Vera - 01.04.1986, Side 26

Vera - 01.04.1986, Side 26
Skólinn sem mín börn sækja er í 75—80 kílómetra fjarlægö frá heimili okkar og ekki um annað aö ræöa en heimavist. Bílvegur er ekki fær nema hluta úr árinu og ferðin úr og í skólann miðast mest viö feröir flóabáts, sem er tvisvar í viku en sú ferö getur tekiö marga klukkutíma ef illa stendur á sjó. Forskóli er fyrir börn frá 7—10 ára aldri, 10 dagar vor og haust. Hann er ekki skylda en er góöur undirbúningur fyrir börnin til aö venjast skólalífinu og allri tilhögun. Á þessum aldri skiptir heimanámiö mestu máli og þaö veröa foreldrar og vandamenn aö sjá um og mjög áríðandi aö börnin séu orðin vel læs 10 ára, því aö þar á veltur allur lærdómur þeirra eftir þaö. Kennari á aö koma tvisvar — þrisvar yfir veturinn til aö fylgjast með árangri og setja fyrir en þaö fer nú eftir veöri og færð hvort sú áætlun stenst. — Nú binda menn ekki skíöi á fætur sér og ganga fleiri tugi kílómetra eins og gömlu farkennararnir. Viö 10 ára aldur hefst hin eiginlega skólavist barnanna og þá má segja aö þau fari frá heimili sínu fyrir fullt og allt. Skólinn byrjar í október og er til aprílloka. Þetta eru þriggja vikna kennslutímabil og u.þ.b. hálf vika heima eöa ein ef vel stendur á ferðum. Á tíma- bili var reynt aö aka börnunum heim um helgar meöan fært var á haustin en svo furðulegt sem þaö virðist vera þá voru ýmsir for- eldrar því mótfallnir, vildu jafnvel aö börnin væru sem lengst í skólanum og töldu heimferðir skapa óróa og rót kæmist á þau. Mitt viöhorf er aö meö þetta löngum fjarvistum ungra barna sé mikil hætta á að tengsl þeirra viö heimili og heimafólk rofni aö meira eöa minna leyti. Ein nágrannakona mín orðaði þetta svona: ,,Eftir aö þau eru orðin 10 ára er óhætt aö setja leikföngin þeirra upp á háaloft, þau hafa aldrei tækifæri framar aö leika sér aö þeim“. Ég tek undir þessi orö og ég get líka skilið þá foreldra sem hafa flutt búsetu sína til aö þurfa ekki aö láta börnin frá sér. Þaö er mikill vandi á höndum þeirra sem veröa aö senda 10 ára börn aö heiman og svo þeirra sem taka viö þeim í skólanum og fá þar for- eldrahlutverkið. Ábyrgö kennaraliös er mjög mikil en því miður er oft litiö á barnakennarastarfið hér sem eins vetrarstarf sem veitir góöar tekjur, gjarnan hjónanna beggja, frítt húsnæði og litlir möguleikar til að eyða kaupinu. Svo er aftur farið suöur og nýja húsiö fullgert en nýr kennari og alls ókunnur kemur í staðinn. Ég harma þá aöstööu mína aö hafa ekki getað veitt börnum mínum þann stuöning við heimanám sem ég hlaut hjá mínum foreldrum og var mér ómetanlegt. Þaö er mikiö álag hjá 10 ára barni aö veröa að standa á eigin fótum við nám og daglegt líf eins og full- oröin manneskja og e.t.v. eiga I baráttu viö skólafélaga og kenn- ara, eitt og yfirgefið. Sem betur fer gengur þetta oftast áfallalitið en hitt er líka til. Svo liggur leiöin upp í héraðsskólann og þá taka við nýir kenn- arar og félagar. í skólanumsem hér um ræöir er meiri hluti nemendaaökominn og misjafn sauöur í mörgu fé. Margir þeirra eru börn einstæðra foreldra eöa skilinna og eiga ekki venjulegt heimilislíf aö baki sér. Þessar aöstæöur setja oft annan svip á þessa nemendur og heimabörnin hverfa í þann hóp. Vissulega þarf aö gæta þess aö ekki séu of margir nemendur teknir inn í skólann sem aörir kenn- arar hefa gefist upp á aö gæta og hafa stjórn á hluta úr deginum en þarna verður aö sjá um allan sólarhringinn. Hvaö nám snertir þá vildi ég aö meiri áhersla væri lögö á þær námsgreinar sem snúa að móöurmálinu. Ég tel það illa fariö, þegar hætt er að mestu leyti aö láta börnin læra kvæði og réttritun er ekki eins mik- ið atriði og áöur var. Ég tala nú ekki um ritgerðir og frásagnir. Nám virðist mér nú oröiö vera allt of yfirboröskennt, það er gripið í hitt og þetta en minna um aö lært sé til hlítar. í sem stystu máli er viðhorf mitt mótað af þeirri staðreynd að ég læt börnin mín frá mér 10 ára. Viö þeim taka kennarar og skóli. Þaö þarf gott fólk ef vel á að fara til aö taka þessi störf aö sér og þaö er ekki nóg að hafa langa skólagöngu aö baki, þaö þarf skiln- ing og kærleika til aö geta tekið vel á móti þessum litlu börnum rssr&£b,a teýrt Áse \esa f bréírrtara. f byrmdi # iððstefnun™ Ve[U !ésum Þess^e. ,W ^ Þegar v\ö ' merkinga, Þcrt oickens ''« ' 0,ð5'"S, S weysl ffl batnaöa. e'ðan “ nn J6 og ma<gt “ey upplýsingat sem 'e^ mdi sín "oréturn taknrænt u ''' ÞeS5ön þann dag I, dag I« b'°e ,lW>i ei um að ternig enn p á \s\andr. I Pe , ndahátt og and- linni máttar e aö \rða tyrir so ^ Vernda eða börn se u rbnu þeirrasem 9 i_ia\da maa^ araleysi hinne best undir íullorðinsan d aö leiðarljós' .au og Pú^\ub® rteiðu nse að i Þess0 oarwins kenn'nQ?Jrfsem harðastir eru- einhversKona qrunnsKólaaldn á grunn- - Pá e'nerak"nQea ttamKoma við Vn9n f°ép\eg mis- Þein^r^V oð r^^tSesk^'Vr—dum og þaö þarf meira samband viö heimilin til aö átta sig á öllum að- stæöum. Kaup og kjör kennara hafa veriö mjög til umræöu þennan vetur sem nú er að líða. Þaö er sjálfsagt að kennarar hafi góö laun en því miöur er hátt kaup engin trygging fyrir því aö til starfsins veljist fólk meö réttu hugarfari. í þessu tilfelli er þaö manneskjan sjálf sem mest er um vert, því eins og stendur í gamalli bók: ,,Þó aö ég talaði tungum engla, en heföi ekki kærleika, væri mál mitt sem hljómandi málmur og hvellandi bjalla". Asa Ketilsdóttir Laugalandi v/ísafjarðardjúp 9 Wað'A ótta stvvn ?

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.