Vera


Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 9

Vera - 01.04.1990, Blaðsíða 9
kvenna. Mörgum okkar fannst ekkert hafa breyst þau ár sem Rauðsokkahreyfingin hafði starf- að annað en það að 80% kvenna voru komnar út á vinnumarkað- inn og voru að kikna undan tvö- földu vinnuálagi. Þú átt við þann veruleika ís- lenskra kvenna sem Guðbergur Bergsson lýsti einhvern veginn svona: Konur heimtuðu frelsi og hlutu frelsi frystihúsanna? — Já einmitt. En Rauðsokka- hreyfingin náði sínum árangri. Hún átti við mjög ramman reip að draga og olli gífurlegu uppnámi. Hún fékk á sig þau harkalegustu skrif sem um getur. Og það var að sjálfsögðu vegna þess að hug- myndir hennar um konur gengu í berghögg við ríkjandi viðhorf. Ég tel að hvorki Kvennaframboð né Kvennalisti hefði litið dagsins ljós nema vegna þess að Rauðsokka- hreyfingin hafði áður tryggt að þessi mál voru í brennidepli í þjóðfélaginu. Framboð er eins og uppskera. Hinsvegar voru hug- myndir rauðsokka um konur ger- ólíkar þeim sem Kvennaframboð- ið lagði til grundvallar. Rauðsokk- ar lögðu ofuráherslu á konur sem vinnuafl úti í þjóðfélaginu og gerðu lítið úr hlutverki þeirra sem mæðra og húsmæðra. Þau hlut- verk fengu neikvætt gildi og kon- ur sem lögðu jákvætt mat á þessi hlutverk fundu sér ekki vettvang innan Rauðsokkahreyfingarinnar. Pú segir í grein sem ég hef lesið eftir þig að rauðsokkar hafi stefnt að þvíað gerastkarlarífé- lagslegum skilningi. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvað þú átt við. Að mínum dómi voru rauðsokkar uþþteknir afþvt að taka á stöðu mœðra —þœrsettu fram kröfur um dagheimili, fœðingarorlof samfelldan skóladag og kröfðust aukinnar samábyrgðar á barnauþþeldi, bœði samábyrgðar foreldra og þjóðfélagsins alls. — Félagslegar fyrirmyndir þeirra voru hinsvegar karlar, full- yrðir Sigríður Dúna hiklaust. Þær vildu vera félagslega jafngildar körlum og geta starfað nákvæm- lega eins og þeir og á sama vett- vangi og þeir. Ég tel ekki að þær hafi sett spurningamerki við hvernig þeir karlar voru sem þær vildu líkjast. Eg er þeirrar skoðunar að móðurhlutverkið eða kvenhlut- verkið t sjálfu sér sé alltafnotað gegn konum nema þœr hafi raunverulegan möguleika á að velja sér það hlutverk, andœfi ég. Þann móguleika hafa þœr ekki ef önnur hlutverk standa þeim ekki til boða eða efþeim er refsað fyrir að vera mœður — vera konur. Þessiskilningur rtkti tvímœlalaust innan Rauðsokka- hreyfingarinnar. — Kannski er best að skýra þennan mun með því að segja að Rauðsokkahreyfingin hafi notað sterka stöðu karla sem fyrirmynd, segir Sigríður Dúna, en að Kvennalistinn vilji gera stöðu kvenna eins og hún er sterka. Að konur verði í sterkri stöðu sem konur — af því að þær eru konur. Mér finnst þarna reginmunur á. En það er rétt að þessi ágreining- ur við Rauðsokkahreyfinguna var málaður mjög sterkum litum, ein- Sigríöur Dúna: í raun vorum við aó halda á lofti hinni frjálsu og ábyrgu konu. Hildur: Ég get tekiö undir þaö aö Rauð- sokkahreyfingin hafi oröiö einangruninni aö bróð... Viö sem vorum starfandi fundum það kannski ekki því það er visst félagslegf skjól í svona hreyfingum. Heldurðu að sama mynd geti blasað við Kvennalista- konum í dag? Sigríður Dúna: Hœttan er alltaf fyrir hendi. Og hér erum við kannski komnar að kjarna málsins. faldlega vegna þess að þetta var kúvending frá stefnu Rauðsokka- hreyfingarinnar og það er alltaf sárt þegar ný viðhorf brjótast til fjörsins. Konurnar sem voru virk- ar í Kvenréttindafélaginu og víð- ar fundu til reiði og andúðar í garð Rauðsokkahreyfingarinnar þegar hún var stofnuð alveg á sama hátt og sumar rauðsokkur gagnvart Kvennaframboðinu. Rauðsokkahreyfingin taldi sig vera að boða nýjan sannleik og gerðu lítið úr því starfi sem unnið hafði verið t.d. í Kvenréttindafé- laginu. Eg lítþannig á að áður en Rauð- sokkahreyfingin var stofnuð hafi sú hugmynd verið ríkjandi meðal kvenna að leið þeirra til að bœta stöðu sína og breyta lífs- skilyrðum sínum vœri leið menntunarinnar. Konur áttu að mennta sig og þannig hljóta betri lífsskilyrði. Og svo gerðu konur einmitt það. Þœr fóru í háskóla eða í annað sérnám. Nám þeirra varð yfirleitt styttra en karlanna, börnin komu kannski eitt af öðru, margar urðu að seinka sér í námi ogger- ast fyrirvinnur eiginmanna sinna þvíþeirra nám hafðifor- gang. Sumar luku námi ogfóru út á vinnumarkaðinn til þess eins að uþþgötva að þœr fengu ekki vinnu í samrœmi við menntun stna, að heimilisstörf- in vorujafn mikið áþeirra herð- um einum eftirsem áður, aðþœr fengu ekkisömu launfyrir sömu vinnu og karlarnir sinntu og að karlar með lélegri menntun gengu fyrir við stöðuhœkkanir. Konurnar sem uþþgötvuðu þetta þrátt fyrir að þœr höfðu hlotið menntun og fœrni voru konurnar sem stofnuðu Rauð- sokkahreyfinguna. Þess vegna finnst mér það ofureðlilegt og reyndar nauðsynlegt við þessi sögulegu skilyrði að leggja áherslu á misréttið á vinnu- markaðinum. En ég get tekið undir það með þér að Rauð- sokkahreyfingin hafi oröið ein- angruninni að bráð. Síðustu ár- in var allt starf áfárra herðum og við vorum óttaleg þaþþtrs- ttgrisdýr. Við sem vorum starf- andi fundum það kannski ekki eins mikið og konurnar fyrir utan því það er visst félagslegt skjól í svona hreyfingum. Held- 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.