Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 37

Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 37
Rauðhóla-Rannsý Um þann mund sem síö- asta Vera var aö fara í prent- un frumsýndi Hitt leikhúsið ,,Einvígi aldarinnar" RAUÐ- HÓLA RANNSÝ GEGN BADDA BRÚSK eftir Claire Luckham í þýöingu Magnúsar Þórs Jónssonar og Páls Bald- vins Baldvinssonar, undir yfirumsjón og leikstjórn Páls Baldvins. Þó að sýningar hafi nú staöið í tvo mánuði finnst okkur aö ástæöa sé til aö fjalla lítillega um þetta dæma- lausa einvígi. Einvígi er reyndar heldur þröngt hugtak til að lýsa baráttu Rannsýjar. Bannsý, sem leikin er af þrótti og miklum tilþrifum af Eddu Heiörúnu Backman, á akki aðeins i stríöi við eigin- mann sinn, hinn óborganlega Badda Brúsk (Guöjón Peter- sen), sem rigsar um eins og skrautlegur hani, rígmontinn af stórfenglegri karlmennsku sinni. Hún á í stríði viö allt sitt umhverfi fyrir þá sök eina aö taeðast sem stelpa, mömmu sinni (Eddu Björgvinsdóttur) til ómælds svekkelsis og hryllings. Rannsý fær aldeilis aö kenna á því, hvað slík mis- tök geta haft í för meö sér því aö saga hennar gerist öll í fjölbragðahringnum og þar eru nú engin vettlingatök á hlutunum. Rannsý berst fyrir eigin lífi i hverri lotunni á fæt- ur annarri þar til baráttan nær hámarki i einvíginu mikla milli hjónanna — kynjanna! Er þá hér á ferðinni innlegg í kvenfrelsisbaráttuna? Þessi lítilfjörlega saga, varla hægt aö tala um per- sónusköpun, allar persónurn- ar stílfæröar og meira eöa minna skrumskældar týpur, samtöl í lágmarki, en tilsvör oft smellin og stundum bráð- fyndin ekki síst í munni Eddu Björgvinsdóttur, engar pæl- ingar, engin umræða. Það Leikmannsþankar um fagmannlega sýningu eru fangbrögðin sem tala. Dómarinn (Andri Örn Clau- sen) kynnir og lýsir lotunum með tilheyrandi æsilegu, klúru, en oft hnyttilegu orð- bragöi. Sem sagt, allsherjar grín og glens — léttmeti. Getur svona ofboösleg ein- földun veriö innlegg í kven- frelsisbaráttuna? Jú, þaö er lika hægt aö setja sig í alvarlegar stelling- ar taka leikinn hátíðlega. Ekki vantar að hann sé skýr og augljós. Hér getur hver sem er séð feðraveldið í sinni hreinustu mynd. Þaö er aö minnsta kosti enginn vafi á því hverjir setja leikreglurnar og hvaðan upphefö og niður- læging kemur. Þaö kemur skýrast í Ijós þegar Rannsý fær þá glórulausu flugu í höf- uðið að verða sjálfstæð. Þá fyrst er mömmu Eddu veru- lega brugöiö og það svo að hún, sem að öllu jöfnu á í fullu tré við eiginmannsnefn- una (Leif Hauksson) kallar á hann sér til fulltingis til að koma vitinu fyrir stelpuna. Ranglætið er augljóst og samúðin öll með Rannsý og það fer ekki framhjá neinum að það er verið að takast á um hver á að vera heima og sjá um uppvaskið. Satt að segja er Rannsý stórkostlega falleg þegar hún hefur unnið frækilegan sigur á Badda og syngur sigursönginn sem heil og sönn manneskja innan um allar fígúrurnar. Samt er sýningin fyrst og fremst skemmtun og það nokkuð góð skemmtun, vegna þess að hún er vel og fagmannalega unnin að öllu leyti, hópurinn þaulæfður og samstilltur, söngvarnir bráð- vel fluttir og búningar við hæfi. Þó er eins og vanti herslumuninn því að það tekst ekki að hrífa áhorfendur með, skapa stemninguna í „höllinni" á æsispennandi keppni þrátt fyrir virðingar- verðar tilraunir til að blása lífi í áhorfendur. Kannski er það af því að hér er engin boxara- eða fjölbragðaglímuhefð, kannski og líklegast er það vegna þess að Gamla bíó sníður sýningunni þröngan stakk. Hefði hringurinn verið í miðjunni, upplýstur af sterk- um Ijóskösturum og áhor- fendur allt um kring í myrkvuðum, reykfylltum sal hefði þunglamaleikinn og var- færnin e.t.v. farið af Mör- landanum — eða fundu kannski fleiri fyrir obbolítilli hneykslun innst inni? Þaö er nú einu sinni rótgrónara í manni að finnast Ijótt að berja og meiða heldur en að dást að snjöllu bragði, jafnvel þótt það sé listavel gert og svo fimlega að helst minnir á ballett. Kannski er leiknum best lýst með því að hann sé einskonar ballett ofbeldisins. En líkamlegt ofbeldi er í eðli sínu beint og útúrdúralaust. Þess vegna verður þessi ballett heldur einhæfur, blæ- brigðalaus af því að hann án torræðra og spennandi tákna sem gefa eiginlegum ballett dýpt og merkingu. GÓ, SE. 37

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.