Vera - 01.02.1989, Qupperneq 34
í heimsókn hjá
Sameinuðu þjóðunum
Fyrir fjórum árum þegar ég vaknaði til þess á morgnana að annast lítinn son
minn auk tveggja eldri dætra, heimili og karl uppi í Árbæ, sótti mér félagsskap
í krakkakraðakið sem fylgdi stelpunum og var jafnvel farið að finnast það átak
að stynja upp: „Eitt fransbrauð og fjórar kringlur“ úti í bakaríi, þá hvarflaði það
ekki að mér að nú mundi ég sitja hér og skrifa um för mína til New York á 43.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. — En svona er lífið og Kvennalistinn.
Allsherjarþingiö er einskonar miðkjarni Sameinuðu
þjóðanna, þar eiga öll aðildarríkin sína fulltrúa og þar
er fjallað um öll hugsanleg mál sem upp kunna að koma
meðal ríkja S.Þ. Allsherjarþingið kemur saman einu sinni
á ári og stendur þingið yfirleitt yfir frá því í september
fram í miðjan desember. Fyrstu vikurnar ávarpa þjóð-
höfðingjar þingið, þá tekur við vinna í nefndum í u.þ.b.
sex vikur. Nefndir þingsins eru sjö:
Fyrsta nefnd, þar sem fjallað er um afvopnunarmál
og önnur mál því tengd. Til hliðar við fyrstu nefndina
starfar „sérstaka stjórnmálanefndin" semfærtil meö-
ferðar einstök afmörkuð verkefni á sviði fyrstu nefndar-
innar. Má þar nefna m.a. Palestínumálið sem mjög var
til umræðu á þessu þingi.
í annarri nefnd eru efnahags- og umhverfismál tek-
in fyrir. Sérstaklega var fjallað um efnahagsþróun fá-
tæku og skuldugu þjóðanna og fyrir þinginu lá skýrsla
um stöðu þessara mála og hverjar horfurnar væru hjá
Afríkuþjóðunum. Þá var einnig fjallað um efnahagsþró-
unina í Mið-Ameríku. Fróðlegt var að heyra að margir
þeirra sem þátt tók’u í umræðunum lögðu á það áherslu
að aukið tillit þyrfti að taka til hinna mannlegu hliða við
lausn efnahagsmálanna. Á sömu nótum var málflutn-
ingurinn á sérstökum fundi sem samtök, sem heita
North South Roundtable og UNDP (þróunarstofnun
S.Þ.) héldu sameiginlega til að kynna skýrslu sína um
þróun mannlegs samfélags fram til ársins 2000; Mark-
mið og leiðir (The Amman Statement on Human Devel-
opment Goals and Strategies for the Year 2000). Þar
lýstu menn m.a. þeirri skoðun sinni að fram til þessa
hefði verið lögð allt of mikil áhersla á aukinn hagvöxt
á kostnað manngildis.
í þriðju nefnd eru hvers kyns félags- og jafnréttismál,
m.a. staða kvenna, málefni barna, flóttamanna o.fl. Ef
öllum samþykktum þriðju nefndar væri framfylgt alls
staðar í heiminum, þá væri annað að lifa í henni ver-
öld. Hér á landi m.a. eru margar samþykktir þriðju nefnd-
ar ekki virtar, eins og við vitum, og þess vegna m.a. höf-
um við Kvennalista.
í fjórðu nefndinni er fjallað um nýlendumál sem er
hægt hverfandi vandamál. í ár varð nokkur umræða um
sjálfstæði Namibíu, sem virðist vera að komast í höfn,
sérstaklega eftir að fréttir bárust af því að Suður-Afríka
og Kúba stæðu í viðræðum um brottflutning herliðs frá
Angóla, sem er nágrannaríki Namibíu, en brottflutning-
ur hers þaðan er forsenda þess að S.Þ. geti samþykkt
sjálfstæði landsins.
Fimmta nefndin hefur fjárhagsáætlun S.Þ. og fjár-
mál til meðferðar. Kostnaður við rekstur S.Þ. er veru-
legur en þó einungis örlítið brot af þeim fjármunum sem
fara i vopnaframleiðsluna í heiminum í dag. Talið er að
kostnaðurinn við S.Þ. 1988 og 1989 verði u.þ.b.
900.000.000 Bandaríkjadalir hvort ár, sem er nálægt 40
milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar eru fjárlög
íslenska ríkisins 1989 77 milljarðar kr. Tillag þjóðanna
til S.Þ. er mjög misjafnt. Við greiðum 0,03%, lágmarks-
upphæð er0.01%, en Bandaríkin eiga að greiða mest,
eða 25% kostnaðar. Bandaríkin hafa dregið að greiða
sinn skerf nú síðustu misserin auk þess sem vanskil ým-
issa annarra aðildarríkja hafa verið veruleg. Þetta hef-
ur gert rekstri S.Þ. erfitt fyrir því öll lántaka er bönnuð.
Sjötta nefndin skal síðan gera tillögur um samræm-
ingu lagaákvæða á ýmsum sviöum og breytingar á
þeim.
í nefndunum eru venjulega fundir daglega frá 10 til
13 og frá 15 til 18 en auk þess eru haldnir óformlegir
fundir þar sem efni tillagnanna er rætt og reynt að leysa
ágreiningsefni áður en þær eru lagðar fram til atkvæða-
greiðslu, þá oft með einhverjum breytingum.
Allsherjarþingið er ein af sex meginstofnunum S.Þ.
Hinar eru:
Öryggisráðiö. Þar eiga sæti fulltrúar 15 þjóða, af
þeim eru tíu valdir til tveggja ára í senn af Allsherjar-
þinginu en fimm ríki hafa ætið fulltrúa í Öryggisráðinu.
Þau eru: Kína, Frakkland, England, Bandaríkin og Sov-
étríkin, sem hafa neitunarvald í svokölluðum þýðingar-
miklum málum. Annars telst mál samþykkt í ráðinu ef
það hlýtur atkvæði a.m.k. níu ríkja sem eiga þar sæti.
Öryggisráðið er sú stofnun S.Þ. sem er ætlað að taka
fyrir friðar- og öryggismál og þangað fara slík mál oft
eftir að hafa verið afgreidd á Állsherjarþinginu eða hjá
Alþjóðadómstólnum.
Gæsluverndarráðið (Trusteeship Council). Það heyrir
nú nánast sögunni til þar sem verkefni þess var að sjá
til þess að ellefu nýlendur fengju sjálfstæði, þar af hafa
nú tíu öðlast það.
Alþjóðadómstóllinn í Haag, sem er dómstóll S.Þ. í
ágreiningsmálum þeirra og gefur þeim einnig lagaleg-
ar ráðleggingar. í dómnum eru 15 dómarar. Sömu þjóðir
og hafa fasta aðild að Öryggisráðinu hafa alltaf dóm-
ara í dómstólnum. Hinir tíu eru kjörnir til níu ára í senn
af Allsherjarþinginu. Dómur fellur á meirihluta og hægt
er að áfrýja dómsúrskurði til Öryggisráðsins. Þjóðir eru
ekki nauðbeygðar til að fara eftir úrskurði dómstólsins