Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 5
LESENDABRÉF
ÉG BER
SJÁLF ALLA
ÁBYRGÐINA
Ágœta VERA.
Ég vil gjarnan þakka mjög svo
ágætt blað og sérstakt þakklæti
fyrir umburðarlyndið í sam-
bandi við greiðslur áskriftar
sem stundum hafa dregist fram
úr hófi þó ekki sé dýpra í árina
tekið. VERA vekur mig ætíð til
umhugsunar og oft hef ég lán-
að blöðin sérstaklega ef ég vil
að einhver lesi það sem kemur
fram í pistlunum þar. Og grein-
ar, ljóð og annað efni nota ég
iöulega til að hefja samræöur
út frá öðru sjónarhorni en
mínu eigin. Þá skapast oft
skemmtilegar umræður og
ekki síður gagnlegar því ætíð
er þörf á að fólk ræði saman.
Nú, í framhaldi af öllu þessu
vildi ég gjarnan komast að því
ef einhver veit hvort til eru
skýrslur um kjör einstæðra for-
eldra á landinu nýverið. Ég er
stundum að rekast á greinar í
blöðum um bágindi þeirra. Og
oftast út frá því sjónarhorni að
þetta sé eitthvað sem viökom-
andi hefur lent í og ekkert ráö-
ið við aðstæður. Mín skoðun er
hinsvegar sú að það að vera
einstætt foreldri sé nokkuð
sem hver og einn kýs og eða
skapar sé sjálfur. Undantekn-
ingar eru ekkjur, ekklar. Nú,
mál þetta er mér hugleikið því
ég á sjálf fjögur börn og bý ein
með þeim. Ekki er alltaf auð-
velt að vera til en samt stór-
kostlegt (ég er ekki ekkja). Og
mín skoðun er sú að enginn
nema ég beri ábyrgðina á því
hvernig staða mín er. Ekki ríki,
bær eða aðrar stofnanir þ.e.a.s.
ég get ekki ætlast til þess að
samfélagið framfleyti mér og
mínum. Heldur ber ég ábyrgð
hvernig okkur vegnar.
Ég get ekki séð að ég eigi
möguleika á að standa jafnfæt-
is þeim peningalega sem eru
tveir um framfærsluna, og ætl-
ast ekki til þess. Fer heldur
ekki fram á að svo sé heldur
reyni ég (kemur í ljós síðar
hvort það tekst) að stuöla að
því að ég og börnin hafi það
gott og reyni að sinna því sem
okkur þykir áhugavert. Ekki
eru það allir hlutir sem kosta
peninga. Ef ég geri mistök þá
er við mig að sakast og engan
annan, þ.e. ef eitthvað kemur
upp á get ég oftast sjálfri mér
um kennt. Og afleiöingarnar
eru mínar til að takast á við. f
stuttu máli sagt, þá er ekki
spurning um í hverju þú lendir
heldur hvernig þú bregst við.
Ekki veitir af hjálp handa
þeim sem þurfa, allavega til
sjálfshjálpar. Nú, en það á ekki
að vera sjálfsagður hlutur; það
eru ekki allir jafnir og verða
það trúlega aldrei. Ég er þeirr-
ar skoðunar að meðlag megi
vera hærra með hverju barni ef
foreldri er eitt, á hinn bóginn
finnst mér meðlagið ætti að
falla niður í því sem næst ekki
neitt ef nýr einstaklingur tekur
að sér uppeldið. Mæðralaun
mættu líka vera hærri og greið-
ast t.d. með fjórum börnum en
ekki hámark með þremur eins
og nú er. Barnabætur til ein-
stæðra foreldra mættu líka vera
borgaðar til átján ára aldurs ef
börnin eru sannanlega í skóla.
Og ef börnin flytja að heiman
áður en átján ára aldri er náð
eiga þau að fá meðlagið en
ekki foreldrið sem heima situr.
Því miður veit ég þess dæmi að
feður greiði með barnsmæðr-
um sínum löngu eftir að börn-
in eru farin að heiman.
En á meðan fólk skilur til
málamynda eingöngu í þeim
tilgangi að fá hærri barnabætur
og mæðralaun er ekki nema
von að kjör þeirra sem einir
eru skáni ekki, ég veit þess
dæmi og án efa er meira um
þetta en ég hef hugmynd um.
Trúlega er ekki til það kerfi
sem virkað gæti í þessu samfé-
lagi okkar. Alltaf verða ein-
hverjir til þess að svíkja og
pretta út úr ríkisbákninu. Og
eins og alltaf verður bitnar það
á þeim sem síst mega við því.
