Vera - 01.04.1986, Síða 13

Vera - 01.04.1986, Síða 13
Anna María, 23 ára, vinnur við skrifstofustörf Júlía, 18 ára, nemandi í Fjölbraut við Ármúla Ljósm. Guörún Kristmundsdóttir Vonleysistónn í fólki Anna: Mér finnst aðfólk á mínum aldri tali um pólitík eins og ein- hvern skrípaleik. Flestir standa í svo ofboðslegu miklu basli og eru á kafi í vinnu, aö byggja eða að eiga börn. Mér finnst vonleys- istónn í fólki gagnvart pólitíkinni og talað um hana eins og skrípa- leik. Þú getur farið á kjörstað og kosið og þá ertu búin að gangast undir að taka þátt í þessum skrípaleik. Júlía: Já, fólk safnast saman á kaffihúsum og andmælir stjórn- arkerfinu, en er ekki virkt. Díana: Maður finnur fyrir því aö það eru einstaka manneskjur í Versló sem eru farnar að mynda sér skoðun til þess að fara að kjósa og maður finnur að þeir eru akkúrat í hópnum með foreldr- um sínum. Anna: En það er náttúrlega hægri stimpill á Versló, finnst þér það vera rétt? Díana: Ég veit það ekki, en ég held samt að meiri parturinn sé fylgjandi Sjálfstæðisflokknum. Anna: Það er mjög afmarkaður hópur sem er virkur í þessum æskulýöshreyfingum hjá flokkunum, manni finnast þeir vera hálf- gerð ættarveldi. Stelpa í pólitík álitin brussa Díana: Ég held að það sé mikið meira um það að strákarnir séu í pólitíkinni heldur en stelpur. Júlía: Er ekki meiri metnaður hjá strákum strax í gagnfræða- skóla? Helga: Ég hugsa að þeir gaspri bara meira. Anna: En hafið þið ekki tekið eftir því að í skólum er stelpa álitin hálfgerð brussa eða bredda ef hún er virk í pólitik, ef hún er ekki nógu sæt og skemmtileg. Júlía: Það er ætlast til þess að strákar viti eitthvað um pólitík, aftur á móti í uppeldi á stelpum þá er þetta aldrei neitt mál og ekk- ert verið að pæla í svona hlutum. Anna: Þaö hlýtur náttúrlega að vera mjög einstaklingsbundið. Júlía: Já, en ef maður litur á hópana í heild í gagnfræðaskólun- um, þá eru skörp skil á milli. Anna: Já, en mér finnst þetta vera svolítið að breytast, það er verið að tala meira um að beina stelpum meira inn á raungreinar og tækni, sem er náttúrlega bara af hinu góða. . . en það er í raun og veru ekki algott, vegna þess að það ætti frekar að hefja þessi hefðbundnu kvennastörf til vegs og virðingar. Við ættum ekki að þurfa að verða verkfræðingar eða pólitískusar til að vera gjald- gengar það er í raun og veru verið að lýsa dýpstu fyrirlitningu á þessum kvennastörfum. Það þurfa kannski bara að vera báðar leiðir til. L 13

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.