Vera - 01.04.1986, Blaðsíða 38
Rithöfundurinn svararspurningum áfundimeð bandarískum háskólastúd-
entum.
Doris
Lessing
í Iðnó
Einn þeirra erlendu gesta,
sem boönir eru á Listahátíðina
í vor, er rithöfundurinn Doris
Lessing. Þó svo aöeins ein
bóka hennar hafi veriö þýdd á
íslensku — Minningar einnar
sem eftir lifði, útg. Nótt 1985,
má gera ráö fyrir aö Doris
Lessing eigi sér stóran les-
endahóp hér á landi eins og
annars staðar. Reyndar mun
von á íslenskri þýðingu á fyrstu
skáldsögu hennar, The Grass
Is Singing, 1950, núna meö
vorinu. Doris mun tala og svara
fyrirspurnum á sérstakri kynn-
ingardagskrá I lönó þ. 1. júní
en hún mun einnig afhenda
verðlaunin I smásagnakeppni
Listahátíöar þ. 31. maí.
Kunnast verka Doris er án
efa ,,The Golden Notebook",
sem kom út áriö 1962 og vakti
mikla athygli. Sagt hefur verið
aö sú bók hafi sagt fyrir
kvennahreyfinguna ,,nýju“ því
í henni varfjallað um líf tveggja
kvenna á þann hátt sem ekki
haföi verið gert áður og vakið
máls á mörgu, sem slðan hefur
komist ofar á bauginn. Þá má
nefna fimm binda verka Doris
um Mörtu Quest (bindin heita
Martha Quest, A Proper
Marriage, A Ripple From The
Storm, Landlocked og The
Four Gated City) þar sem hún
fjallar um þau öfl sem móta líf
kvenna. Þá hefur Doris skrifað
mikinn fjölda smásagna og
annarraskáldsagna, m.a. kom
hún lesendum sínum á óvart
1972 með útkomu vísinda-
skáldsögu, sem átti eftir að
halda áfram í einum fimm bind-
um. (Það fyrsta heitir Shik-
asta). í þeim bókum snýr Doris
sér frá einstaklingnum og að
framtíðarsýn I miklu víðara
samhengi. Meöal nýjustu
verka Doris Lessing eru svo
dagbækur Jane Somers, sem
Doris fékk gefnar út undir dul-
nefni, nafni söguhetjunnar
Jane Somers. Sú stríöni við
bókenntaheiminn vakti gífur-
lega athygli þegar upp komst,
ekki síst vegna þess að flestir
,,meiriháttar“ gagnrýndendur
höfðu látið þessa „frumraun"
einhverrar Jane Somers fram
hjá sér fara. Doris Lessing
fæddist í Iran 1919 en ólst upp
á búgarði foreldra sinna í
Afríku. Hún hætti skólagöngu
14 ára og fór sem au pair stúlka
til Salisbury, þáverandi Suður
Rhodesíu. Þar hélt hún áfram
að vinnaviðýmisstörf, giftisig,
eignaðisttvöbörn, skildi, giftist
aftur, átti eitt barn enn, en flutti
svo til London árið 1949.
Næsta ár kom fyrsta skáld-
saga hennar út og síðan hefur
Doris lifað af ritstörfunum. Hún
býr enn í London en ferðast
mikiö til að halda fyrirlestra og
hitta fólk á svipaðan hátt og
hún mun gera hér í Iðnó I júní.
Lausleg könnun í bókabúðum
bæjarins leiddi í Ijós að bækur
hennar eru ekki auðfundnar,
t.d. var The Golden Notebook
hvergi að sjá. E.t.v. taka bóka-
búðirnar við sér vegna yfirvof-
andi komu þessa rithöfundar,
en Doris Lessing er talin með
merkustu höfundum, sem nú
rita á enska tungu. Mjög marg-
ar bækur hennar hafa verið
þýddar á dönsku, sem gæti
komið að gagni þeim sem vilja
kynnast henni en lesa ekki
ensku. Ms
LÍFSSAGA BARÁTTU-
KONU
Höf.: Inga Huld Hákon-
ardóttir
Vaka-Helgafell 1985
229 bls.
Lífssaga Aðalheiðar Bjarn-
freðsdóttur er engin smásaga.
Hún er saga barns sem elst
upp í bændasamfélagi með
1000 ára gamlar rætur og saga
konu sem kýs að helga krafta
sína þeim sem fá hvað þynnst
launaumslög, Sóknarkonun-
um.
Saga Aðalheiðar minnir okk-
ur á hve ótrúlega stutt er síðan
íslenskt samfélag gekk á vit
tækninnar, hóf dansinn kring-
um gullkálfinn og yfirgaf torf-
kofana. Aðalheiður fetar sinn
veg gegnum lífið með ríka rétt-
lætiskennd og vissu um að fá-
tækt sé versti glæpur sem til
er.
Ég ætla að koma því að strax
að þetta er góð bók, vel skrif-
uð, vekjandi og skemmtileg.
Ég hefði einungis óskað þess
að Inga Huld og Aðalheiður
hefðu gefið sér enn betri tíma,
skrifað enn meira, því ævi Að-
alheiðar er efni í svona eins og
þriggjabindaverk. En hvað um
það, lífssagan liggur hér á
borðinu og mitt er að greina
lesendum frá því hvað I þessari
bók er að finna.
Saga Aðalheiðar hefst aust-
ur í Meðallandi þar sem hún
elst upp í hópi 19 systkina.
Heimilið er fátækt og þarf jafn-
vel að leita á náðir sveitarinnar
sem lögum þótti hin mesta
skömm, enda fá krakkarnir að
heyra það I tfma og ótíma. Sár
er sagan af foreldrum Aðal-
heiðar, föður hennar sem var
einn þeirra mörgu sem þráðu
annað og betra líf en honum
var skapað og móður hennar
sem ól öll þessi börn og varð
stundum að láta þau frá sér.
Það er einkum þessi þáttur í
lífssögunni sem gaman hefði
verið að fræðast meira um, því
að greinilega mótaöist allt lífs-
viðhorf Aðalheiðar af reynslu
bernskunnar. Síðan kemur að
því að Aðalheiður fer að heim-
an og gerist vinnukona í
Reykjavík. Vinnukonustarfið
var nánast það eina sem ung-
um stúlkum stóð til boða á
vinnumarkaði, en síðan hvarf
sú góða stétt eins og dögg fyrir
sólu I rykmistri stríðsgróðans.
38