Vera - 01.04.1986, Page 30

Vera - 01.04.1986, Page 30
I Kynlíf, barneignir, fóstureyöingar og fátækt Áriö 1975 voru sett ný lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Frumvarp þetta hafði í för með sér þær breytingar að fóstureyðingar eru nú leyfðar af félagslegum ástæðum, en áður voru þær einungis leyfðar af læknisfræðilegum ástæðum og ef konu hafði verið nauðgað og orðið þunguð sem afleiðing af því. í þessum lögum, nr. 25 frá 1975, er kafli sem kveður á um að aukin verði fræðsla um kynlíf og barneignir og að getnaðarvarnir verði öllum aðgengilegar. í skýrslu um fóstureyðingar árin 1976—1983, sem gefin er út af landlæknisembættinu og tekin er saman af Guðrúnu Sigríði Vilhjálmsdóttur, kemur fram að tíðni fóstureyð- inga hefur aukist mikið hér á landi. Margir hafa brugðist hart við og kennt um heimildinni um fóstureyðingar af félagslegum ástæðum. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25 frá 1975 þess efnis að nema á brott þessa heimild. Svo virðist sem aðilum þessum hafi yfirsést sú stað- reynd að áður en lögin frá 1975 gengu í gildi, voru fóst- ureyðingar framkvæmdar sem komu aldrei fram á skýrslum og einnig tíðkaðist það að fara erlendis í að- gerðir sem þessar. Upplýsingar um raunverulega aukn- ingu fóstureyðinga eru því ófáanlegar þar sem ekki er vitað nákvæmlega hve margar konur fóru í svona að- gerðir áður en lögin voru sett. Einnig má benda á að aukning fóstureyðinga svo og sú staöreynd að íslendingum fjölgar ekki eins mikið og spáð hefur verið er í beinum tengslum við hvernig búið er að börnum og foreldrum í þjóðfélaginu. Lág laun hafa orðið til þess að báðir foreldrar verða að vinna úti til þess að geta séð fjölskyldunni farborða. Eftir sem áður er dagvistun fyrir börn takmörkuð, félagsleg þjónusta í lágmarki, óðaverðbólga, óverðtryggð laun og svo mætti lengi telja. Á ráðstefnu um fátækt á íslandi, sem haldin var helg- ina 15.—16. mars s.l., kom fram að fjórðungur heimila á íslandi lifa af tekjum sem eru undir fátækramörkum. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Snævarr, hagfræð- ings, sem hann flutti á ráðstefnunni og fjallað var um í Þjóðviljanum þann 18. mars s.l. Sigurður byggði niður- stöður sínar á skattframtölum frá 1985 og reiknaði fá- tækramörkin út frá útgjöldum vísitölufjölskyldunnar. Ef kjör myndu batna, dagvistunarrými yrðu fáanlegri, fræðsla aukin þyrftu konur ekki að grípa til þessa ör- þrifaráðs sem fóstureyðingar eru. Kvennalistinn hefur barist fyrir því að ,,tryggja konum þau sjálfsögðu réttindi að bera ábyrgð á lífi sinu og gjörðum og átt val þar um sem ábyrgir, sjálfstæðir og fullveðja einstaklingar", eins og Sigríður Dúna komst að orði á Alþingi fyrir skömmu þegar fóstureyðingar voru til umræðu. Enjafnframt benti hún áað þetta þýddi ekki að Kvennalistinn væri meðmæltur fóstureyðingum og sagöist hún eiga enga ósk heitari en að konur þyrftu ekki að grípa til þessa neyðarúrræðis að láta eyða fóstri. Lögin f rá 1975 var stórt skref fram á við í réttindabaráttu kvenna sagði Sigríður Dúna, en í þessum lögum er heill kafli sem fjallar um fræðslu um kynlíf og barneignir og um nomun getnaðarvarna sem ekki hefur enn verið framkvæmdur. Kristín Halldórsdóttir benti á í grein í DV 11. mars s.l. að á hinum Norðurlöndunum hefur verið unnið markvisst aðfræðslu um kynferðismál, barneign- ir og fóstureyðingar sem hefur leitt til þess að þungun- um hjá stúlkum undir tvítugt hefur fækkað og tíðni fóst- ureyðinga fer nú fækkandi í þeim löndum. Kvennalistinn hefur frá upphafi vega barist fyrir því að aukin verði fræðsla um kynlíf og barneignir í skólum og að gert verði átak um fræðslu meðal almennings um kynferðismál. Má nefna sem dæmi fyrirspurnir Kvenna- listans til menntamálaráðherra í nóv. 1983 þegar Kristín Halldórsdóttir spurði hvað liði framkvæmd 1. kafla lag- anna nr. 25 frá 1975, um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir. í nóvember 1985 ítrekaði hún þessa fsp. en spurði jafnframt um fyrirkomulag kynlífs- fræðslu í skólum. Menntamálaráðherra sagði að þetta horfði allt til bóta en Kristín skoraði á hann að kynna sér betur hvernig þessum málum væri háttað í skólum. Sagði hún að samkvæmt þeim upplýsingum sem Kvennalistinn hafi aflað þá væri framkvæmd kynlífs- fræðslu algjörlega í molum og nánast undir áhuga hvers kennara komið. Nú í febrúar, í beinu framhaldi af þessum áðurnefndu t fsp., lagði Kvennalistinn fram tvær þált. í þeirri von að eitthvað yrði aðhafst í þessum málum. Tillögur þess- ar eru liður i átaki sem Kvennalistinn leggur til að gert verði til að „efla fræðslu um kynlíf og barneignir og til þess að stuðla að notkun getnaðarvama". Önnur tillag- an er um fræðslu meðal almennings um kynferðismál, þar sem Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að efna til fræðsluherferðar um kynferöismál meðal al- mennings með það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir sem oft enda með fóstureyð- ingu. Hin tillagan er tillaga til þingsályktunar um þátt- töku sjúkrasamlaga í kostnaði vegna getnaðarvarna. Þar er Alþingi hvatt til að fela heilbrigðisráðherra að hrinda nú þegar í framkvæmd ákvæði, sem er í lögum, og segir að sjúkrasamlög eigi að taka þátt í kostnaði við getnaðarvarnir. Þótti tillaga þessi all spaugileg þar sem getnaðarvarnir þykja ekki með dýrustu vörum. En Kristín benti á aö láglaunakonu með undir 20 þúsund á mánuði munar heilmikið um þær krónur sem fara í getn- aðarvarnir. Benti Kristín ennfremur á, að samkvæmt skýrslu landlæknis um fóstureyðingar, voru í 70% til- vika ekki notaðar getnaðarvarnir þegar þungun varð. Bendir þetta til þess að ýmsu sé ábótavant hvað varðar fræðslu um notkun þeirra og möguleika á að nálgast þær og er tillaga þessi borin fram í þeirri von að getnað- arvarnir verið aögengilegri. > Lagaákvæði geta ekki komið í veg fyrir ótímabærar þunganir og fóstureyðingar. Það þarf að efla kynlífs- fræðslu í skólum og gera átak um fræðslu meðal al- mennings um kynlíf og barneignir og notkun getnaðar- varna. Það þarf að gera getnaöarvarnir aðgengilegri en fyrst og fremst þarf að búa betur að konum og börnum í þessu þjóðfélagi. Þjóðfélagi sem státar af því að börn séu alltaf velkomin en býr svo þannig að þeim að stór hluti þeirra hefur engan samastað meðan foreldrarnir vinna langan vinnudag til að hafa ofan í sig og á. i

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.