Væri ekki betra ef allir reyndu
að vera ögn heiðarlegri og þá
eru meiri möguleikar fyrir þá
sem minna mega sín? En það á
ekki að vera sjálfsagt að ríki og
bær hlaupi undir og hjálpi,
heldur að ef í nauðir rekur ætti
að vera möguleiki að leita sér
hjálpar. Og þá eitthvað raun-
hæft. Þá er spurning um að
vega og meta og hver er fær um
að meta raunverulegar aðstæð-
ur annarra, það hlýtur að fara
eftir við hvað er miðað og
hvernig er mælt. Og ekki auð-
velt fyrir þá sem standa í því
starfi.
Mál er að linni en skoðanir
eru víst misjafnar eins og þær
eru margar. Og menn ekki á
eitt sáttir um hvað það er að
vera heiðarlegur og réttlátur.
Og einum finnst sjálfsagt að
nýta sér allt sem kerfið býður
upp á meðan aðrir láta sér
lynda það sem þeir geta unnið
fyrir sjálfir.
Sem betur fer eru ekki allir á
sama máli, samfélagið okkar
þyldi það ekki.
Ég þakka síðan fyrir, þetta
málefni hefur lengi legið mér á
hjarta.
Virðingarfyllst.
Hafdís Pétursdóttir.
HÉDAIil OG I'IDW
VIUAR STEFÁNSSON
1. varamaður í stjóm LL:
Úrsögn úr BSRB?
i um margra ára skcið hef ég verið að
Ita þvf fyrir mér hvaða samleið við log-
glumenn eigum með Oðrum aðildar-
Iðgum í USRB. Aö sjálfsðgðu hcf cg
ndið til nokkurur samkenndar. cn cftir
f scm cg hugsa máliö lengur þá vcrður
skoðun mín öhifanlegri að Landssam-
ind lögreglumanna á að scgja sig úr
mtökunum, Þessir þankar rnínir byrj-
lu fyrsl f íyrsta verkfalli BSRB þcgnr
ð lögrcglumenn horfðum upp á flcst
miir aA;'' ■*'*' ' f harðri
fðr fram. Var fullyrt á göngunum að
Grettisgötu 89 uð fólki hafi ekki verið
gefinn kostur á að lcsa samninginn áður
cn hann var undirritaöur.
BSRB fólki mátti vera Ijóst aö LL
mundi ckki skrifa undir samning þar scnt
grundvallaratriði fyrri kjarasamninga
höfðu ckki vcrið efnd.
Eitt cr nrér allavcga Ijóst eftir þessa
rcynslu. það cr að LL skipti engu máli (
þctta skipti. Scgir mér svo hugur um '
| svona hlutir gxtu cndurtekið sí'
EKKIVIL EG
HORNKERLING VERA...
A undanförnum árum hafa
víða sést merki þess að verka-
lýðshreyfingin eigi við mikinn
skipulagsvanda að etja. Á þetta
ekki síst við um opinbera
starfsmenn. Láglaunastefna
stjórnvalda, togstreita við ASÍ
og takmörkuð uppskera af
kjaradeilum undanfarinna ára
hafa leitt til þess að mörgum
faghópum finnst nú sem væn-
legasta leiðin til að ná fram
kjarabótum sé að leggja
áherslu á sína sérstöðu. Vill þá
gjarnan gleymast að það er lít-
ill vandi að brjóta sprekin eitt
og eitt en verra við það að eiga
þegar þau eru saman í kippu.
í 1. tbl. Lögreglumannsins á
þessu ári er grein eftir Viðar
nokkurn Stefánsson, 1. vara-
mann í stjórn Lögreglufélags
íslands, þar sem hann færir rök
fyrir því að félagið eigi að segja
sig úr BSRB. Telur hann að lög-
reglumenn muni ekki fá sér-
stöðumál sín viðurkennd með-
an þeir eru innan bandalags-
ins. Um réttmæti þessarar
skoðunar verður ekki dæmt
hér en vakin sérstök athygli á
annarri og sýnu verri fullyrð-
ingu sem fram kemur í grein-
inni. Hún er svona: „Fyrir
mér er BSRB að stórum
hluta k vennasamtök og m.a.
þess vegna samtök lág-
launafélaga. Er því ekki
fýsilegur kostur að vera
taglhnýtingur þeirra.“ Sagt
með öðrum orðum: Kynferði
ræður launum og við karlarnir
í löggunni skulum ota okkar
tota og láta kerlingarnar í BSRB
lönd og leið.
Mikið hræðilega eru menn
sem svona skrifa komnir langt
frá öllum þeim hugsjónum
jafnréttis og samstöðu sem
einu sinni voru tengdar verka-
lýðsbaráttunni. -isg.
5