endurreisa Kvennaskólann gamla og breyta
honum í kvennamenntaskóla eins og til stóð um árið þegar
öll lætin urðu. Það var allt á misskilningi byggt. Misskilningi
okkar sem ekki skildum þá hvað jafnréttishugtakið er hættu-
legt og vandmeðfarið.
3. Loks skulum við stofna vísi að Kvennaháskóla. Kannski í
Hlaðvarpanum. Bæði Adrienne Richog VirginiaWoolf mæla
með sérstökum kvennaháskólum þar sem konur geta fengið
næði til að rannsaka menningu sína, móta menntun sína,
miðla þekkingu sinni og vinna af heilindum og með heilum
manneskjum. Ekki einhverjum hálfmennum sem hafa að-
skilið hjarta og heila. Frænkur okkar í Noregi, Berit Ás og
Harriet Holter hafa þegar látið til skarar skríða og komið á fót
kvennaháskóla í Hamar. Mig langar mikið til að fá fréttir af
starfinu þar.
Helga Sigurjónsdóttir
6