Vera


Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 36

Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 36
STUTTAR ÞINGFRETTIR Tillaga um nýja atvinnumöguleika á landsbyggðinni samþykkt Skömmu eftir að Alþingi kom saman sl. haust lögðu kvennalistakonur fram tillögu til þings- ályktunar um nýja atvinnumöguleika á lands- byggðinni. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Danfríður Skarphéðinsdóttir. Kvennalista- konur lögðu fram samhljóða tillögu á þinginu 1988- 1989, en þá komst hún ekki til umræðu. Nú hafa þau tíðindi gerst að tillagan hefur verið samþykkt með örlitlum orðalagsbreyt- ingum frá atvinnumálanefnd sameinaðs Al- þingis. Hún hljóðar þannig nú: „Alþingi álykt- ar að fela ríkisstjórninni að kanna með hvaða hætti unnt er að nota nútíma tölvu- og fjar- skiptatækni til að flytja verkefni á vegum ríkis- stofnana og annarra aðila frá höfuðborgar- svæðinu til annarra landshluta svo og hvernig megi auka tölvufræðslu. Sérstaklega verði kannaðir möguleikar á að nýta þessa tækni til að koma á laggirnar fjar- vinnustofum í því skyni að fjölga störfum og auka fjölbreytni í atvinnulífi byggðarlaganna.“ Tillagan heitir nú „Tillaga til þingsályktunar um nýja atvinnumöguieika á landsbyggðinni með áherslu á fjarvinnu". hess má geta að leitað var umsagnar hjá fjöl- mörgum aðilum um tillöguna og voru þær í langflestum tilfellum jákvæðar. Reyndar tók Árni Gunnarsson, þingmaður fyrir Alþýðu- flokkinn það fram þegar hann mælti fyrir nefndaráliti um að tillagan yrði samþykkt að það væri sjaldgæft að tillögur fengju svo já- kvæðar og ítarlegar umsagnir hjá hinum ýmsu aðilum. Eins og fyrr segir varð niðurstaðan sú að tillagan var samþykkt. Með samþykkt þessarar tillögu ætti að stytt- ast í það að töluvinnsla a.m.k. á vegum ríkisins fari fram út um allt land. Þannig er möguleiki að fjölga störfum og auka fjölbreytni atvinnu- lífsins á landsbyggðinni. Það ætti að koma kon- um til góða og ekki veitir af að auka atvinnu- möguleika þeirra. Einstæðir foreldrar geti nýtt ónotaðan persónuafslátt barna sinna Þingkonur Kvennalistans hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á tekju- og eign- arskattslögum sem fela þaö í sér að einstæðir foreldrar geti nýtt ónotaðan persónuafslátt barna sinna á sama hátt og hjónum er heimilt að færa ónotaðan persónuafslátt sín á milli. Auk þess er lagt til að heimilt sé að nýta persónu- afslátt á þennan hátt að fullu, en ekki 80% eins og nú er. Þórhildur Þorleifsdóttir er fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins. Samþykkt var að vísa frumvarpinu til ríkisstjórnarinnar, sem getur því miður þýtt það að ekkert verði gert í málinu á næstunni. Við munum hins vegar fylgjast náið með framvindu málsins. Eins og kunnugt er þá getur framteljandi bætt 80% af ónotuðum persónuafslætti maka við sinn og fengið þannig verulega lækkun á tekju- skatti. Sama gildir um karl og konu í óvígðri sambúð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kvennalistakonur voru ósammála þessu ákvæði skattalaganna og töldu réttara að nýta 36 það fjármagn sem færi í þessar millifærslur til að hækka barnabætur, en ástæða þess að annað foreldrið er tekulágt eða tekjulaust er oftast umönnun eigin barna. Auk þess tekur þetta ákvæði ekki til annarra sambúðarforma en hjónabands eða viðurkenndrar sambúðar. Það tekur ekki til systkina á sama heimili né óskyldra aðila af sama kyni. Og síðast en ekki síst þá tekur það ekki til einstæðra foreldra sem búa með stálpuðum börnum sínum. í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. „Skattalöggjöfin tekur að sönnu tillit til að- stæðna einstæðra foreldra með því að þeir fá töluvert hærri barnabætur en foreldrar í sam- búð. En barnabætur falla niður við 16 ára aldur og þá eru í flestum tilfellum nokkur ár þangað til þessir einstaklingar eru orðnir sjálfum sér nógir, hvað þá að þeir séu þess megnugir að leggja eitthvað til heimilisins. Flest ungt fólk stundar nú nám fram eftir aldri til undirbún- ings lífi sínu og nýtur á meðan margs konar stuðnings frá foreldrum, svo sem ókeypis fæðis og húsnæðis eða beinnar fjárhagslegrar aðstoð- ar. Slíkt þykir öllum sjálfsagt, en er misjafnlega auðvelt eftir aðstæðum. Mörgum einstæðum foreldrum er það erfitt og jafnvel ókleift. Það mundi auðvelda einstæðum foreldrum að styðja börn sín til náms og annars undirbúnings undir lífið ef þeim væri heimilt að nýta ónotað- an persónuafslátt barna sinna, sem eiga hjá þeim lögheimili.