Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 21

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 21
var efnt til samskota og komið upp kofa fyrir þær sem hékk upp til ársins 1857 þegar hann fauk í óveðri. Næstu 3 áratugi var ekkert gert til að bæta úr ástandinu fyrr en Thorvaldsens- félagiö sá um að komið var upp litlu bárujárnsklæddu timbur- skýli 1887. 1902voru nokkrarframkvæmdirtil batnaðarvið Laugarnar. Þá lét Knud Zimsen steypa stétt í kringum þær og laugar- barmarnir voru hlaðir upp. Bogagrindurnar voru þá einnig settar yfir. Þessar framkvæmdir gerðu það að verkum að nú áttu þvottakonurnar ekki lengur á hættu að kollsteypast ofan í sjóðandi vatniö þegar þær bogruðu yfir því. Þótt notkun á Laugunum hafi alltaf verið mikil var hún þó mest á árunum 1916—1921, vegna kolaskortsins sem kom í kjölfar stríðsins í Evrópu. Þá hefur sennilega mikið verið skvampað, hrópað og skeggrætt inn í Laugardal. Öðru hvoru Qáfu þær sér tíma til að rétta úr bakinu til að fá sér kaffisopa 'agaðan úr hveravatni og spjalla. Það hefur sennilega ekki verið til sú vinnukona í Reykjavík á þessum árum sem ekki lagöi leið sína i Laugarnar einu sinni í viku, „kvenfólkið sem enginn kærði sig um". Á skútuárunum komu þarna einnig franskir skútusjómenn og þvoðu af sér. Þeir notuðu eystri laugina, en hún var minni og ekki eins heit og aðallaugin fyrir vestan hana. 1930 kom Hitaveitan og virkjaði aðallaugina en við það minnkaði vatnið í Laugunum mikið. Gömlu laugarhúsin sem voru orðin tvö voru rifin, en 1942 var reist þvottahús sem nú er horfið. Alveg fram til 1960 notuðu konur þvottahúsið. Sumar höfðu jafnvel með sér litlar þvottavélar sem hægt var að stinga í samband þarna í þvottahúsinu. Áður rann Laugalækurinn á milli lauganna tveggja en hann er einnig horfinn. Það er hætt við að þeim fyndist ýmislegt hafa breyst, vinnu- konum fyrri alda, ef þær litu við í Laugardalnum núna. Laugarnar sem einu sinni voru á allra vörum eru nú flestum gleymdar og þvottakonan hans Ásmundar myndhöggvara bograr yfir tómum balanum. Þegar næstu kynslóðir eiga leið hjágömlu steinþrónum og bogagrindunum hafa þær ekki hug- mynd um hvað þarna fór fram! . . . að þarna var einu sinni líf í tuskunum! Gyða Gunnarsdóttir Heimildir: „Islandsferö J. Ross Browne 1862" Morgunbl. 27. 8. 1961 — Úr bæ í borg — K. Zimsen — Vinna kvenna á íslandi I 1100 ár — Anna Sigurðardóttir 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.