Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 18

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 18
klæðum einum saman með íslenska fánann sér við hliö. Það væri ekki amaleg auglýsing fyrir íslenska fataframleiðendur!" AMBÁTTARBEKKURINN mjúku gildin svokölluðu. Þegar Kvennaframboðið fór af stað þá man ég eftir því að ég las grein í blaði eftir Bryndísi Schram, að mig minnir, þar sem hún sagði að Kvennaframboðið væri tíma- skekkja. Skekkjan lá í því að það hefði átt að koma fram a.m.k. 30 árum fyrr. Ég sé engan tilgang með því að konur fari inn í flokkana með körlunum. Af hræðslu við Kvennaframboðið og Kvennalistann þá punta gömlu karlaflokkarnir framboðslista sína meö kvenfólki, en þær konur ráða engu. Karlarnir halda áfram að stjórna svo þetta er algerlega tilgangslaust. Fjórflokkarnir eru allir eins, á þeim er stigsmunur en ekki eðlis. Ólíkt Kvennaframboðinu og Kvennalistanum, þá markaði til- koma Jafnréttisráðs engin spor. Enda aldrei til þess ætlast, það átti bara að vera dúsa upp í konur. Það hefur verið ákaflega lit- laust og hefur engu breytt að mínu mati.“ JiZute 7á -K á milU sm frffr01 má/um °9 komaaff tarfé,a^ að samningarnir °9 kref/ast þess Samstart flokkum þjóðféian9- aunarná/om. Konur í n/f ramaöfllon au9a mUnu samafnastúmaZ c aerður fyrir kúúnn^m™ kjarasamningi semVakarh Slmur,u* (Konur fánauð igsaj Nú eru 4 ár síðan Kvennaframboðið fór inn í borgarstjórnina og 3 ár síðan Kvennalistinn fékk fulltrúa á Alþingi. Hvernig finnst þér hafa tekist til? ,,Ég dáist að þessum konum sem hafa staðið í baráttunni. Mér finnst alveg stórkostlegt að þetta skyldi hafa komið. En Kvenna- framboðin hafa fengið allt of litla umfjöllun í fjölmiðlum. Það er eftirtektarvert hversu hlutur þeirra hefur verið rýr eins og t.d. í sjónvarpinu. Mig langar til að taka eitt dæmi þar sem rætt var um stóriðju í sjónvarpinu. Þar var enginn frá Kvennalistanum, ein- tómir karlar. Þetta kalla ég vitaverða hlutdrægni. Svo þegar hé- gómi eins og fegurðarsamkeppni er á döfinni þá fara fjölmiðlarnir af stað, með írafári, eins og t.d. sjónvarpið sem eyddi miklum tíma af dagskránni tvo daga í röð til þess að fjalla um þennan ,,heims- atburð“. En fundur þeirra Reagans og Gorbasjofs í París var bara smáfrétt sem lítil skil voru gerð í sjónvarpinu. Nú þykir við hæfi að setja fósturlandsins Freyju á sölutorg. Ég man eftir því að þegar ég var krakki þá var til póstkort af fjallkon- unni, líklega á Heklutindi. Kannski fara þeir nú að gefa út nýtt póstkort af henni þar sem hún tónir á hæsta fjallstindinum á nær- 18 veraidi oorðirgerzt. ^annigþafaaniru"™carfe°a þreyt Konur verða að vau h /msso9u/egirat. tví'Ss,:: Jalsbor/nnar konu" (Hvers eiga konur að gjalda? jg5^ Hulda og Svanhvit „Égséekki neinabjörgun fyrir mannlífið nema konur hafi miklu meiri áhrif á gang mála en þær hafa haft, taki við með sin mann- eskjulega gildi. Þetta þykir kannski of róttækt en karlar hafa verið við völd frá alda öðli og hvernig lítur heimurinn út í dag? Hann er á heljarþröm og ég held að þaö eina sem gæti bjargað heiminum væri að konur settust við stjórnvölinn. Og það kemur að því fyrr eða seinna, það er að segja ef við verðum ekki kjarnorkunni að bráð.“ Nú hlýtur að vakna sú spurning þegar þú ert hlynnt þessum kvennaframboðum og finnst þetta eina rétta leiðin, hvers vegna þú tekur ekki virkan þátt? ,,Ja, ég hef baraengan tímaeðagetu til þess og auk þessorðin alltof gömul. Tíminn hefur verið svo lítill, þegar maður er alltaf að annast börn. Það er krefjandi starf að vera með fatlað barn og svo er alltaf. . . ég var nú bara með 4 í gær.“ Þaö aö Hulda sé orðin „alltof gömul“ og hafi ekki getu vill Vera ekki fallast á. En hitt að það sé krefjandi starf og tímafrekt að ann- ast börn vitum við mæta vel, þó að þau séu heilbrigð. Hver ástæðan er fyrir því að sjötug kona tekur þann kost að taka að sér 5 ára ósjálfbjarga barn er önnur og lengri saga sem ekki verður rakin hér að sinni: ,,Fólk er hissa á mér en það kemur ekkert við mig. Maður verður bara sjálfur að fara eftir sinni eigin samvisku. Fyrir mig er ekki um annað að ræða á meðan er I pott- inn búið eins og verið hefur fyrir fatlað fólk í þjóðfélaginu“. k.a.á. og K.BI.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.