Vera - 01.04.1986, Page 33

Vera - 01.04.1986, Page 33
 Bb í 1 r i| I < M f * Eru „prinsarnir“ að rumska? Ég ætla aö reyna aö gefa ykkur hugmynd um hvernig umræðan um endurmat á störf- um kvenna hefur þróast uppá síðkastiö inni í borgarstjórn. Til þess verö ég aö minna á aö í sept. sl. flutti ég, fyrir hönd Kvenna- framboösins, tillögu um aö endurmat færi fram á störfum kvenna hjá borginni og aö viö Þaö endurmat fengju þjónustu, umönnunar °g frumframleiðsluþættir kvennastarfanna sama vægi viö mat til launa og ábyrgðar- fi'umkvæmis- og þekkingarþættir heföbund- inna karlastarfa. Þessi tillaga fékk náttúrlega ekki stuðning enda all- róttæk í eðli sínu og hefði þýtt algjöra uppstokkun á röð- un í launaflokka og (vonandi) kynbundnu misrétti launa. Tillögunni var vísað til umsagnar embættismanna- nefndar borgarinnar, sem skilaði því verst unna og for- dómafyllsta áliti sem ég hef séð koma frá embættis- mönnum borgarinnar. Álitið var kynnt í Veru og því ástæðulaust aö fara um þaö mörgum orðum hér. í borg- arstjórn var það til umræðu í okt. sl. Við lögðum þá til að því væri vísað frá og borgarstjórn lýsti þannig andstöðu við þessa umsögn. Enginn studdi þá tillögu okkar. Á þessum sama fundi lagði Sigurjón Pétursson fram tillögu um að borgin og Starfsmannafélagið kannaði sérstaklega röðun þeirra starfsheita I launaflokka, sem að meirihluta eru skipuð konum og aö sú röðun verði borin saman við röðun annarra starfsheita. í næstu sér- kjarasamningum verði síðan gerðar breytingar á röðun í launaflokka á grundvelli niðurstaðna framangreindrar könnunar. Já, þetta er nú allt orðið dálitið þvælulegt og óljóst hvað Sigurjón var að fara með þessari tillögu, einkum þar sem hann og hans fólk gat ekki hugsað sér að styðja tillögu okkar um aö vísa umsögn embættismannanna frá. Þetta átti þó allt eftir að taka á sig enn sérkennilegri myndir.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.