Vera


Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 7

Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 7
Það er þriðjudagurinn 13. mars. Ár 1990. Fyrir ná- kvœmlega sjö árum var Kvennalistinn stofnaður. Talan sjö er í fornum dulfrœðum heilög tala. Hún getur líka verið tákn lífshrynjandinnar, því talið er að líkaminn endurnýist allur á sjö árum. Er Kvennalistinn í dag annað afl en fyrirsjö árum? Eru frumur þessa líkamnings íslenskrar kvennahreyfingar að ganga sitt skeið á enda og í þann mund að um- myndast í nýtt hold? Við sitjum tvær í notalegu vinnu- herbergi Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur. Svartar greinar nakinna trjánna sjást út um glugg- ann — í eftirvæntingarfullri bið eftir nýju vori. Það eru straumhvörf í aðsigi í íslenskri kvennahreyfingu. Sig- ríður Dúna er sannfærð um það. — Ég veit ekki hvenær þau verða. Ég kann ekki að spá. Þau liggja í loftinu og hvernig þau verða er líka ómögulegt að segja, því þau gerast ekki þannig að ein- hverjar tvær eða þrjár konur setj- ist saman og upphugsi nýjar leiðir fyrir íslenska kvennahreyfingu. Nýjar hugmyndir vaxa úr jarðvegi svo margra kvenna. Nýjar hug- myndir spretta upp úr þeirn frjó- krafti sem býr í hverri konu þegar hann allt í einu verður samferða öðrum konum í leit að farvegi. En ég verð að viðurkenna að ég er svolxtið óttaslegin. Við verðum að horfast í augu við að ekkert nýtt hefur gerst í íslenskri kvennahreyfingu síðustu fimm ár. Kvennahreyfingin á fslandi er ekki í nýsköpun í dag. Kvennalist- inn hefur aðlagað sig stöðu sinni í þjóðfélaginu og þjóðfélagið á móti samþykkt tilveru hans. Hætti Kvennalistinn hinsvegar aö bjóða fram gæti fylgt langt stöðn- unartímabil í kvennabaráttunni, eins og gerðist eftir að kvennalist- arnir í upphafi aldarinnar lögðust af. Við tvær erum fulltrúar tveggja tíma í íslenskri kvennahreyfingu, Sigríður Dúna Kvennaframboðs og Kvennalista og sú sem hér heldur um pennann áranna sjö þar á undan í Rauðsokkahreyfing- unni. Þó þessar tvær fylkingar hafi báðar talist til róttækari hluta kvennahreyfingarinnar eru samt afar sterkar andstæður ríkjandi á milli hugmynda þeirra um konur. Þegar Kvennaframboðið var stofnað á sínum tíma var mörgum grundvallarhugmyndum Rauð- sokkahreyfingarinnar hafnað og þeim konum sem voru trúar þess- um hugmyndum fannst Kvenna- framboðið taka undir með and- stæðingum kvenfrelsis og sverta nafn rauðsokka. Þessu samtali er ætlað að skýra í hverju þessar andstæður eru fólgnar og skoða þær í ljósi ís- lenskrar kvennahreyfingar. Sig- ríður Dúna er nú að fást við þetta viðfangsefni og grein eftir hana þessa efnis birtist í bókinni: The Anthropology of Iceland sem kom út hjá Iowa University Press á síðastliðnu vori. — Það koma alltaf upp hlið- stæður í sögunni og það gildir líka um kvennahreyfinguna hér á landi, segir Sigríður Dúna. Kvennalistinn í dag er að mörgu leyti hliðstæður kvennalistunum í upphafi aldarinnar. Konur höfðu áratugina þar á undan barist fyrir kjörgengi og kosningarétti og margar óttuðust að þessir áfangar rnyndu ekki sjálfkrafa skila kon- um nægilegum árangri. Þess vegna buðu þær frarn sérstaka kvennalista. Þá, eins og þegar Kvennaframboðið var stofnað ár- ið 1982, hafði ríkt gróska í kvennastarfinu árin á undan og við þær aðstæður spratt hug- myndin um framboð upp. Sú grundvallarhugmynd sem konur í upphafi aldarinnar byggðu mál- flutning sinn á var sú sama og ríkti þá um allan hinn vestræna heim og rfkir enn. Konur í krafti þess að þær eru mæður og húsmæður eiga hlutverki að gegna „allsstað- 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.