Vera - 01.04.1986, Síða 40

Vera - 01.04.1986, Síða 40
ur þó stíllinn helstil þröngur og sparsemin á orð óþægileg, en þá ber þess að minnast að hér er ekki um eiginlegar sögur að ræða heldur Ijóð. Sjónarhorni er stýrt af festu og málið notað á ferskan og meðvitaðan hátt. Að lokum þetta: Það er fyllsta ástæða til að láta ekki einn lestur nægja þegar Eldur og regn er annars vegar. Hún ersafaríkari með hverjum lestri og þrátt fyrir smávægilega of- mettun á táknum á stöku stað er hún fyrst og fremst skemmti- lega strembin og vönduð og pælingar Vigdísar um frelsið eru þess virði að þeim sé gef- inn gaumur. Védís Skarphéðinsdóttir P.s. Ekkisakaraðgeta þess að bókin er frábærlega vel próf- arkalesin. Málverkið sem valið var á kápuna er mjög fallegt en að öðru leyti þykir mér kápan ósmekklega unnin. UNDIR MERKI STEINGEITAR Höf.: Snjólaug Bragadóttir Þegar við tökum okkur bók í hönd gerum við okkur oftast einhverjar hugmyndir — oft óljósar og oft rangar — um hvers konar bók það er sem við ætlum að fara að lesa og hverju við búumst við af lestrin- um. Margt getur valdið því hvaða hugmyndir við gerum okkur um ólesna bók, t.d. lest- ur annarra bóka sama höfund- ar, hvernig bókin er kynnt á markaðinum og jafnvel hvern- ig hún lítur út, hvernig kápu- myndin er o.s.frv. Þannig fannst mér ég varla þurfa að lesa Undir merki steingeitar til að vita að hér væri um hreinræktaða afþrey- ingarsögu að ræða og að þessu sinni reyndust hug- myndir mínar réttar. Þótt höfundar afþreyingar- bóka noti gjarnan frásagnarað- ferðir skáldbókmennta er markmið þeirra allt annað og því er ekki hægt að vega þær og meta á sama mæiikvarða og alvarlegar bókmenntir. Almennt má segja að í skáld- bókmenntum leitist skáldin við að túlka síbreytilegan veru- leika en tilgangur afþreyingar- bókmennta sé að uppfylla þörf okkar á veruleikaflótta og því að lifa okkur inn í falskan heim (ef einhver skyldi hafa þörf fyrir slika blekkingu). Undir merki steingeitar, sem er 11. bók Snjólaugar Bragadóttur, er, eins og hinar 10, ástarsaga skrifuð eftir for- múlum afþreyingariðnaðarins. Söguþráðinn hirði ég ekki um að rekja en sagan gerist að mestu í Los Angeles þar sem væntanlega er hægt að ímynda sér að æsilegri hlutir gerist en hér á hallærislegu ís- landi. Eins og allar ástarsögur gengur þessi saga út á þrautir elskendanna við að ná saman og lýkur þar sem það hefur lukkast. Ekki er um neinn eig- inlegan ástarþríhyrning að ræða þótt aðeins örli á afbrýði- semi og óvissu, heldur dregst sameining elskendanna á langinn einkum að því er virðist vegna geðrænna vandamála draumaprinsins. En með hjálp söguhetju okkar, hinnar ís- lensku Ragnheiðar, sem ýmist heitir Ragnheiður Hreinsdóttir, Nanna Hreins eða Nanna White (í útlöndum), læknast draumaprinsinn af margra ára geðveiki og elskendurnir ná saman. Algengt er að í afþreyingar- sögum birtist íhaldssöm við- horf og er þessi saga engin undantekning í þeim efnum. íhaldssemi sögunnar verður kannski svolítið fyndin út frá því að söguhetjan Nanna er í þykjustunni meðvituð nútíma- kona sem þykist vita hvað hún vill og fara sínu fram en missir svo algjörlega ráð og rænu í návist draumaprinsins. Þegar Nanna sér draumaprinsinn í fyrsta skipti eru áhrifin svo sterk að við liggur að hún láti lífið, eða eins og sagan segir þá: ,,var eins og hún fengi slíkt bylmingshögg fyrir bringspal- irnar, að hún missti gjörsam- lega andann.“ (48). Nútíma- ko'nan hún Nanna reyndist ekki vera neitt nútímaleg þegar allt kemur til alls, heldur kona með hugmyndir gærdagsins, a.m.k. hvað varðar stöðu og hlutverk konunnar. Ég má til með að vitna í loka- orð sögunnar. Hamingjan er fullkomin, elskendurnir hafa náð saman og aumingja V: JJEIGA HUSMCÐtS Við uiljiun oekja athygli leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. HÚSEIGENDASAMBAND Leigjendasamtökin ISIANDS Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjómum og á skrifstofum okkar. Onnur samningseyðublöð eru ekki gild L§3Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.