Vera - 01.04.1986, Síða 10

Vera - 01.04.1986, Síða 10
Þegar rætt er um að bæta þurfi skóla landsins, endurnýja strætisvagnakerf- ið og fleira þess háttar, segja yfirvöld oftast að ekki séu til peningar. Allt kost- ar peninga. Það vitum við mætavel. Það er einmitt þess vegna sem lagðir eru skattar á fólk beinir eða óbeinir. Flestum ber saman um að nauðsynlegt sé að leggja eitthvað af mörkum til sameiginlegrar neyslu. Hversu mikið og á hvern hátt er aftur á móti deilt um. Það er líka deilt um hvað sé nauðsynlegast, það er á hvað beri að leggja áherslu. Er til dæmis mikilvægara að hafa gervigras í Laugardalnum heldur en að hafa ódýr fargjöld í strætó? Trúlega hugsa fæst okkar um það þegar við borgum í strætó, að á bak við upphæðina liggi pólitísk ákvörðun. Og í rauninni er sama hvar við berum niður; okkar daglega líf er fullt af póli- tík. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. ,, Eg heiti Hanna og er 18 ára. Ég leigi herbergi í risi í Reykjavík. Það er u.þ.b. 4m2. Ég hef aðgang að klósetti ásamt tveimur öðrum, þar er lítill vask- ur en ekkert bað. Það getur verið vandamál að heimsækja mig vegna þess að dyrnar niðri eru læstar en engin dyrabjalla er upp í risið og ég hef auðvitað engan síma. Ríki og sveitarfélög (borgin) taka þátt í kostnaði. Frum- kvæði þarf að koma frá sveitarfélögum sem svo þurfa heimild frá ríki. Það ræðst þvífyrst og fremst af vilja borg- aryfirvalda hvort komið verði á mötuneytum í skólum borgarinnar. Ljósm. Guðrún Kristmundsdóttir. Cg er í Fjölbrautarskóla á uppeldis- sviði. í uppeldisfögunum, þ.e. sálfræði, félagsfræði og sögu, eru nánast ein- göngu stelpur og aðeins 2—3 strákar í bekk. Það er litið á uppeldisfögin sem stelpufög. Sagan sem ég læri er upp- eldissaga og fjallar um skólagöngu barna á þessari öld. Mér finnst höfundurinn reyna að vera jafnréttis- lega sinnaður en stundum gleymir hann sér og setur námsefnið fram út frá karlasjónarmiðum og tekur það sérstaklega fram ef hann talar um að- ra en karla þ.e. konur. Hann notar líka óafvitandi setningu eins og: ,,hann er að passa börnin'! I uppeldisfræði er mikið rætt um hlutverk kynjanna, mis- mun á þeim og uppeldi barna í sam: bandi við þeirra kynsvið. Kennarinn er mjög jafnréttissinnaður. Stundartaflan er götótt og kemur það sér oft illa. Það er eitt sem ég vildi minnast á, það eru matarmálin mín. í skólanum er ekkert mötuneyti og ekki hef ég að- gang að eldhúsi. Afleiðingin er sú að ég lifi aðallega á sjoppufæði sem bæði er óhollt og dýrt. Clins og ég er búin að segja eru stelpur í miklum meirihluta í bekknum. Ég er undrandi á því hvað þær eru óvirkar og hræddar við að láta heyra í sér. Við erum komnar á afmarkað svið í skóla, og þar af leiðandi búnar að ákveða hvað við ætlum að verða. En orsökin getur verið sú að þær hafa vanist því í grunnskóla að strákarnir 10

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.