Vera - 01.04.1986, Síða 42
aöeins
einn banki
býöur
^'-VAXTA
REIKNING
0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.
KONUR VIÐ STJÓRNVÖLINN
Hvað hindrar þær eða hvetur?
15. mars s.l. var haldin ráðstefna á vegum Verkstjórnarfræðslu Iðntækni-
stofnunar íslands í húsnæði stofnunarinnar að Keldnaholti. Þessi ráðstefna
bar heitið „Konur við stjórnvölinn" og var í framhaldi af námskeiði í stjórnun
sem Verstjórnarfræðslan hélt fyrir konur með sérstöku tilliti til aðstæðna
kvenna. Ráðstefnan fjallaði um hvernig fá má fleiri konur í stjórnunarstörf á
ýmsum sviðum atvinnulífsins, hvað það er sem hindrar þær eða hvetur.
Lisa Yoder fulltrúi í Iðnaöarráöuneytinu
setti ráðstefnuna fyrir hönd lönaöarráö-
herra og var því vel tekið og þótti vel viö
eiga. Síðan hélt Stefanía Traustadóttir,
félagsfræðingur erindi um verkaskiptingu
á vinnumarkaðinum eins og hún er í dag.
Þá fjölluðu nokkrar konur, sem allar eru
stjórnendur, um viðhorf sín til stjórnunar
og viðhorf starfsmanna til þeirra sem yfir-
manna, þettavoru: Guðrún Hallgrímsdótt-
ir, deildarstjóri, Úlla Magnússon, fram-
kvæmdastjóri, Lilja Ólafsdóttir, deildar-
stjóri, Hlíf Pálsdóttir, verkstjóri, Vigdís
Óskarsdóttir, verkstjóri og Þórdís Þor-
valdsdóttir, yfirbókavörður. Eftir kaffihlé
flutti Ingibjörg Óskarsdóttir, ritari, niður-
stöður úr hópverkefni um helstu hindranir
og fordóma gegn þátttöku kvenna í stjórn-
un og hvernig má yfirstíga þá. Þá lýsti
Valgerður Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi, sam-
norrænu verkefni um kyngreindan vinnu-
markað og aö endingu flutti Vilborg Harð-
ardóttir, útgáfustjóri, samantekt frá ráð-
stefnunni um það hvernig fjölga má kon-
um í stjórnunarstöðum.
Þarna kom margt athyglisvert fram og
auðheyrt var að konurnar sem fluttu erindi
og unnu að hópverkefnum höfðu farið í
málin yfirvegað og af mikilli alvöru. Þarna
er líka um alvarlegt mál að ræða þegar tek-
ið er tillit til þess að um 80% íslenskra
kvenna vinna utan heimilis, þar af lang
flestar við hin svokölluðu kvennastörf,
sem eru í öllum tilvikum láglaunastörf og
af þessum 80% eru aðeins örfáar í stjórn-
unarstöðum.
í samantekt Vilborgar kom fram að það
sem myndi vera hvetjandi fyrir konur til að
sækja um stjórnunarstörf væri m.a.:
Að kvennastörfin yrðu endurmetin.
Að vinnumarkaðurinn sveigði sig að
aðstæðum fjölskyldunnar.
Að konur hefðu ,,fyrirmynd“ þ.e. nú er
of lítið gert af því að kynna konur sem
eru I stjórnunarstörfum nú þegar.
Aö lögð yrði áhersla á nýjan stjórnunar-
stíl sem er ,,mýkri“ (hentar konum bet-
ur).
Að brotinn yrði niður kynskiptur vinnu-
markaður.
Það sem virkar letjandi:
Eru fordómar, vanmat á getu og störf
kvenna.
Eru fordómar, konur geta ekki, eiga
ekki, að vera fyrirvinnur (þrátt fyrir þá
staðreynd að þær eru það).
Eru fordómar frá fjölskyldu og vinum,
kona sem tekur að sér stjórnunarstarf,
ábyrgðarstarf og þarf jafnvel að sitja
fundi utan vinnutíma eða ferðast, van-
rækir fjölskyldu sína.
Þá er það líka sú staöreynd að vinnuálag
á konum er gífurlegt, tvöföld ábyrgð og
ójöfn foreldrábyrgð.
Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, og
ráöstefnunni alls ekki gerð tæmandi skil.
Það mun vera ætlun Verkstjórnarfræðsl-
unnar að halda fleiri námskeið sérstak-
lega fyrir konur og er það mjög gott fram-
tak. Það eitt að námskeiðin taka sérstak-
lega tillit til aðstæðna kvenna er mjög
jákvætt og sýnir að farið er að viðurkenna
að aðstæður kvenna og karla eru alls ekki
þær sömu.
Vera óskar Verkstjórnarfræðslunni
góðs gengis á þessari braut.
Viltu fylgjast með?
í fréttabréfinu geturþúséð
hvað við erum aö bralla.
Mundu að það eralltaf
pláss fyrir fleiri.
Áskriftarsím i :1 3725
kl. 14-18.
Kvennalistinn
42