Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 32
LEGGST VELI OKKUR
Á framboðslista Kvennalistans fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor
eru margar konur sem ekki hafa verið fyr-
irferðamiklar í pólitísku starfi á undan-
förnum árum en það væri þó synd að segja
að þarna væru einhverjir nýgræðingar á
ferð. Það kom m.a. í ljós þegar VERA
spjallaði við þrjár þeirra nú á dögunum,
þær Guðrúnu Ögmundsdóttur félagsráð-
gjafa á Kvennadeild Landspítalans, sem
skipar annað sæti á listanum, Elínu Vigdísi
Ólafsdóttur kennara í Selásskóla, sem
skipar fjórða sætið, og Margréti Sæ-
mundsdóttur fóstru hjá Umferðarráði,
sem skipar fimmta sætið. Guðrún og Elín
voru í Rauðsokkahreyfingunni á árunum
1975-’80 en Guðrún hefur að auki verið
formaður Stéttarfélags íslenskra félags-
ráðgjafa um tveggja ára skeið. Margrét
þekkir borgarmálin af eigin raun því hún
hefur setið í byggingarnefnd stofnana
aldraðra í rúm tvö ár og tekið þátt í störf-
um borgarmálahóps Kvennalistans í fjög-
ur ár.
Ég byrjaði á því að spyrja þær hvað hefði
rekið þær til þess að fara að skipta sér af
borgarmálum — af hvaða hvötum þær
færu í framboð. Eruð þið með þessu „að
fara út í pólitík“ eins og sagt er, er það
áhugi á borgarmálum sem rekur ykkur
áfram eða eruð þið hreinlega svona
afskiptasamar?
Guðrún: Já það má ekki gleyma þessu með af-
skiptasemina því hún hefur auðvitað heilmikið
með þessa ákvörðun að gera. Ég held þó að það
sem mestu ráði sé meðvitund um að vegna
reynslu minnar, vinnu og annarra starfa geti ég
látið ýmislegt gott af mér leiða. Maður hefur
skoðun á ýmsum málum og hugmyndir um
hvernig eigi að vinna þau og vill gjarnan leggja
sitt af mörkum.
Margrét: Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
þjóðfélagsmálum, ég hef tíma núna sem ég vil
gjarnan nýta einhvers staðar þar sem ég held —
eins og Guðrún segir — að ég geti komið góðu
til leiðar. Ég hef alltaf haft áhuga á kvenna-
pólitík enda drakk ég hana í mig með móður-
mjólkinni. Mamma var mikil kvenréttindakona
og formaður Kvenréttindafélagsins um tíma.
Hún starfaði í öllum mögulegum kvenfélögum
þannig að ég hef kynnst félagsmálastarfi alla
mína ævi og hef áhuga á því. Þegar Kvennalist-
inn byrjaði þá lá það bara beint við að ég hlyti
að taka þátt í starfsemi hans.
Elín: Ég var nú í Rauðsokkahreyfingunni á sín-
um tíma þó ég hafi ekki skipt mér af kvenna-
pólitík nú í nokkur ár. Fæðingarheimilismálið
ýtti mér af stað aftur því það skelfdi mig svo
hvernig ákvarðnir voru teknar í því máli að mér
fannst að ég yrði bara að gera eitthvað og koma
til starfa. Ákvörðunin um framtíð Fæðingar-
heimilisins var í rauninni tekin bakvið tjöldin
löngu áður en hún varð opinber. Hún var tekin
bakvið allt starfsfólkið, almenning og konurn-
ar. Þarna var tekin flokkspólitísk ákvörðun í
máli sem ekki er í eðli sínu flokkspólitískt. Og
það er ekki hlustað á eitt eða neitt hversu mál-
efnalegt sem það er. Svo eru þessir menn að
hneykslast á Rúmeníu! Ég hafði mjög ákveðna
skoðun á Fæðingarheimilismálinu og mér
fannst að það væri mín ábyrgð sem þegn borg-
arinnar að koma henni á framfæri. Ég hef
reyndar verið mjög vantrúuð á hina flokks-
pólitísku leið, þ.e. að fara inn í pólitík til að
breyta þjóðfélaginu, en mér finnst allt í lagi aö
prófa. Láta á það reyna hvort maður fær ein-
hverju breytt. Þetta mjakast auðvitað ekkert
nema maður reyni að klóra í bakkann.
Kannski sem víðast og sem oftast?
Elín: Já. Það má líka segja að ég finni sérstak-
lega sterkt fyrir stöðu minni núna af því að ég
er ófrísk. Ég hef m.a. verið að athuga með fæð-
ingarstofnun og kanna fæðingarorlofið. Svo er
ég að auki nýbyrjuð í sambúð, var að kaupa mér
íbúð í fyrsta sinn í fyrra og finnst það svo blóð-
ugt hvernig fólki er ætlað að lifa.
Guðrún:: I starfi mínu á Kvennadeildinni verð
ég lika mjög áþreifanlega vör við ýmislegt sent
brennur á konum sem ýtti aftur undir það að ég
segði já við því að vera á listanum. Mér finnst ég
hafa eitthvað að segja — líka fyrir hönd allra
þeirra kvenna sem ekki eru starfandi hér og nú.
Þér finnst þá að þú getir borið ákveðin
skilaboð frá þessum hópi kvenna og inn í
kerfið?
Guðrún: Já, ekki spurning.
Nú eruð þið allar starfandi og hafið
menntun á sviði félagsmálaþjónustu.
Haldið þið ekki að það hafi talsvcrð áhrif
á að þið komið til starfa í hrey fingu eins og
Kvennalistanum?
Margrét: Jú. Viðerum alltaf að vinna með fólki
og fyrir fólk. Við hittum mikið af alls konar
fólki sem ekki er ánægt með hvernig þetta þjóð-
félag er og vill mörgu breyta og maður getur
kannski komið því á framfæri eins og þú varst
að segja Guðrún. Ef ég tek dæmi úr mínu starfi
þá finnst mér ég t.d. hafa orðið vör við að kon-
ur hafa oft á tíðum aðra afstöðu til umferðar-
mála en karlar. Þeir eru nánast allir á bílum og
hafa t.d. fæstir upplifað það að vera á ferð í
snjónum nteð barnavagn. Reykjavíkurborg er
fyrst og fremst bílaborg og ekki aðlöguð að
gangandi fólki.
En hvað finnst ykkur um Reykjavík? Er
þetta góð borg, falleg borg eða vond og
ljót borg?
Margrét: Þessi borg er mjög gé>ð að búa í fyrir
fólk sem á börn yfir 12 ára aldri. En grunnskól-
inn og dagvistarkerfið er alls ekki aðlagað þörf-
um tímans heldur er hvort tveggja aölagað því
sem var fyrir 20-30 árum þegar mömmurnar
voru heima í hádeginu og elduðu ýsu ofan í all-
an mannskapinn.
32