“ Fræðsla fyrir útlendinga sem taka sér búsetu á íslandi Það er kunnara en frá þarf að segja að á und- anförnum árum hefur það aukist mjög að út- lendar konur taki sér búsetu hér á landi og gift- ist íslenskum körlum. Oft er um að ræða konur frá t.d. Tyrklandi og öðrum Austurlöndum. Þær koma úr ólíkri menningu og frá þjóðfélögum þar sem staða konunnar og viðhorf til kvenna er gjörólíkt því sem gerist hér á landi. Þar er gjarnan litið svo á að vettvangur konunnar sé eingöngu heimilið og engin félagsleg þjónusta er fyrir hendi. Þrátt fyrir að hér á landi sé staða kvenna allt önnur er það staðreynd að það er erfitt fyrir þær konur sem hingað koma að brjótast undan því viðhorfi sem þær hafa vanist frá bernsku. Það er ekki síst með þessar konur í huga sem kvennalistakonur lögðu fram þingsályktunar- tillögu á Alþingi um skipulega fræðslu og leið- sögn fyrir útlendinga sem taka sér búsetu á ís- landi. f tillögunni er lagt til að Alþingi feli ríkis- stjórninni að sjá um að útlendingar sem taka sér búsetu á íslandi hljóti skipulega fræðslu og leið- sögn sem miði að því að auðvelda þeim að tak- ast á við daglegt líf í íslensku umhverfi. Lagt er til að fræðslan nái til kennslu í íslensku, fræðslu um réttindi og skyldur íslenskra þjóðfélags- þegna, fræðslu um íslenska þjóðfélagið og helstu stofnanir þess og fræðslu um sögu lands- ins, staðhætti, íslenska menningu og þjóðlíf. Danfríður Skraphéðinsdóttir er fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar sem var vísað í félags- málanefnd sameinaðs Alþingis. Eins og sjá má þá er ekki eingöngu verið að leggja til að fræðslan verði fyrir konur, hún hlýtur að vera nauðsynleg öllu erlendu fólki sem hyggur á búsetu hér á landi. Einstæðir foreldrar fái námsaðstoð óháð aldri þeirra og eðli námsins í samfélagi okkar eru gerðar síauknar mennt- unarkröfur til fólks. Skólaganga er því einn mikilvægasti þátturinn í undirbúningi undir lífsstarf hvers og eins. Því er haldið fram að allir hafi jafnan rétt og jafna möguleika til menntun- ar hér á landi. Lagalega hafa allir sama rétt en hvað varðar jafna möguleika þá leyfum við okkur að halda því fram að svo sé alls ekki, þar hlýtur fjárhagur fjölskyldna að skipta miklu máli. Þaðhefurt.d. komið fram í könnun á hög- um einstæðra foreldra, sem gerð var árið 1984 fyrir félagsmálaráðuneytið að einstæðir for- eldrar á aldrinum 20- 29 ára hafa mun minni skólagöngu en sambærilegur hópur úti í þjóð- félaginu. Einnig kom fram töluverður munur miili einstæðra foreldra á aldrinum 30- 39 ára og jafnaldra þeirra úti í þjóðfélaginu. Það kom einnig fram í fyrrgreindri könnun að margir einstæðu foreldrarnir hefðu áhuga á frekari skólagöngu, en flestir sögðu að fjárhagsaðstæð- ur leyfðu það ekki. Eins og kunnugt er þá er meirihluti einstæðra foreldra mæður, en sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni frá l.des. 1989 eru einstæðir foreldrar 7.500 þar af einungis rúmlega 500 einstæðir feður. Samtals eru rúm- lega 10.000 börn á framfæri einstæðra foreldra, þar af u.þ.b. 9.700 börn á framfæri einstæðra mæðra. Þórhildur Þorleifsdóttir er fyrsti flutnings- maður frumvarps um námslán og námsstyrki sem tekur einmitt á málum einstæðra foreldra gagnvart lánasjóðnum. En í frumvarpinu felst að einstæðir foreldrar fái námsaðstoð til fram- haldsnáms frá Lánasjóði íslenskra námsmanna óháð aldri þeirra og eðli námsins. Meðflutn- ingsmenn að frumvarpinu koma úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Bætum líkamsbeitingu og vinnuaðstöðu barna „Grunnskólarnir eru fjölmennustu vinnu- staðir landsins og stærsti hópurinn, sem þar er við nám og störf, er börn og unglingar. Á skóla- árunum er lagður grunnur að lfkamlegri og andlegri velferð barna. Þau eyða mörgum klukkustundum á degi hverjum innan veggja skólans og því er mikilvægt að vel sé búið að þeim á vinnustað.“ Þetta eru upphafsorð grein- argerðar með þingsályktunartillögu um ráðn- ingu sjúkraþjálfara í öll fræðsluumdæmi sem þingkonur Kvennalistans hafa lagt fram, Anna Ólafsdóttir Björnsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Lagt er til að menntamálaráðherra beiti sér fyrir því að ráðnir verði sjúkraþjálfarar í öllum fræðsluumdæmum landsins. Síðar í greinargerð með tillögunni segir: „Börn þurfa, ekki síður en fullorðnir, að búa við góða vinnuaðstöðu og viðeigandi ráðgjöf og kennslu til að tryggja eðlilega líkamsbeit- ingu, samhæfingu og hreyfanleika. f því skyni er hér lagt til að komið verði á fót stöðu sjúkra-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.