Vera - 01.04.1986, Qupperneq 32

Vera - 01.04.1986, Qupperneq 32
I > Við borgum sjálf okkar eigin kauphækkanir! Kvennaframboðið á móti ,,tímamótasamningunum“, enda gera samningarnir ráð fyrir að launafólk greiði sjálft sínar eigin kauphækkanir. » ,,Tímamótasamningarnir“ svokölluðu féllu okkur í Kvennaframboðinu ekki alveg eins vel og þeir virtust gera öðrum. Á auka- fundi borgarráðs, þar sem samningarnir og hlutdeild borgarinnar í þeim var til um- ræðu, lagði fulltrúi Kvennaframboðsins í borgarráði, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fram bókun um afstöðu okkar, svohljóð- andi: „Kvennaframboöið í Reykjavík lýsir yfir óánægju sinni með þá kjarasamninga, sem nú hafa verið gerðir og sem af ýmsum eru taldir tímamótasamningar. í kjaramálum kvenna marka þeir hins vegar engin tíma- mót. Þær launahækkanir, sem í þeim felast, bæta ekk- ert kjaraskerðingar undanfarinna ára og gera lægstu taxtana ekki lífvænlegri en þeir hafa verið. I þeim hópi, sem tekur laun samkvæmt þessum töxtum eru konur fjölmennastar. Er það skoðun okkar, að með þessum kjarasamningum sé verið að staðfesta þá láglauna- stefnu, sem ríkt hefur. í samningunum eru engin verð- tryggingarákvæði heldur allt traust sett á það, að ríkis- stjórnin haldi verðbólgunni í 7—9%. í Ijósi fenginnar reynslu fáum við ekki séö, að ríkisstjórnin sé þess trausts verð. Þó í samningunum hafi verkalýðshreyfing- in náð fram ýmsum réttlætismálum, s.s. fastráðningu fiskvinnslufólks og leyfi vegna veikinda barna, þá orkar margt tvímælis. Má í því sambandi t.d. nefna lækkun tolla á fólksbifreiðum, sem áætlað er að muni kosta rík- issjóð um 400 millj. króna á ári. Teljum við að þeim fjár- munum hefði betur verið varið ef ríkissjóður hefði hlaupið undir bagga með sveitarfélögunum og bætt al- menningssamgöngur verulega. Hvað Reykjavíkurborg áhrærir þá hljótum við að fagna þeirri lækkun á þjón- ustugjöldum, sem fyrirhuguð er, s.s. dagvistargjöldum, enda vorum við andvígar þeirri hækkun, sem á þeim var gerð í byrjun árs. Við munum hins vegar ekki sam- þykkja útsvarslækkunina, þar sem við teljum enga tryggingu fyrir því, að ríkisstjórnin haldi verðbólgunni innan þess ramma sem gefinn er. Lækkaðar útsvars- tekjur í ár gætu því annað tveggja leitt til þess að borgin yrði að skera niður nauðsynlegar framkvæmdir og félagslega þjónustu síðar á árinu, eða hún yrði að fara út í stórfelldar lántökur, sem kæmu niður á borgarbúum á næsta ári. Hvorugur kosturinn er láglaunafólki til hagsbóta." Á fundi borgarstjórnar, þ. 6. mars voru samningarnir svo til umræðu og fóru fulltrúar Kvennaframboðsins fram á að greidd væru atkvæði sérstaklega um samn- inginn annars vegar og um lækkun á þjónustugjöldum Hitaveitunnar, Rafmagnsveitunnar og á dagvistargjöld- um, enda vildu þær greiða atkvæði með þeim lækkun um. Við atkvæðagreiðslu um samningana gerði Guð- rún Jónsdóttir svo enn grein fyrir afstöðu okkar til samn- inganna og lagði fram svohljóðandi bókun: „Við greið- um atkvæði gegn samningunum við verkalýðsfélögin innan ASÍ og aðalkjarasamningi við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Afstaða okkar byggist á eftirfar- andi: Samningarnir byggja að megin uppistöðu til á nið- > urgreiðslu opinberra aöila á þeim kjarabótum, sem samningarnir eru taldir fela í sér. Þessar niðurgreiðslur verður launafólk að endurgreiða með beinum og óbein- umsköttum, eðatakaásig auknar byrðarvegnaminnk- andi opinberrar þjónustu. Grundvallaratriði samning- anna felst þess vegna i því, að launafólk standi sjálft undir fyrirheitunum um kjarabætur, — greiði sjálft sínar kauphækkanir. Samningarnir leiða ekki til tekjutil- færslu frá atvinnurekendum til launafólks, heldur inn- sigla þeir kjararán síðustu ára.“ Ms

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.